Ouagadougou Sigríður Víðis Jónsdóttir skrifar 23. maí 2013 07:00 Næringarspítalar eru skrýtnir staðir. Lífshættulega vannærð börn liggja um allt og halda ekki höfði. Sum börnin enduðu hér eftir að hafa drukkið óhreint vatn heima sem olli endurteknum magakveisum og niðurgangi. Hjá öðrum var ekki nóg til að borða á heimilinu. Sum komu í kjölfar þess að hafa fengið malaríu eða aðra sjúkdóma. Á einum slíkum spítala horfir áhyggjufull amma fast á mig. Ég brosi skakkt á móti, stödd í Búrkína Fasó sem ég hafði grínast með að kalla Fjarskanistan þar sem fæstir vissu hvar það væri. Höfuðborgin héti í ofanálag Ouagadougou, sem ég hafði gert fimm tilraunir til að læra að stafsetja. En hér er ég nú, stödd á sjúkrahúsi sem heimsforeldrar UNICEF styðja og fyrir framan mig er hlýleg kona að sligast af áhyggjum. Ömmubarnið hennar, lítil stúlka, er skelfilega vannært. Ljóst er að hún á ekki mikið eftir. Sem betur fer eru börnin í kring öll að braggast. Um kvöldið á ég erfitt með að sofna. Hvað verður um þá litlu? Og hvernig á ég að miðla því til fólks heima að það sem gerist hér komi því við? Að þökk sé mánaðarlegu framlagi almennings megi gera hluti sem annars hefði ekki verið hægt að gera, til dæmis hjálpa börnunum á sjúkrahúsinu? Ouagadougou heimsins eru mörg: Staðir sem vekja upp framandleika og virðast í órafjarlægð en eru oft miklu nær en við höldum. Staðir þar sem bæði glatt og leitt fólk býr; fólk sem þarf að borða og sofa og verður áhyggjufullt þegar börn þess veikjast. Á endanum er þetta ekki flókið: Öll erum við eins inni við beinið og hvert upp á annað komið. Sum okkar eru aflögufær, önnur ekki. Það hlýtur að teljast skynsamlegt að þau sem geta deilt með sér komi öðrum til aðstoðar. Á hverjum degi eru kraftaverk unnin víða um heim. Baráttan gegn barnadauða hefur sem dæmi skilað ótrúlegum árangri og barnadauði minnkað um þriðjung á sl. 10 árum. Viti menn, litla stúlkan sem var í lífshættu á spítalanum braggaðist á endanum og fékk að fara heim til sín. Meðferð hennar kostaði 12.500 krónur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Víðis Jónsdóttir Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Næringarspítalar eru skrýtnir staðir. Lífshættulega vannærð börn liggja um allt og halda ekki höfði. Sum börnin enduðu hér eftir að hafa drukkið óhreint vatn heima sem olli endurteknum magakveisum og niðurgangi. Hjá öðrum var ekki nóg til að borða á heimilinu. Sum komu í kjölfar þess að hafa fengið malaríu eða aðra sjúkdóma. Á einum slíkum spítala horfir áhyggjufull amma fast á mig. Ég brosi skakkt á móti, stödd í Búrkína Fasó sem ég hafði grínast með að kalla Fjarskanistan þar sem fæstir vissu hvar það væri. Höfuðborgin héti í ofanálag Ouagadougou, sem ég hafði gert fimm tilraunir til að læra að stafsetja. En hér er ég nú, stödd á sjúkrahúsi sem heimsforeldrar UNICEF styðja og fyrir framan mig er hlýleg kona að sligast af áhyggjum. Ömmubarnið hennar, lítil stúlka, er skelfilega vannært. Ljóst er að hún á ekki mikið eftir. Sem betur fer eru börnin í kring öll að braggast. Um kvöldið á ég erfitt með að sofna. Hvað verður um þá litlu? Og hvernig á ég að miðla því til fólks heima að það sem gerist hér komi því við? Að þökk sé mánaðarlegu framlagi almennings megi gera hluti sem annars hefði ekki verið hægt að gera, til dæmis hjálpa börnunum á sjúkrahúsinu? Ouagadougou heimsins eru mörg: Staðir sem vekja upp framandleika og virðast í órafjarlægð en eru oft miklu nær en við höldum. Staðir þar sem bæði glatt og leitt fólk býr; fólk sem þarf að borða og sofa og verður áhyggjufullt þegar börn þess veikjast. Á endanum er þetta ekki flókið: Öll erum við eins inni við beinið og hvert upp á annað komið. Sum okkar eru aflögufær, önnur ekki. Það hlýtur að teljast skynsamlegt að þau sem geta deilt með sér komi öðrum til aðstoðar. Á hverjum degi eru kraftaverk unnin víða um heim. Baráttan gegn barnadauða hefur sem dæmi skilað ótrúlegum árangri og barnadauði minnkað um þriðjung á sl. 10 árum. Viti menn, litla stúlkan sem var í lífshættu á spítalanum braggaðist á endanum og fékk að fara heim til sín. Meðferð hennar kostaði 12.500 krónur.
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar