Vígamenn úr Mjölni slást við Breta og Íra Kristján Hjálmarsson skrifar 2. maí 2013 06:30 Jón Viðar Arnþórsson Bardagakappar úr íþróttafélaginu Mjölni gera víðreist á þessu ári. Fram undan eru bardagar á Englandi og Írlandi. Einn Mjölnismaðurinn enn ætlar að reyna fyrir sér sem atvinnumaður í haust. Félagið fær enga styrki til að senda keppendur út. Fimm vaskir kappar úr bardagaklúbbnum Mjölni taka þátt í bardagamótinu 10th Legion Champion Fighting sem fram fer í Hull á Englandi á laugardaginn kemur. Fjöldi bardaga fer fram um kvöldið, þar af fimm atvinnumannabardagar. Íslensku strákarnir eru margir að stíga sín fyrstu skref í keppni í blönduðum bardagalistum, MMA, en hafa þó æft íþróttina um þó nokkurt skeið. „Við höfum aldrei áður sent svona marga keppendur á mót,“ segir Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis. Tveir Íslendinganna munu berjast um titil eða belti á laugardaginn kemur, Diego Björn Valencia og Bjarki Þór Pálsson. „Diego á einn áhugamannabardaga að baki en hann hefur æft karate í fjölda ára og hefur mikla keppnisreynslu. Bjarki Þór vann báða áhugamannabardagana sína en hann stefnir á atvinnumennsku í MMA í haust,“ segir formaðurinn. Mótið á laugardaginn kemur er það fyrsta af mörgum sem Mjölnir sendir keppendur á. Þrír Mjölnismenn fara á mót á Írlandi eftir rúmar tvær vikur og áðurnefndur Bjarki Þór mun keppa í Cage Warrior-mótinu, sem er eitt það stærsta í Evrópu, stuttu eftir það. Það er því óhætt að segja að Mjölnir sé á miklu flugi um þessar mundir. „Ég bjóst aldrei við því að þetta myndi gerast svona hratt,“ segir Jón Viðar. „Þetta verður mikið keppnisár hjá okkur.“ Eins og gefur að skilja er kostnaðurinn við keppnisferðir mikill. Mjölnir fær ekki aðild að Íþróttasambandi Íslands, auk þess sem áhugamenn í blönduðum bardagalistum fá ekki greitt fyrir bardaga. Mjölnir reynir af fremsta megni að styðja við keppnislið sitt og rennur hluti félagsgjalda í að greiða fyrir ferðirnar. Bardagakapparnir sjálfir bera síðan töluverðan kostnað sjálfir. Gunnar Nelson, skærasta stjarna Mjölnismanna, er meiddur en keppir væntanlega í UFC-mótaröðinni seinna á árinu. Árni Ísaksson, einn reyndasti kappi Mjölnismanna, mun einnig keppa síðar á árinu og sem fyrr segir mun Bjarki Þór reyna fyrir sér í Cage Warrior, en hann ætlar að reyna fyrir sér sem atvinnumaður í haust. Jón Viðar telur að Bjarki geti náð langt. „Hann æfir eins og skepna, hefur mikinn áhuga og er mjög hæfileikaríkur.“ Íþróttir Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Bournemouth | Gestirnir sækja í átt að Evrópu Í beinni: Chelsea - Leicester | Maresca-slagurinn Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Úrslitin ráðast í úrvalsdeildinni í keilu Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Danski dómarinn aftur á börum af velli „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Svindlaði á öllum lyfjaprófum Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Dagskráin í dag: Sunnudagssæla Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan Valur tímabundið á toppinn Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Fullkominn bikardagur KA „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Einar Árni verður íþróttastjóri Njarðvíkur Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum KA vann bikarinn í tíunda sinn: Brostum og vissum að það færi í taugarnar á þeim Sjá meira
Bardagakappar úr íþróttafélaginu Mjölni gera víðreist á þessu ári. Fram undan eru bardagar á Englandi og Írlandi. Einn Mjölnismaðurinn enn ætlar að reyna fyrir sér sem atvinnumaður í haust. Félagið fær enga styrki til að senda keppendur út. Fimm vaskir kappar úr bardagaklúbbnum Mjölni taka þátt í bardagamótinu 10th Legion Champion Fighting sem fram fer í Hull á Englandi á laugardaginn kemur. Fjöldi bardaga fer fram um kvöldið, þar af fimm atvinnumannabardagar. Íslensku strákarnir eru margir að stíga sín fyrstu skref í keppni í blönduðum bardagalistum, MMA, en hafa þó æft íþróttina um þó nokkurt skeið. „Við höfum aldrei áður sent svona marga keppendur á mót,“ segir Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis. Tveir Íslendinganna munu berjast um titil eða belti á laugardaginn kemur, Diego Björn Valencia og Bjarki Þór Pálsson. „Diego á einn áhugamannabardaga að baki en hann hefur æft karate í fjölda ára og hefur mikla keppnisreynslu. Bjarki Þór vann báða áhugamannabardagana sína en hann stefnir á atvinnumennsku í MMA í haust,“ segir formaðurinn. Mótið á laugardaginn kemur er það fyrsta af mörgum sem Mjölnir sendir keppendur á. Þrír Mjölnismenn fara á mót á Írlandi eftir rúmar tvær vikur og áðurnefndur Bjarki Þór mun keppa í Cage Warrior-mótinu, sem er eitt það stærsta í Evrópu, stuttu eftir það. Það er því óhætt að segja að Mjölnir sé á miklu flugi um þessar mundir. „Ég bjóst aldrei við því að þetta myndi gerast svona hratt,“ segir Jón Viðar. „Þetta verður mikið keppnisár hjá okkur.“ Eins og gefur að skilja er kostnaðurinn við keppnisferðir mikill. Mjölnir fær ekki aðild að Íþróttasambandi Íslands, auk þess sem áhugamenn í blönduðum bardagalistum fá ekki greitt fyrir bardaga. Mjölnir reynir af fremsta megni að styðja við keppnislið sitt og rennur hluti félagsgjalda í að greiða fyrir ferðirnar. Bardagakapparnir sjálfir bera síðan töluverðan kostnað sjálfir. Gunnar Nelson, skærasta stjarna Mjölnismanna, er meiddur en keppir væntanlega í UFC-mótaröðinni seinna á árinu. Árni Ísaksson, einn reyndasti kappi Mjölnismanna, mun einnig keppa síðar á árinu og sem fyrr segir mun Bjarki Þór reyna fyrir sér í Cage Warrior, en hann ætlar að reyna fyrir sér sem atvinnumaður í haust. Jón Viðar telur að Bjarki geti náð langt. „Hann æfir eins og skepna, hefur mikinn áhuga og er mjög hæfileikaríkur.“
Íþróttir Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Bournemouth | Gestirnir sækja í átt að Evrópu Í beinni: Chelsea - Leicester | Maresca-slagurinn Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Úrslitin ráðast í úrvalsdeildinni í keilu Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Danski dómarinn aftur á börum af velli „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Svindlaði á öllum lyfjaprófum Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Dagskráin í dag: Sunnudagssæla Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan Valur tímabundið á toppinn Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Fullkominn bikardagur KA „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Einar Árni verður íþróttastjóri Njarðvíkur Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum KA vann bikarinn í tíunda sinn: Brostum og vissum að það færi í taugarnar á þeim Sjá meira