Pistillinn sem aldrei varð Sara MacMahon skrifar 28. maí 2013 07:00 Þessi pistill átti að fjalla um eitthvað allt annað. Hann átti að taka á samfélagsmeinum á hnyttinn og skemmtilegan hátt. En því miður gleymdi ég umfjöllunarefninu og get ómögulega munað það aftur. Það er nefnilega þannig að ég er orðin frekar gleymin með aldrinum. Skrifi ég hugmyndir ekki niður um leið og þeim lýstur í huga minn eru þær horfnar jafn skjótt og þær komu. Það sama á við um dagsverkin; þau þarf að skrá niður, annars gleymi ég að inna þau af hendi. Afmæli og stefnumót þarf ég líka að punkta niður í dagatalið. Það kemur ítrekað fyrir að ég sitji heima í stofu, standi þá skyndilega upp og rölti fram. Þegar fram er komið man ég ekki lengur hvert erindið var. Ætlaði ég ef til vill að ná í eitthvað? Kannski þurfti að kanna eitthvert hljóð? Á endanum neyðist ég þó til þess að snúa aftur á fyrri stað, einskis vísari um tilgang ferðarinnar. Undanfarið hef ég líka ítrekað gerst sek um að gleyma að slökkva undir eldavélarhellunum. Slíkt getur auðvitað verið stórhættulegt og veldur mér og sambýlingnum miklum áhyggjum. Þrátt fyrir ungan aldur pistilshöfunds fer minninu stöðugt hrakandi og suma daga er það svo slæmt að ég man ekki einu sinni eigið símanúmer. Líf mitt snýst um það að skrásetja allt svo engu sé gleymt. Dagatöl eru útkrotuð, handarbökin tvö líka, og síminn minn pípir reglulega með áminningar um yfirvofandi læknisheimsóknir. Hefði ég haft vit á að skrifa niður hina skemmtilegu hugmynd sem ég fékk fyrir nokkru værir þú, lesandi góður, núna að lesa eitthvað allt annað og skemmtilegra. Þess í stað situr þú uppi með þetta pistlaskrípi. En snúum okkur aftur að kjarna máls míns: gleymskunni. Friedrich Nietzsche sagði eitt sinn: „Kosturinn við slæmt minni er sá að maður nýtur mörgum sinnum sama góða hlutarins sem það væri í fyrsta sinn.“ Ég kýs að taka Nietzsche trúanlegan og í stað þess að gráta minnið ætla ég að einbeita mér að því að njóta alls þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Aftur og aftur og aftur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara McMahon Mest lesið Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Þessi pistill átti að fjalla um eitthvað allt annað. Hann átti að taka á samfélagsmeinum á hnyttinn og skemmtilegan hátt. En því miður gleymdi ég umfjöllunarefninu og get ómögulega munað það aftur. Það er nefnilega þannig að ég er orðin frekar gleymin með aldrinum. Skrifi ég hugmyndir ekki niður um leið og þeim lýstur í huga minn eru þær horfnar jafn skjótt og þær komu. Það sama á við um dagsverkin; þau þarf að skrá niður, annars gleymi ég að inna þau af hendi. Afmæli og stefnumót þarf ég líka að punkta niður í dagatalið. Það kemur ítrekað fyrir að ég sitji heima í stofu, standi þá skyndilega upp og rölti fram. Þegar fram er komið man ég ekki lengur hvert erindið var. Ætlaði ég ef til vill að ná í eitthvað? Kannski þurfti að kanna eitthvert hljóð? Á endanum neyðist ég þó til þess að snúa aftur á fyrri stað, einskis vísari um tilgang ferðarinnar. Undanfarið hef ég líka ítrekað gerst sek um að gleyma að slökkva undir eldavélarhellunum. Slíkt getur auðvitað verið stórhættulegt og veldur mér og sambýlingnum miklum áhyggjum. Þrátt fyrir ungan aldur pistilshöfunds fer minninu stöðugt hrakandi og suma daga er það svo slæmt að ég man ekki einu sinni eigið símanúmer. Líf mitt snýst um það að skrásetja allt svo engu sé gleymt. Dagatöl eru útkrotuð, handarbökin tvö líka, og síminn minn pípir reglulega með áminningar um yfirvofandi læknisheimsóknir. Hefði ég haft vit á að skrifa niður hina skemmtilegu hugmynd sem ég fékk fyrir nokkru værir þú, lesandi góður, núna að lesa eitthvað allt annað og skemmtilegra. Þess í stað situr þú uppi með þetta pistlaskrípi. En snúum okkur aftur að kjarna máls míns: gleymskunni. Friedrich Nietzsche sagði eitt sinn: „Kosturinn við slæmt minni er sá að maður nýtur mörgum sinnum sama góða hlutarins sem það væri í fyrsta sinn.“ Ég kýs að taka Nietzsche trúanlegan og í stað þess að gráta minnið ætla ég að einbeita mér að því að njóta alls þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Aftur og aftur og aftur.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun