Írinn borgar þrjár íbúðir en Íslendingurinn tvær Haraldur Ólafsson skrifar 26. apríl 2013 06:00 Fáar þjóðsögur eru lífseigari en sú að lánsfé sé óhemju dýrt á Íslandi, nema ef vera skyldi sú saga að með innlimun landsins í Evrópusambandið opnist flóðgáttir ódýrra peninga sem rigna muni yfir Íslendinga. Viðskiptablaðið hefur eftir ummæli Björgvins G. Sigurðssonar á Alþingi 13. mars sl. um að Íslendingar greiði sem nemur aukaíbúð umfram aðra í formi hárra vaxta. Í Fréttablaðinu 10. apríl segir Magnús Orri Schram að Íslendingar borgi miklu meira fyrir íbúðir en aðrir. Ekki ósvipað stef kveður Mörður Árnason í Fréttablaðinu 18. apríl og margir aðrir hafa haft svipuð orð, oft í sama mund og vistin í Evrópusambandinu er lofuð og prísuð. Raunvextir mæla verð á lánsfé, en það eru vextir að frádreginni verðbólgu. 7% vextir í 5% verðbólgu samsvara nærri 2% raunvöxtum. Fáir mundu telja slíkt leiguverð á peningum tilefni til sárra kvartana, þótt einhverjum gæti þótt 7% hátt hlutfall við fyrstu sýn. Miðað við verðbólgu 2012 og lán með föstum vöxtum til 5 ára í Arion banka eru raunvextir húsnæðisláns á Íslandi 2,3%. Í því evrulandi sem næst okkur er, Írlandi, eru raunvextir húsnæðislána í Írlandsbanka reiknaðir með sama hætti 3,6%. Að gefnum þessum forsendum óbreyttum og eins að tekið sé kúlulán fyrir öllu kaupverðinu má segja til samræmis við það orðfæri sem nú er vinsælt að eftir 30 ár borgi Íslendingurinn tæpar tvær íbúðir en Írinn tæpar þrjár íbúðir. Ekkert segir þó að þessi munur geti ekki breyst í hvora áttina sem er. Eins má vafalaust finna staði í Evrópu þar sem kjörin eru ýmist lakari eða betri fyrir lántaka en í Írlandsbanka. Íslendingar sem tekið hafa óverðtryggð lán hafa undanfarin ár borgað ívið minna fyrir húsnæðislán en ýmsir aðrir íbúar Evrópu, en það hefur ekki alltaf verið þannig. Raunvextir á Íslandi hafa oft verið1-2 prósentustigum hærri en í nágrannalöndunum. Það ætti ekki að koma á óvart. Vextir ráðast m.a. af aldri einstaklinga í samfélaginu og vilja til sparnaðar, en hvorugt vinnur með lágum vöxtum á Íslandi. Ekki er á hinn bóginn augljóst samhengi milli stærðar myntsvæða og raunvaxta, enda eru raunvextir ekki bara breytilegir í tíma heldur líka milli landa á sama myntsvæði og jafnvel milli hreppa í sama landi. Eins er peningur misdýr eftir því hver lánar. Það þekkja þeir sem flutt hafa viðskipti sín milli banka eða sjóða á Íslandi. Einhvern tímann gæti sú staða komið upp að verð á lánsfé verði hátt á Íslandi, svo hátt að menn vilji grípa í taumana. Þá eru hæg heimatökin, því til er kerfi vaxtabóta og fjármagnstekjuskatts sem stilla má með einu pennastriki. Nú þegar er það kerfi reyndar keyrt á fullu þrátt fyrir að raunvextir séu lágir. Nú er það svo að fyrrnefndir frambjóðendur sem tóku til máls um verð á lánsfé eru sómamenn, enda hafa þeir allir gefið kost á sér til að sinna fremur vanþakklátum þjónustustörfum fyrir þjóðina. Skiljanlega hafa þeir ekki haft tækifæri til að fara yfir skrýtnar vaxtatölur sem sveima um í umræðunni eins og draugar að nóttu. Þeim gefst vonandi góður tími til þess eftir kosningar. Aðrir ákafamenn um innlimun Íslands í Evrópusambandið ættu svo að leita að öðrum og betri rökum en að með aðild Íslands komi miklir og ódýrir leigupeningar. Sú leit gæti reynst erfið og þá er hægast að hætta henni og snúa sér að þarfari málum. Það yrði auðvitað best fyrir alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Haraldur Ólafsson Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Baráttumaður fyrir friði – til minningar um Uri Avnery Einar Steinn Valgarðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Fáar þjóðsögur eru lífseigari en sú að lánsfé sé óhemju dýrt á Íslandi, nema ef vera skyldi sú saga að með innlimun landsins í Evrópusambandið opnist flóðgáttir ódýrra peninga sem rigna muni yfir Íslendinga. Viðskiptablaðið hefur eftir ummæli Björgvins G. Sigurðssonar á Alþingi 13. mars sl. um að Íslendingar greiði sem nemur aukaíbúð umfram aðra í formi hárra vaxta. Í Fréttablaðinu 10. apríl segir Magnús Orri Schram að Íslendingar borgi miklu meira fyrir íbúðir en aðrir. Ekki ósvipað stef kveður Mörður Árnason í Fréttablaðinu 18. apríl og margir aðrir hafa haft svipuð orð, oft í sama mund og vistin í Evrópusambandinu er lofuð og prísuð. Raunvextir mæla verð á lánsfé, en það eru vextir að frádreginni verðbólgu. 7% vextir í 5% verðbólgu samsvara nærri 2% raunvöxtum. Fáir mundu telja slíkt leiguverð á peningum tilefni til sárra kvartana, þótt einhverjum gæti þótt 7% hátt hlutfall við fyrstu sýn. Miðað við verðbólgu 2012 og lán með föstum vöxtum til 5 ára í Arion banka eru raunvextir húsnæðisláns á Íslandi 2,3%. Í því evrulandi sem næst okkur er, Írlandi, eru raunvextir húsnæðislána í Írlandsbanka reiknaðir með sama hætti 3,6%. Að gefnum þessum forsendum óbreyttum og eins að tekið sé kúlulán fyrir öllu kaupverðinu má segja til samræmis við það orðfæri sem nú er vinsælt að eftir 30 ár borgi Íslendingurinn tæpar tvær íbúðir en Írinn tæpar þrjár íbúðir. Ekkert segir þó að þessi munur geti ekki breyst í hvora áttina sem er. Eins má vafalaust finna staði í Evrópu þar sem kjörin eru ýmist lakari eða betri fyrir lántaka en í Írlandsbanka. Íslendingar sem tekið hafa óverðtryggð lán hafa undanfarin ár borgað ívið minna fyrir húsnæðislán en ýmsir aðrir íbúar Evrópu, en það hefur ekki alltaf verið þannig. Raunvextir á Íslandi hafa oft verið1-2 prósentustigum hærri en í nágrannalöndunum. Það ætti ekki að koma á óvart. Vextir ráðast m.a. af aldri einstaklinga í samfélaginu og vilja til sparnaðar, en hvorugt vinnur með lágum vöxtum á Íslandi. Ekki er á hinn bóginn augljóst samhengi milli stærðar myntsvæða og raunvaxta, enda eru raunvextir ekki bara breytilegir í tíma heldur líka milli landa á sama myntsvæði og jafnvel milli hreppa í sama landi. Eins er peningur misdýr eftir því hver lánar. Það þekkja þeir sem flutt hafa viðskipti sín milli banka eða sjóða á Íslandi. Einhvern tímann gæti sú staða komið upp að verð á lánsfé verði hátt á Íslandi, svo hátt að menn vilji grípa í taumana. Þá eru hæg heimatökin, því til er kerfi vaxtabóta og fjármagnstekjuskatts sem stilla má með einu pennastriki. Nú þegar er það kerfi reyndar keyrt á fullu þrátt fyrir að raunvextir séu lágir. Nú er það svo að fyrrnefndir frambjóðendur sem tóku til máls um verð á lánsfé eru sómamenn, enda hafa þeir allir gefið kost á sér til að sinna fremur vanþakklátum þjónustustörfum fyrir þjóðina. Skiljanlega hafa þeir ekki haft tækifæri til að fara yfir skrýtnar vaxtatölur sem sveima um í umræðunni eins og draugar að nóttu. Þeim gefst vonandi góður tími til þess eftir kosningar. Aðrir ákafamenn um innlimun Íslands í Evrópusambandið ættu svo að leita að öðrum og betri rökum en að með aðild Íslands komi miklir og ódýrir leigupeningar. Sú leit gæti reynst erfið og þá er hægast að hætta henni og snúa sér að þarfari málum. Það yrði auðvitað best fyrir alla.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun