Var látin sofa í ullarnærfötum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. apríl 2013 10:00 "Mér finnst svolítið leiðinlegt hvað ég hef fengið mikla athygli af því ég flippaði þarna. Ekki þeir, því þetta snýst um þá. Ég hef kannski stjórnað æfingum en þeir leggja vinnuna á sig. “ Fréttablaðið/Valli Fréttablaðið/Valli Neskaupstaður er heimavöllur blakspilarans Elsu Sænýjar Valgeirsdóttur sem smitaðist snemma af blakbakteríunni eilífu á Norðfirði. Eftir átta ára keppnisferil í Danmörku sneri hún aftur til Íslands í haust og tók við þjálfun karlaliðs HK. Hún hefur ekki enn getað horft á upptökuna af ræðunni sem hún hélt yfir strákunum sínum í bikarúrslitaleiknum í mars. „Mamma var þrettán ára þegar hún missti móður sína og 21 árs þegar hún átti mig. 26 ára var hún einstæð með tvö börn og rak nuddstofu á Hótel Sögu. Það hefur örugglega verið erfitt,“ segir nýkrýndur Íslandsmeistari í blaki, Elsa Sæný Valgeirsdóttir. Elsa hefur vakið mikla athygli fyrir einstakan árangur sinn sem þjálfari karlaliðs HK í blaki. Liðið vann alla þrjá titlana sem í boði voru á tímabilinu þrátt fyrir að Elsa sé í sínu fyrsta starfi sem þjálfari og verði ekki þrítug fyrr en í maí. Elsa er fædd í Reykjavík árið 1983 en þangað fluttu foreldar hennar, Ásta Sigrún Gylfadóttir og Valgeir Gunnarsson, frá uppeldisstöð þeirra, Neskaupstað, í kjölfar snjóflóðanna sem tóku líf tólf bæjarbúa í desember 1974. Á Norðfjörð sneri fjölskyldan aftur þegar Elsa var sjö ára og bernskuminningar hennar frá Neskaupstað eru á einn veg. „Þetta var æðislegt. Maður labbaði í skólann, allt mjög friðsælt og stutt í allt. Það var yndislegt að geta verið uppi í fjalli á sumrin, stutt í berjamó og svo stutt á skíðasvæðin á veturna. Ég veit samt ekki hvort ég gæti þraukað það í dag að búa þar sjálf. Þetta er einhvern veginn of lítið. En austur er samt alltaf heima. Og að spila fyrir austan er alltaf eins og að spila á heimavelli,“ segir Elsa. Þrátt fyrir ungan aldur var hún meðvituð um áhrif snjóflóðsins í bænum. Flóðið snerti alla sem alast upp á Norðfirði. Mæðgurnar Elsa Sæný í búningi Holte ásamt móður sinni Ástu Sigrúnu og Berglindi Gígju, litlu systur.Mynd/Karl Sigurðsson „Þetta hefur haft áhrif á mig en ég hef kannski ekki fundið eins mikið fyrir því og mamma. Mamma hefur náttúrulega gengið í gegnum ýmislegt. En maður vissi alltaf af þessu og fann stressið á mömmu þegar það kom snjór. Sem betur fer var ég kannski ekki á aldri til þess að skilja það. En þegar það var mikill snjór þá fann maður fyrir þessari spennu og ég var látin sofa í ullarnærfötunum,“ segir Elsa. Atvinnumennska draumurinn Elsa þreifaði fyrir sér í fótbolta og fimleikum til að byrja með. Þegar hún mátti byrja að æfa blakið ellefu ára gömul varð hins vegar ekki aftur snúið. Hvergi á Íslandi er blakíþróttin höfð í sömu hávegum og fyrir austan. Yngri flokkarnir fóru fjölmargar ferðir á hverju ári með rútu til Reykjavíkur til þess að spila en það var lítil fórn að færa. „Ég var einhvern tímann í fjórtán tíma í rútu því það var svo mikil hálka og vesen. Þetta var samt alltaf svo gaman. Alveg sama hvaða maður þurfti að fara langt og leggja á sig var þetta alltaf gaman. Maður sá aldrei neitt neikvætt við þetta. Það var bara spennandi að fara með vinum sínum í ferð,“ segir Elsa, sem flutti í bæinn með fjölskyldunni sextán ára gömul. Vegna reglna um hverfisskóla komst hún ekki í Kvennaskólann eins og hana langaði og lærði í tvö ár við Fjölbraut í Ármúla. Þegar deildarkeppnin í blakinu var lögð niður eitt árið og æfingar á höfuðborgarsvæðinu voru í lágmarki var aðeins eitt í stöðunni. Átján ára flutti Elsa ein síns liðs heim í Neskaupstað til þess að geta spilað blak. „Mamma var kannski ekki alveg hlynnt þessu í byrjun en skildi þetta,“ sagði Elsa sem átti góða að fyrir austan. Hún varð þrefaldur meistari tvö ár í röð með liði Þróttar í Neskaupstað en stefndi hærra. Elsa Sæný fer yfir málin með leikmönnum HK í lokaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn í Fagralundi.Mynd/Daníel „Það var alltaf draumurinn að verða atvinnumaður. Dagga frænka (Dagbjört Víglundsdóttir) var að spila í Bandaríkjunum. Hún var alltaf fyrirmyndin og mig langaði út eins og hún.“ Elsu stóð til boða að spila með liði í Kanada og eins að fara í háskóla í Alabama og spila með liðinu. „Það var ekki eins auðvelt á þeim tíma að komast til Bandaríkjanna eins og nú. Svo var ég kannski ekki nógu ákveðin sjálf.“ Úr varð að Elsa fór í íþróttalýðháskóla í Danmörku og spilaði með liði í þriðju deild. Hafnaði sprautum og hætti „Það var ótrúlegt ævintýri að fara út og sérstaklega að fara í íþróttalýðskóla sem var rosalega gaman,“ segir Elsa sem spilaði með Ikast í þriðju deild. Eftir fyrsta árið velti hún fyrir sér hvort hún gæti plumað sig meðal þeirra bestu. Hún fékk leyfi til þess að mæta á æfingar hjá liði Holte í efstu deild. „Þjálfarinn sagði mér að ég mætti mæta á æfingar en ætti ekki að gera mér neinar vonir,“ segir Elsa sem mætti full aðdáunar á æfingu með bestu blakkonum landsins. Það tók hana vel á annað ár að stimpla sig inn í liðið. Svo varð hún lykilmaður og var valin í lið ársins árið 2009. „Ég kom inn í ákveðið umhverfi hjá Holte sem var rosalega flott,“ segir Elsa, sem naut lífsins í botn. Á daginn lærði hún sjúkraþjálfun og tók svo lestina til og frá daglegum æfingum sem vöruðu í þrjár klukkustundir. Hún segir engar blakkonur í Danmörku geta lifað af því að spila blak en að frátöldum launum hafi félagið verið rekið sem atvinnumannafélag. Liðið ferðaðist um alla Evrópu til þess að keppa og Elsa segir að um draum fyrir sig hafi verið að ræða. Ekki hefur verið gengið frá þjálfaramálum HK fyrir næstu leiktíð. Elsa nýtur þess að vera komin í frí og er lítið að spá í framhaldinu.Fréttablaðið/Stefán Draumurinn breyttist þó í martröð þegar hún meiddist í öxlinni árið 2009. Hún var nánast alveg frá í tvö ár og haustið 2011 gerðu meiðsli í baki og mjöðm vart við sig. Í janúar 2012 virtust öll sund lokuð. „Mér var boðið að fara í sprautur og eitthvað svoleiðis kjaftæði. Ég ákvað að þetta væri orðið gott. Það væri ekki sniðugt að vera aðeins 28 ára og eiga í erfiðleikum með að komast upp á fjórðu hæð. Það er frekar dapurt,“ segir Elsa og hlær. Erfitt að skipta yfir í íslensku „Blak hefur alltaf verið minn fasti punktur. Það var því skrítið í janúar 2012 að sjá fram á að geta aldrei spilað aftur. Það var bara krísa,“ segir Elsa sem sökkti sér niður í BS-ritgerð sína. Sumarið 2012 stóð valið á milli þess að starfa sem sjúkraþjálfari í Danmörku, hjá blakliði í Vín eða heima á Fróni þar sem henni bauðst starf sem sjúkraþjálfari í Sporthúsinu. „Þetta er eiginlega draumastarfið og mjög erfitt að komast í svona starf úti í Danmörku. Þá ákvað ég að prófa það, flytja aftur til Íslands og sjá hvernig mér líkaði,“ segir Elsa. Það var hægara sagt en gert að skipta yfir í íslenskuna eftir langa dvöl í Danaveldi. „Guð minn góður. Það hefur verið mjög erfitt og það koma oft danskar slettur inn. Það var mikið hlegið að mér til að byrja með. Það eru dagar þar sem ég á hreinlega erfitt með að tala,“ segir Elsa en annað krefjandi verkefni var komið á dagskrá. Ásta móðir hennar, yfirþjálfari yngri flokka hjá HK, vildi fá hana til að taka að sér þjálfun karlaliðsins. „Ég hafði aldrei þjálfað áður. Að taka að mér meistaraflokk fannst mér svolítið mikið,“ sagði Elsa sem ræddi málið við fjölskyldumeðlimi og leikmenn liðsins. Úr varð að hún tók við liðinu en boðaði þó til fundar með leikmönnum til að byrja með hreint borð. „Ég var það stressuð fyrir fundinn að ég man lítið eftir honum. Ingó (Ingólfur Hilmar Guðjónsson) sagði einhvern tímann við mig að honum hefði ekkert litist á það að einhver stelpa ætti að fara að þjálfa. Eftir fundinn ákvað hann að gefa þessu séns,“ segir Elsa. Markmiðið var klárt. Alla titlana þrjá átti að vinna og allt gekk eftir. „Ég kom úr klúbbi þar sem sett eru markmið í upphafi tímabils sem stefnt er að og unnið að allt tímabilið. Ég var ekkert að fara inn í þetta nema ef við myndum stefna að titlum.“ Auk þess gat Elsa beitt sér æ meir sem leikmaður með kvennaliði HK eftir því sem á tímabilið leið og varð bikarmeistari með liðinu. Að lokinni ræðunni frægu og fögnuðinum með karlaliðinu skellti Elsa Sæný sér í keppnisgallann. Aftur hafði Elsa Sæný betur, nú gegn vinkonunum í Þrótti Neskaupstað, eftir spennuþrunginn fimm lotu leik.Fréttablaðið/StefánMynd/Daníel „Ég hefði aldrei gert mér vonir um að geta tekið þátt í þessum úrslitaleikjum í byrjun tímabils,“ segir Elsa sem upplifði langþráðan draum, að spila með yngri systur sinni, Berglindi Gígju. Hún er þó ekki líkleg til að taka við þjálfun kvennaliðsins á næstunni. „Ég er stelpa og veit alveg hvað við getum stundum verið dramatískar,“ segir Elsa. Hún bætir við að hún eigi erfitt með að fara fínt í hlutina og það þurfi hún að læra. „Maður kom úr umhverfi þar sem maður gat sagt við stelpur á æfingu: Af hverju fórstu ekki á eftir boltanum? Þú átt að ná þessu!“ Hún hafi byrjað með látum í kvennaliði HK en liðsfélagar hennar móðgast. „Það yrði erfitt fyrir mig að þjálfa stelpur,“ segir Elsa. Man eftir deginum sem pabbi dó Óhætt er að segja að um einsdæmi sé að ræða í íslenskri íþróttasögu. Nær óhugsandi hefur þótt að kona gæti þjálfað lið í efstu deild hér á landi óháð íþrótt. Að liðið vinni alla titlana sem eru í boði er glæsilegt afrek. Aðspurð hvort hún hafi erft eiginleika kjarnakonunnar frá móður sinni segist hún það vel geta verið. „Svo er föðuramma mín sem er orðin níræð líka hörkukona. Ég kem af rosalega duglegu fólki,“ segir Elsa. Hún bendir á að hún hafi líka lært mikið af þjálfara sínum hjá Holte, sömuleiðis yfirmanni sínum í Danmörku og ekki síst sótt í smiðju Petrúnar Jónsdóttur, blakfrömuðar í Neskaupstað. „Maður hefur kannski alltaf sótt þessar sterku konur sem fyrirmynd af því að pabbi dó svo ungur,“ segir Elsa. Valgeir faðir hennar varð bráðkvaddur við starf sitt sem smiður á skíðasvæðinu í Skálafelli þegar Elsa var fimm ára. „Ég man enn þá daginn þegar frænka mín og frændur fengu það erfiða verkefni, mamma ólétt af bróður mínum, að koma heim að segja okkur fréttirnar. Ég man enn í hvaða fötum frændur mínir voru,“ segir Elsa. Hún segist þó aldrei hafa pælt í því hvort föðurmissirinn hafi mótað sig á þennan hátt. Eitt er hún þó viss um og það er blakið, sem enn skiptir hana öllu máli. Því hafi verið mjög erfitt að sætta sig við að ferillinn væri á enda í ársbyrjun 2012. Sem betur fer sé hún aftur farin að spila þótt hún verði að stjórna álaginu skynsamlega. „Á blakvellinum hefur mér alltaf liðið best og það er það skemmtilegasta sem ég veit um. Það hefur alltaf verið númer eitt, tvö og þrjú. Ég ætla að spila blak þar til ég get ekki gengið.“ Íþróttir Tengdar fréttir Hefur ekki enn getað horft á ræðuna "Ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem ég missi mig,“ segir Elsa Sæný Valgeirsdóttir um þrumuræðuna sem hún hélt yfir HK-liðinu í bikarúrslitaleiknum gegn Stjörnunni í mars. 20. apríl 2013 12:00 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Sjá meira
Neskaupstaður er heimavöllur blakspilarans Elsu Sænýjar Valgeirsdóttur sem smitaðist snemma af blakbakteríunni eilífu á Norðfirði. Eftir átta ára keppnisferil í Danmörku sneri hún aftur til Íslands í haust og tók við þjálfun karlaliðs HK. Hún hefur ekki enn getað horft á upptökuna af ræðunni sem hún hélt yfir strákunum sínum í bikarúrslitaleiknum í mars. „Mamma var þrettán ára þegar hún missti móður sína og 21 árs þegar hún átti mig. 26 ára var hún einstæð með tvö börn og rak nuddstofu á Hótel Sögu. Það hefur örugglega verið erfitt,“ segir nýkrýndur Íslandsmeistari í blaki, Elsa Sæný Valgeirsdóttir. Elsa hefur vakið mikla athygli fyrir einstakan árangur sinn sem þjálfari karlaliðs HK í blaki. Liðið vann alla þrjá titlana sem í boði voru á tímabilinu þrátt fyrir að Elsa sé í sínu fyrsta starfi sem þjálfari og verði ekki þrítug fyrr en í maí. Elsa er fædd í Reykjavík árið 1983 en þangað fluttu foreldar hennar, Ásta Sigrún Gylfadóttir og Valgeir Gunnarsson, frá uppeldisstöð þeirra, Neskaupstað, í kjölfar snjóflóðanna sem tóku líf tólf bæjarbúa í desember 1974. Á Norðfjörð sneri fjölskyldan aftur þegar Elsa var sjö ára og bernskuminningar hennar frá Neskaupstað eru á einn veg. „Þetta var æðislegt. Maður labbaði í skólann, allt mjög friðsælt og stutt í allt. Það var yndislegt að geta verið uppi í fjalli á sumrin, stutt í berjamó og svo stutt á skíðasvæðin á veturna. Ég veit samt ekki hvort ég gæti þraukað það í dag að búa þar sjálf. Þetta er einhvern veginn of lítið. En austur er samt alltaf heima. Og að spila fyrir austan er alltaf eins og að spila á heimavelli,“ segir Elsa. Þrátt fyrir ungan aldur var hún meðvituð um áhrif snjóflóðsins í bænum. Flóðið snerti alla sem alast upp á Norðfirði. Mæðgurnar Elsa Sæný í búningi Holte ásamt móður sinni Ástu Sigrúnu og Berglindi Gígju, litlu systur.Mynd/Karl Sigurðsson „Þetta hefur haft áhrif á mig en ég hef kannski ekki fundið eins mikið fyrir því og mamma. Mamma hefur náttúrulega gengið í gegnum ýmislegt. En maður vissi alltaf af þessu og fann stressið á mömmu þegar það kom snjór. Sem betur fer var ég kannski ekki á aldri til þess að skilja það. En þegar það var mikill snjór þá fann maður fyrir þessari spennu og ég var látin sofa í ullarnærfötunum,“ segir Elsa. Atvinnumennska draumurinn Elsa þreifaði fyrir sér í fótbolta og fimleikum til að byrja með. Þegar hún mátti byrja að æfa blakið ellefu ára gömul varð hins vegar ekki aftur snúið. Hvergi á Íslandi er blakíþróttin höfð í sömu hávegum og fyrir austan. Yngri flokkarnir fóru fjölmargar ferðir á hverju ári með rútu til Reykjavíkur til þess að spila en það var lítil fórn að færa. „Ég var einhvern tímann í fjórtán tíma í rútu því það var svo mikil hálka og vesen. Þetta var samt alltaf svo gaman. Alveg sama hvaða maður þurfti að fara langt og leggja á sig var þetta alltaf gaman. Maður sá aldrei neitt neikvætt við þetta. Það var bara spennandi að fara með vinum sínum í ferð,“ segir Elsa, sem flutti í bæinn með fjölskyldunni sextán ára gömul. Vegna reglna um hverfisskóla komst hún ekki í Kvennaskólann eins og hana langaði og lærði í tvö ár við Fjölbraut í Ármúla. Þegar deildarkeppnin í blakinu var lögð niður eitt árið og æfingar á höfuðborgarsvæðinu voru í lágmarki var aðeins eitt í stöðunni. Átján ára flutti Elsa ein síns liðs heim í Neskaupstað til þess að geta spilað blak. „Mamma var kannski ekki alveg hlynnt þessu í byrjun en skildi þetta,“ sagði Elsa sem átti góða að fyrir austan. Hún varð þrefaldur meistari tvö ár í röð með liði Þróttar í Neskaupstað en stefndi hærra. Elsa Sæný fer yfir málin með leikmönnum HK í lokaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn í Fagralundi.Mynd/Daníel „Það var alltaf draumurinn að verða atvinnumaður. Dagga frænka (Dagbjört Víglundsdóttir) var að spila í Bandaríkjunum. Hún var alltaf fyrirmyndin og mig langaði út eins og hún.“ Elsu stóð til boða að spila með liði í Kanada og eins að fara í háskóla í Alabama og spila með liðinu. „Það var ekki eins auðvelt á þeim tíma að komast til Bandaríkjanna eins og nú. Svo var ég kannski ekki nógu ákveðin sjálf.“ Úr varð að Elsa fór í íþróttalýðháskóla í Danmörku og spilaði með liði í þriðju deild. Hafnaði sprautum og hætti „Það var ótrúlegt ævintýri að fara út og sérstaklega að fara í íþróttalýðskóla sem var rosalega gaman,“ segir Elsa sem spilaði með Ikast í þriðju deild. Eftir fyrsta árið velti hún fyrir sér hvort hún gæti plumað sig meðal þeirra bestu. Hún fékk leyfi til þess að mæta á æfingar hjá liði Holte í efstu deild. „Þjálfarinn sagði mér að ég mætti mæta á æfingar en ætti ekki að gera mér neinar vonir,“ segir Elsa sem mætti full aðdáunar á æfingu með bestu blakkonum landsins. Það tók hana vel á annað ár að stimpla sig inn í liðið. Svo varð hún lykilmaður og var valin í lið ársins árið 2009. „Ég kom inn í ákveðið umhverfi hjá Holte sem var rosalega flott,“ segir Elsa, sem naut lífsins í botn. Á daginn lærði hún sjúkraþjálfun og tók svo lestina til og frá daglegum æfingum sem vöruðu í þrjár klukkustundir. Hún segir engar blakkonur í Danmörku geta lifað af því að spila blak en að frátöldum launum hafi félagið verið rekið sem atvinnumannafélag. Liðið ferðaðist um alla Evrópu til þess að keppa og Elsa segir að um draum fyrir sig hafi verið að ræða. Ekki hefur verið gengið frá þjálfaramálum HK fyrir næstu leiktíð. Elsa nýtur þess að vera komin í frí og er lítið að spá í framhaldinu.Fréttablaðið/Stefán Draumurinn breyttist þó í martröð þegar hún meiddist í öxlinni árið 2009. Hún var nánast alveg frá í tvö ár og haustið 2011 gerðu meiðsli í baki og mjöðm vart við sig. Í janúar 2012 virtust öll sund lokuð. „Mér var boðið að fara í sprautur og eitthvað svoleiðis kjaftæði. Ég ákvað að þetta væri orðið gott. Það væri ekki sniðugt að vera aðeins 28 ára og eiga í erfiðleikum með að komast upp á fjórðu hæð. Það er frekar dapurt,“ segir Elsa og hlær. Erfitt að skipta yfir í íslensku „Blak hefur alltaf verið minn fasti punktur. Það var því skrítið í janúar 2012 að sjá fram á að geta aldrei spilað aftur. Það var bara krísa,“ segir Elsa sem sökkti sér niður í BS-ritgerð sína. Sumarið 2012 stóð valið á milli þess að starfa sem sjúkraþjálfari í Danmörku, hjá blakliði í Vín eða heima á Fróni þar sem henni bauðst starf sem sjúkraþjálfari í Sporthúsinu. „Þetta er eiginlega draumastarfið og mjög erfitt að komast í svona starf úti í Danmörku. Þá ákvað ég að prófa það, flytja aftur til Íslands og sjá hvernig mér líkaði,“ segir Elsa. Það var hægara sagt en gert að skipta yfir í íslenskuna eftir langa dvöl í Danaveldi. „Guð minn góður. Það hefur verið mjög erfitt og það koma oft danskar slettur inn. Það var mikið hlegið að mér til að byrja með. Það eru dagar þar sem ég á hreinlega erfitt með að tala,“ segir Elsa en annað krefjandi verkefni var komið á dagskrá. Ásta móðir hennar, yfirþjálfari yngri flokka hjá HK, vildi fá hana til að taka að sér þjálfun karlaliðsins. „Ég hafði aldrei þjálfað áður. Að taka að mér meistaraflokk fannst mér svolítið mikið,“ sagði Elsa sem ræddi málið við fjölskyldumeðlimi og leikmenn liðsins. Úr varð að hún tók við liðinu en boðaði þó til fundar með leikmönnum til að byrja með hreint borð. „Ég var það stressuð fyrir fundinn að ég man lítið eftir honum. Ingó (Ingólfur Hilmar Guðjónsson) sagði einhvern tímann við mig að honum hefði ekkert litist á það að einhver stelpa ætti að fara að þjálfa. Eftir fundinn ákvað hann að gefa þessu séns,“ segir Elsa. Markmiðið var klárt. Alla titlana þrjá átti að vinna og allt gekk eftir. „Ég kom úr klúbbi þar sem sett eru markmið í upphafi tímabils sem stefnt er að og unnið að allt tímabilið. Ég var ekkert að fara inn í þetta nema ef við myndum stefna að titlum.“ Auk þess gat Elsa beitt sér æ meir sem leikmaður með kvennaliði HK eftir því sem á tímabilið leið og varð bikarmeistari með liðinu. Að lokinni ræðunni frægu og fögnuðinum með karlaliðinu skellti Elsa Sæný sér í keppnisgallann. Aftur hafði Elsa Sæný betur, nú gegn vinkonunum í Þrótti Neskaupstað, eftir spennuþrunginn fimm lotu leik.Fréttablaðið/StefánMynd/Daníel „Ég hefði aldrei gert mér vonir um að geta tekið þátt í þessum úrslitaleikjum í byrjun tímabils,“ segir Elsa sem upplifði langþráðan draum, að spila með yngri systur sinni, Berglindi Gígju. Hún er þó ekki líkleg til að taka við þjálfun kvennaliðsins á næstunni. „Ég er stelpa og veit alveg hvað við getum stundum verið dramatískar,“ segir Elsa. Hún bætir við að hún eigi erfitt með að fara fínt í hlutina og það þurfi hún að læra. „Maður kom úr umhverfi þar sem maður gat sagt við stelpur á æfingu: Af hverju fórstu ekki á eftir boltanum? Þú átt að ná þessu!“ Hún hafi byrjað með látum í kvennaliði HK en liðsfélagar hennar móðgast. „Það yrði erfitt fyrir mig að þjálfa stelpur,“ segir Elsa. Man eftir deginum sem pabbi dó Óhætt er að segja að um einsdæmi sé að ræða í íslenskri íþróttasögu. Nær óhugsandi hefur þótt að kona gæti þjálfað lið í efstu deild hér á landi óháð íþrótt. Að liðið vinni alla titlana sem eru í boði er glæsilegt afrek. Aðspurð hvort hún hafi erft eiginleika kjarnakonunnar frá móður sinni segist hún það vel geta verið. „Svo er föðuramma mín sem er orðin níræð líka hörkukona. Ég kem af rosalega duglegu fólki,“ segir Elsa. Hún bendir á að hún hafi líka lært mikið af þjálfara sínum hjá Holte, sömuleiðis yfirmanni sínum í Danmörku og ekki síst sótt í smiðju Petrúnar Jónsdóttur, blakfrömuðar í Neskaupstað. „Maður hefur kannski alltaf sótt þessar sterku konur sem fyrirmynd af því að pabbi dó svo ungur,“ segir Elsa. Valgeir faðir hennar varð bráðkvaddur við starf sitt sem smiður á skíðasvæðinu í Skálafelli þegar Elsa var fimm ára. „Ég man enn þá daginn þegar frænka mín og frændur fengu það erfiða verkefni, mamma ólétt af bróður mínum, að koma heim að segja okkur fréttirnar. Ég man enn í hvaða fötum frændur mínir voru,“ segir Elsa. Hún segist þó aldrei hafa pælt í því hvort föðurmissirinn hafi mótað sig á þennan hátt. Eitt er hún þó viss um og það er blakið, sem enn skiptir hana öllu máli. Því hafi verið mjög erfitt að sætta sig við að ferillinn væri á enda í ársbyrjun 2012. Sem betur fer sé hún aftur farin að spila þótt hún verði að stjórna álaginu skynsamlega. „Á blakvellinum hefur mér alltaf liðið best og það er það skemmtilegasta sem ég veit um. Það hefur alltaf verið númer eitt, tvö og þrjú. Ég ætla að spila blak þar til ég get ekki gengið.“
Íþróttir Tengdar fréttir Hefur ekki enn getað horft á ræðuna "Ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem ég missi mig,“ segir Elsa Sæný Valgeirsdóttir um þrumuræðuna sem hún hélt yfir HK-liðinu í bikarúrslitaleiknum gegn Stjörnunni í mars. 20. apríl 2013 12:00 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Sjá meira
Hefur ekki enn getað horft á ræðuna "Ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem ég missi mig,“ segir Elsa Sæný Valgeirsdóttir um þrumuræðuna sem hún hélt yfir HK-liðinu í bikarúrslitaleiknum gegn Stjörnunni í mars. 20. apríl 2013 12:00