Mikil tækifæri í Kína fyrir þá þolinmóðu Þorgils Jónsson skrifar 3. maí 2013 07:00 Magnús Bjarnason Mikil tækifæri bíða íslenskra útflutningsfyrirtækja í Kína eftir að fríverslunarsamningur Íslands við Kína tekur gildi. Þetta sagði Magnús Bjarnason, forstjóri Icelandic Group, í erindi sínu á kynningarfundi sem Íslensk-kínverska verslunarráðið stóð fyrir í gær. Þolinmæði sé þó nauðsynleg. Íslensk og kínversk stjórnvöld undirrituðu um miðjan síðasta mánuð samning sem felur í sér afnám tolla af öllum helstu útflutningsvörum Íslendinga til Kína. Þar á meðal eru allar sjávarafurðir, en algengir tollar af þeim eru nú á bilinu tíu til tólf prósent. Sjávarafurðir eru sem stendur 90% af íslenskum útflutningi til Kína, þó að það sé ekki umtalsverður hluti af heildarútflutningi Íslands. „Hins vegar eru vaxtartækifærin gríðarleg og ef við horfum á umfang íslensks sjávarútvegs er ljóst að við getum spilað ákveðna rullu í Kína,“ segir Magnús og bætir við að Icelandic Group hafi unnið að því að koma sér upp vinnslu í Kína frá því seint á síðasta ári. Kína hefur verið mikilvægur markaður fyrir afurðir sem hafa ekki gengið eins vel í hefðbundna markaði, til dæmis sæbjúgu, grásleppu og grálúðu, en Magnús segir efnahagslega framþróun síðustu ára í Kína skila sér í breyttu neyslumynstri. „Það er gott að eiga markað í Kína fyrir afurðir sem aðrir vilja síður, en ég held hins vegar að við þurfum að fylgja fordæmi þeirra sem hafa náð mestum árangri í Kína, og það er að bjóða upp á bestu hugsanlegu lausnir.“ Magnús segir kínverska neytendur afar kröfuharða og þeir velji aðeins það besta. Lykillinn að árangri í Kína sé því að bjóða neytendum upp á sömu vörur og seldar eru á þróaðri markaði, til dæmis til Bretlands. „Þarna eru mikil tækifæri fyrir þá sem hafa þolinmæði til að byggja upp markaðina, hvort sem um er að ræða sjávarútveg eða aðrar greinar.“ Alþingi á eftir að samþykkja samninginn til að hann öðlist gildi, en Bergdís Ellertsdóttir, sendiherra og aðalsamningamaður Íslands, sagði á fundinum að vonast væri til þess að samningurinn kæmi fyrir haustþing og tæki gildi í upphafi næsta árs. Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Stýrivextir óbreyttir Viðskipti innlent Bankahólfið: Hógværir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Sjá meira
Mikil tækifæri bíða íslenskra útflutningsfyrirtækja í Kína eftir að fríverslunarsamningur Íslands við Kína tekur gildi. Þetta sagði Magnús Bjarnason, forstjóri Icelandic Group, í erindi sínu á kynningarfundi sem Íslensk-kínverska verslunarráðið stóð fyrir í gær. Þolinmæði sé þó nauðsynleg. Íslensk og kínversk stjórnvöld undirrituðu um miðjan síðasta mánuð samning sem felur í sér afnám tolla af öllum helstu útflutningsvörum Íslendinga til Kína. Þar á meðal eru allar sjávarafurðir, en algengir tollar af þeim eru nú á bilinu tíu til tólf prósent. Sjávarafurðir eru sem stendur 90% af íslenskum útflutningi til Kína, þó að það sé ekki umtalsverður hluti af heildarútflutningi Íslands. „Hins vegar eru vaxtartækifærin gríðarleg og ef við horfum á umfang íslensks sjávarútvegs er ljóst að við getum spilað ákveðna rullu í Kína,“ segir Magnús og bætir við að Icelandic Group hafi unnið að því að koma sér upp vinnslu í Kína frá því seint á síðasta ári. Kína hefur verið mikilvægur markaður fyrir afurðir sem hafa ekki gengið eins vel í hefðbundna markaði, til dæmis sæbjúgu, grásleppu og grálúðu, en Magnús segir efnahagslega framþróun síðustu ára í Kína skila sér í breyttu neyslumynstri. „Það er gott að eiga markað í Kína fyrir afurðir sem aðrir vilja síður, en ég held hins vegar að við þurfum að fylgja fordæmi þeirra sem hafa náð mestum árangri í Kína, og það er að bjóða upp á bestu hugsanlegu lausnir.“ Magnús segir kínverska neytendur afar kröfuharða og þeir velji aðeins það besta. Lykillinn að árangri í Kína sé því að bjóða neytendum upp á sömu vörur og seldar eru á þróaðri markaði, til dæmis til Bretlands. „Þarna eru mikil tækifæri fyrir þá sem hafa þolinmæði til að byggja upp markaðina, hvort sem um er að ræða sjávarútveg eða aðrar greinar.“ Alþingi á eftir að samþykkja samninginn til að hann öðlist gildi, en Bergdís Ellertsdóttir, sendiherra og aðalsamningamaður Íslands, sagði á fundinum að vonast væri til þess að samningurinn kæmi fyrir haustþing og tæki gildi í upphafi næsta árs.
Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Stýrivextir óbreyttir Viðskipti innlent Bankahólfið: Hógværir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Sjá meira