Gagnrýni lögmanna á málsmeðferð saksóknara Þórður Bogason skrifar 25. apríl 2013 06:00 Í Fréttablaðinu, 23. apríl sl., kýs innanríkisráðherra, Ögmundur Jónasson, að vega að lögmönnum vegna verjendastarfa við rannsókn sakamála sem tengjast hruninu. Minnir hann á að Eva Joly, sérstakur ráðgjafi stjórnvalda, hafi varað við tilraunum til að gera rannsakendur tortryggilega, aðferðir þeirra og framgangsmáta. Eva Joly var óspör á yfirlýsingar, líkt og aðrir stjórnmálamenn, sem rímuðu ekki allar við íslenskt réttarfar. Rétt er að rifja upp að samkvæmt mannréttindasáttmála Evrópu er meginkjarni réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi þessi: Þegar kveða skal á um réttindi og skyldur manns að einkamálarétti eða um sök, sem hann er borinn um refsivert brot, skal hann eiga rétt til réttlátrar og opinberrar málsmeðferðar innan hæfilegs tíma fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli. Hver sá sem borinn er sökum um refsiverða háttsemi skal talinn saklaus uns sekt hans er sönnuð að lögum og skal án tafar fá vitneskju í smáatriðum um eðli og orsök þeirrar ákæru sem hann sætir. Hann fái nægan tíma og aðstöðu til að undirbúa vörn sína. Hann fái að halda uppi vörnum sjálfur eða með aðstoð verjanda að eigin vali. Unnt er að leita eftir áliti Mannréttindadómstóls Evrópu á málsmeðferð íslenskra dómstóla. Dómstóllinn úrskurðaði á síðasta ári tveimur blaðamönnum bætur úr hendi íslenska ríkisins vegna dóma Hæstaréttar Íslands í tveimur meiðyrðamálum. Lögmenn stóðu þannig vörð um réttarríkið, sem hluti dómskerfisins, en ekki ríkisvaldið. Innanríkisráðherra er því á hálum ís þegar hann gerir lítið úr störfum verjenda í sakamálum, sama af hvaða toga þau eru. Undirritaður er verjandi annars sakborninga í svokölluðu Vafningsmáli en héraðsdómur gekk í því máli hinn 28. desember 2012 og fól í sér sakfellingu. Málinu hefur verið áfrýjað. Rétt er að staldra við og nefna dæmi um þau atriði sem undirritaður hefur gagnrýnt varðandi málsmeðferð sérstaks saksóknara í Vafningsmálinu. Undir rekstri málsins komu upp alvarlegir gallar á rannsókn þess. Tveir aðalrannsakendur málsins, sem báru fyrir rétti að þeir hefðu unnið náið með saksóknara málsins á rannsóknarstigi, unnu samhliða fyrir þrotabú Milestone ehf. að greinargerð sem byggði á sekt þeirra einstaklinga sem þeim hafði verið falið að rannsaka sem opinberir starfsmenn. Rannsakendurnir þáðu umtalsverðar greiðslur fyrir þau störf. Sérstakur saksóknari kærði umrædda starfsmenn sína til ríkissaksóknara en taldi um leið ekkert athugavert við rannsóknina sem þeir unnu og byggði þar á rannsókn sem embættið framkvæmdi sjálft. Rannsókn á meintu broti tvímenninganna hefur verið felld niður af ríkissaksóknara en mörgum spurningum er ósvarað um það mál. Enginn getur þjónað tveimur herrum samtímis og erfitt er fyrir sakborninga að taka orð sérstaks saksóknara trúanleg þess efnis að fyllstu hlutlægni hafi verið gætt. Embætti sérstaks saksóknara notar sérstakt tölvukerfi til að meta hvort tölvupóstar og önnur slík gögn hafi þýðingu við rannsókn máls. Við skoðun verjenda á gögnum í vörslu sérstaks saksóknara, skömmu fyrir aðalmeðferð Vafningsmálsins, kom í ljós að embættinu höfðu yfirsést mikilvæg skjöl og gögn sem vörpuðu nýrri mynd á þá atburði sem leiddu til ákæru. Sú mynd var ekki í samræmi við málsatvikalýsingu ákæru. Í stað þess að staldra við, láta taka lögregluskýrslur og upplýsa málið fyrir aðalmeðferð, tók sérstakur saksóknari ákvörðun um að kalla tíu ný vitni fyrir dóm án þess að vita, fremur en verjendur, hvað þau kæmu til með að segja fyrir dómi. Með öðrum orðum var rannsókninni ekki lokið þegar aðalmeðferðin hófst. Líta verður á þetta sem augljóst brot á þeirri skyldu ákæruvaldsins að gefa ekki út ákæru fyrr en að lokinni rannsókn. Sú rannsókn skal snúa bæði að atriðum sem kunna að leiða til sektar eða sýknu. Ákæru skal ekki gefa út nema meiri líkur en minni séu á sekt. Í þessu máli liggur því fyrir Hæstarétti að taka afstöðu til þess hvort sakborningum hafi verið gert að sanna sakleysi sitt vegna þessarar málsmeðferðar. Reglan er jú sú að ákæruvaldinu beri að sanna sekt. Engan afslátt má veita á þeirri grunnreglu sama hvaða skoðun Eva Joly kann að hafa haft á því. Innanríkisráðherra segir í grein sinni að farið sé að gæta tilhneigingar til að grafa undan trúverðugleika embættis sérstaks saksóknara. Eins og framangreind dæmi sýna hefur embættið sjálft grafið undan trúverðugleika sínum. Lögmaður sem setur fram gagnrýni á þessa þætti er einfaldlega að sinna starfi sínu og getur ekki vikið sér undan því að setja hana fram. Það er mjög skaðlegt fyrir íslenskt samfélag til framtíðar ef Mannréttindadómstóll Evrópu kemst að þeirri niðurstöðu í fyllingu tímans að þeir einstaklingar sem íslenska ríkið kaus að sækja til refsiábyrgðar vegna efnahagshrunsins hafi ekki hlotið réttláta málsmeðferð fyrir dómi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu, 23. apríl sl., kýs innanríkisráðherra, Ögmundur Jónasson, að vega að lögmönnum vegna verjendastarfa við rannsókn sakamála sem tengjast hruninu. Minnir hann á að Eva Joly, sérstakur ráðgjafi stjórnvalda, hafi varað við tilraunum til að gera rannsakendur tortryggilega, aðferðir þeirra og framgangsmáta. Eva Joly var óspör á yfirlýsingar, líkt og aðrir stjórnmálamenn, sem rímuðu ekki allar við íslenskt réttarfar. Rétt er að rifja upp að samkvæmt mannréttindasáttmála Evrópu er meginkjarni réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi þessi: Þegar kveða skal á um réttindi og skyldur manns að einkamálarétti eða um sök, sem hann er borinn um refsivert brot, skal hann eiga rétt til réttlátrar og opinberrar málsmeðferðar innan hæfilegs tíma fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli. Hver sá sem borinn er sökum um refsiverða háttsemi skal talinn saklaus uns sekt hans er sönnuð að lögum og skal án tafar fá vitneskju í smáatriðum um eðli og orsök þeirrar ákæru sem hann sætir. Hann fái nægan tíma og aðstöðu til að undirbúa vörn sína. Hann fái að halda uppi vörnum sjálfur eða með aðstoð verjanda að eigin vali. Unnt er að leita eftir áliti Mannréttindadómstóls Evrópu á málsmeðferð íslenskra dómstóla. Dómstóllinn úrskurðaði á síðasta ári tveimur blaðamönnum bætur úr hendi íslenska ríkisins vegna dóma Hæstaréttar Íslands í tveimur meiðyrðamálum. Lögmenn stóðu þannig vörð um réttarríkið, sem hluti dómskerfisins, en ekki ríkisvaldið. Innanríkisráðherra er því á hálum ís þegar hann gerir lítið úr störfum verjenda í sakamálum, sama af hvaða toga þau eru. Undirritaður er verjandi annars sakborninga í svokölluðu Vafningsmáli en héraðsdómur gekk í því máli hinn 28. desember 2012 og fól í sér sakfellingu. Málinu hefur verið áfrýjað. Rétt er að staldra við og nefna dæmi um þau atriði sem undirritaður hefur gagnrýnt varðandi málsmeðferð sérstaks saksóknara í Vafningsmálinu. Undir rekstri málsins komu upp alvarlegir gallar á rannsókn þess. Tveir aðalrannsakendur málsins, sem báru fyrir rétti að þeir hefðu unnið náið með saksóknara málsins á rannsóknarstigi, unnu samhliða fyrir þrotabú Milestone ehf. að greinargerð sem byggði á sekt þeirra einstaklinga sem þeim hafði verið falið að rannsaka sem opinberir starfsmenn. Rannsakendurnir þáðu umtalsverðar greiðslur fyrir þau störf. Sérstakur saksóknari kærði umrædda starfsmenn sína til ríkissaksóknara en taldi um leið ekkert athugavert við rannsóknina sem þeir unnu og byggði þar á rannsókn sem embættið framkvæmdi sjálft. Rannsókn á meintu broti tvímenninganna hefur verið felld niður af ríkissaksóknara en mörgum spurningum er ósvarað um það mál. Enginn getur þjónað tveimur herrum samtímis og erfitt er fyrir sakborninga að taka orð sérstaks saksóknara trúanleg þess efnis að fyllstu hlutlægni hafi verið gætt. Embætti sérstaks saksóknara notar sérstakt tölvukerfi til að meta hvort tölvupóstar og önnur slík gögn hafi þýðingu við rannsókn máls. Við skoðun verjenda á gögnum í vörslu sérstaks saksóknara, skömmu fyrir aðalmeðferð Vafningsmálsins, kom í ljós að embættinu höfðu yfirsést mikilvæg skjöl og gögn sem vörpuðu nýrri mynd á þá atburði sem leiddu til ákæru. Sú mynd var ekki í samræmi við málsatvikalýsingu ákæru. Í stað þess að staldra við, láta taka lögregluskýrslur og upplýsa málið fyrir aðalmeðferð, tók sérstakur saksóknari ákvörðun um að kalla tíu ný vitni fyrir dóm án þess að vita, fremur en verjendur, hvað þau kæmu til með að segja fyrir dómi. Með öðrum orðum var rannsókninni ekki lokið þegar aðalmeðferðin hófst. Líta verður á þetta sem augljóst brot á þeirri skyldu ákæruvaldsins að gefa ekki út ákæru fyrr en að lokinni rannsókn. Sú rannsókn skal snúa bæði að atriðum sem kunna að leiða til sektar eða sýknu. Ákæru skal ekki gefa út nema meiri líkur en minni séu á sekt. Í þessu máli liggur því fyrir Hæstarétti að taka afstöðu til þess hvort sakborningum hafi verið gert að sanna sakleysi sitt vegna þessarar málsmeðferðar. Reglan er jú sú að ákæruvaldinu beri að sanna sekt. Engan afslátt má veita á þeirri grunnreglu sama hvaða skoðun Eva Joly kann að hafa haft á því. Innanríkisráðherra segir í grein sinni að farið sé að gæta tilhneigingar til að grafa undan trúverðugleika embættis sérstaks saksóknara. Eins og framangreind dæmi sýna hefur embættið sjálft grafið undan trúverðugleika sínum. Lögmaður sem setur fram gagnrýni á þessa þætti er einfaldlega að sinna starfi sínu og getur ekki vikið sér undan því að setja hana fram. Það er mjög skaðlegt fyrir íslenskt samfélag til framtíðar ef Mannréttindadómstóll Evrópu kemst að þeirri niðurstöðu í fyllingu tímans að þeir einstaklingar sem íslenska ríkið kaus að sækja til refsiábyrgðar vegna efnahagshrunsins hafi ekki hlotið réttláta málsmeðferð fyrir dómi.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun