Til hamingju Ísland eða hvað? 30. maí 2013 07:00 Það eru margir sem fá hamingjuóskir þessa dagana enda tími skólaslita og útskrifta. Við getum verið stolt af þeim sem klára áfanga og halda til starfa í samfélaginu eða til áframhaldandi náms. Við gleðjumst yfir þessu en það hefur líka komið fram að margir heltast úr lestinni í framhaldsskóla. „Þurfum þjóðarátak gegn brottfalli,“ sagði Skúli Helgason alþingismaður í grein í Fréttatímanum 26. október 2012 og bætti við: „Það er engan veginn ásættanlegt að upp undir þriðjungur nemenda í framhaldsskóla hrökklist frá námi án þess að fá viðunandi þjónustu.“ Lóa Pind Aldísardóttir fjallar af sinni alkunnu snilld um þetta málefni á Stöð 2 þessa dagana í þáttunum Tossarnir.129 ungmenni fengið stuðning Hjálparstarf kirkjunnar vill leggja lóð á vogarskálarnar til að fækka þeim sem hætta námi. Staðreyndin er sú að erfið fjárhagsstaða fjölskyldna getur bitnað á framhaldsskólanámi ungmenna. Námsgögn, skólagjöld, kaup á tölvu, sem í sumu námi er nauðsynleg, og annar kostnaður vegna námsins getur orðið hindrun í að ljúka námi. Þegar fjárhagsstaðan er erfið eru öll útgjöld há. Hjálparstarfið hefur stofnað Framtíðarsjóð sem styður ungmenni 16-20 ára til stúdentsprófs, sveinsprófs eða annars sem leiðir til starfsréttinda eða opnar leið til háskólanáms. Þannig léttum við undir, ekki bara á einni önn heldur eins lengi og þarf til að ljúka námi. 129 ungmenni úr 18 sveitarfélögum fengu stuðning á síðasta skólaári. Margir hafa lokið námi með starfsréttindi og hafa hafið störf, aðrir hafa hafið háskólanám.Útskriftargjöf sem gefur Hvernig getum við um leið og við gleðjumst með þeim sem útskrifast úr námi gert öðrum kleift að ljúka námi? Jú, með því að gefa í útskriftargjöf gjafabréfið Framtíðarsjóður sem hægt er að kaupa á skrifstofu Hjálparstarfsins eða á vefsíðunni gjöfsemgefur.is. Þá fær útskriftarneminn persónulegar hamingjuóskir um leið og hann getur lesið á gjafabréfinu upplýsingar um Framtíðarsjóðinn, hvernig hann gerir gæfumuninn fyrir aðra sem annars hefðu á hættu að geta ekki lokið námi. Það skiptir nefnilega máli að fleiri fái að heyra: „Til hamingju með áfangann!“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Það eru margir sem fá hamingjuóskir þessa dagana enda tími skólaslita og útskrifta. Við getum verið stolt af þeim sem klára áfanga og halda til starfa í samfélaginu eða til áframhaldandi náms. Við gleðjumst yfir þessu en það hefur líka komið fram að margir heltast úr lestinni í framhaldsskóla. „Þurfum þjóðarátak gegn brottfalli,“ sagði Skúli Helgason alþingismaður í grein í Fréttatímanum 26. október 2012 og bætti við: „Það er engan veginn ásættanlegt að upp undir þriðjungur nemenda í framhaldsskóla hrökklist frá námi án þess að fá viðunandi þjónustu.“ Lóa Pind Aldísardóttir fjallar af sinni alkunnu snilld um þetta málefni á Stöð 2 þessa dagana í þáttunum Tossarnir.129 ungmenni fengið stuðning Hjálparstarf kirkjunnar vill leggja lóð á vogarskálarnar til að fækka þeim sem hætta námi. Staðreyndin er sú að erfið fjárhagsstaða fjölskyldna getur bitnað á framhaldsskólanámi ungmenna. Námsgögn, skólagjöld, kaup á tölvu, sem í sumu námi er nauðsynleg, og annar kostnaður vegna námsins getur orðið hindrun í að ljúka námi. Þegar fjárhagsstaðan er erfið eru öll útgjöld há. Hjálparstarfið hefur stofnað Framtíðarsjóð sem styður ungmenni 16-20 ára til stúdentsprófs, sveinsprófs eða annars sem leiðir til starfsréttinda eða opnar leið til háskólanáms. Þannig léttum við undir, ekki bara á einni önn heldur eins lengi og þarf til að ljúka námi. 129 ungmenni úr 18 sveitarfélögum fengu stuðning á síðasta skólaári. Margir hafa lokið námi með starfsréttindi og hafa hafið störf, aðrir hafa hafið háskólanám.Útskriftargjöf sem gefur Hvernig getum við um leið og við gleðjumst með þeim sem útskrifast úr námi gert öðrum kleift að ljúka námi? Jú, með því að gefa í útskriftargjöf gjafabréfið Framtíðarsjóður sem hægt er að kaupa á skrifstofu Hjálparstarfsins eða á vefsíðunni gjöfsemgefur.is. Þá fær útskriftarneminn persónulegar hamingjuóskir um leið og hann getur lesið á gjafabréfinu upplýsingar um Framtíðarsjóðinn, hvernig hann gerir gæfumuninn fyrir aðra sem annars hefðu á hættu að geta ekki lokið námi. Það skiptir nefnilega máli að fleiri fái að heyra: „Til hamingju með áfangann!“
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun