Raddirnar eru þagnaðar Ingimar Einarsson skrifar 6. júní 2013 08:50 Á fyrstu árum nýrrar aldar efndi Evrópuskrifstofa Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar til nokkurra málþinga um framtíðarþróun heilbrigðismála. Í Madríd var fjallað um viðbrögð við heilbrigðisvá árið 2003, í Reykjavík var umræðuefnið upplýsingamiðlun í neyðarástandi árið 2004, í Erpfendorf í Austurríki var sjónum beint að öryggi sjúklinga árið 2005, í Amsterdam var viðfangsefnið almenningsþátttaka í ákvörðunum um heilbrigðismál árið 2006 og í Kaupmannahöfn var viðbúnaður gegn heimsinflúensu á dagskrá árið 2007.Almenningsþátttaka Þessi málþing voru mikilvægir viðburðir sem veittu sérhverju aðildarríki WHO í Evrópu tækifæri til að bera sig saman við önnur ríki í álfunni. Á fundinum í Amsterdam kom greinilega fram að við stjórnun heilbrigðismála síðustu áratugi 20. aldar og á fyrsta áratug þessarar aldar í Evrópu hafi víðast verið lögð áhersla á að tryggja þátttöku hins almenna borgara í bæði einstaklingsbundnum og samfélagslegum ákvörðunum um heilbrigðismál. Þannig hafi rödd almennings heyrst meira en áður, sjúklingar fengið upplýsingar um hvers konar þjónusta væri í boði á hverjum stað og fulltrúum starfsmanna, sem og íbúum nærliggjandi byggðarlaga, verið tryggt sæti í stjórnum heilbrigðisstofnana. Réttindi sjúklinga Á fundinum í Amsterdam árið 2006 gerði ég grein fyrir því að líkt og annars staðar í Evrópu hefði almenningsþátttaka í stjórnun heilbrigðisstofnana á Íslandi og starfsemi sjúklingafélaga farið vaxandi. Lög um réttindi sjúklinga, sem tóku gildi 1. júlí 1997, hefðu verið mikilvægur áfangi í að tryggja aukin réttindi sjúklinga. Sjúklingafélög og margvísleg önnur frjáls félagasamtök gegndu jafnframt mikilvægu hlutverki í heilbrigðisþjónustunni. Ekki aðeins varðandi fjáröflun og tækjakaup, heldur einnig hvað varðar ýmiss konar stuðning við einstaka sjúklingahópa. Það vakti því nokkra athygli þegar fram kom á málþinginu að stjórnir flestra sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva á Íslandi hefðu þá nýlega, eða árið 2003, verið lagðar niður. Þátttakendur í málþinginu töldu að slíkt kynni ekki góðri lukku að stýra. Framkvæmdastjórnir taka yfir Í framhaldi af samþykkt nýrra laga á Íslandi um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007 leystu framkvæmdastjórnir heilbrigðisstofnana endanlega af hólmi hinar hefðbundnu stjórnir stóru sjúkrahúsanna. Hinar eiginlegu stjórnir heilbrigðisstofnana ganga nú undir nafninu framkvæmdastjórn og í þeim eiga sæti forstjóri, framkvæmdastjóri lækninga og framkvæmdastjóri hjúkrunar og eftir atvikum aðrir faglegir yfirmenn. Framkvæmdastjórnunum er nú nánast í sjálfsvald sett að boða til upplýsinga- og samráðsfunda með starfsmönnum, auk þess sem þeim er aðeins ætlað að leitast við að upplýsa sveitastjórnir og notendur heilbrigðisþjónustu í viðkomandi umdæmi um starfsemi stofnunarinnar. Ekki fer miklum sögum af slíkum fundum.Heimatilbúinn vandi? Í ljósi þessara staðreynda vaknar óhjákvæmilega sú spurning hvort krísan sem íslenska heilbrigðiskerfið hefur gengið í gegnum hin síðustu ár sé ekki að einhverju leyti heimatilbúinn vandi. Niðurskurður á fjárveitingum hefur vissulega sett allri starfsemi tilteknar skorður en á sama tíma hafa heilbrigðisþjónustunni ekki verið sett nægjanlega metnaðarfull markmið eða pólitísk umfjöllun um málefni hennar staðið undir nafni. Enginn alþingismaður eða fulltrúi hinna pólitísku flokka á lengur sæti í stjórnum heilbrigðisstofnananna, enda hafa þær vikið fyrir hinum svonefndu framkvæmdastjórnum á hverjum stað. Fulltrúar starfsmanna og sveitarfélaga hafa heldur ekki lengur beinan aðgang að stjórnun stofnananna. Þær raddir fagfólks, sjúklinga og almennings sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsti eftir á fyrsta áratug þessarar aldar eru þagnaðar hér á landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingimar Einarsson Mest lesið Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Á fyrstu árum nýrrar aldar efndi Evrópuskrifstofa Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar til nokkurra málþinga um framtíðarþróun heilbrigðismála. Í Madríd var fjallað um viðbrögð við heilbrigðisvá árið 2003, í Reykjavík var umræðuefnið upplýsingamiðlun í neyðarástandi árið 2004, í Erpfendorf í Austurríki var sjónum beint að öryggi sjúklinga árið 2005, í Amsterdam var viðfangsefnið almenningsþátttaka í ákvörðunum um heilbrigðismál árið 2006 og í Kaupmannahöfn var viðbúnaður gegn heimsinflúensu á dagskrá árið 2007.Almenningsþátttaka Þessi málþing voru mikilvægir viðburðir sem veittu sérhverju aðildarríki WHO í Evrópu tækifæri til að bera sig saman við önnur ríki í álfunni. Á fundinum í Amsterdam kom greinilega fram að við stjórnun heilbrigðismála síðustu áratugi 20. aldar og á fyrsta áratug þessarar aldar í Evrópu hafi víðast verið lögð áhersla á að tryggja þátttöku hins almenna borgara í bæði einstaklingsbundnum og samfélagslegum ákvörðunum um heilbrigðismál. Þannig hafi rödd almennings heyrst meira en áður, sjúklingar fengið upplýsingar um hvers konar þjónusta væri í boði á hverjum stað og fulltrúum starfsmanna, sem og íbúum nærliggjandi byggðarlaga, verið tryggt sæti í stjórnum heilbrigðisstofnana. Réttindi sjúklinga Á fundinum í Amsterdam árið 2006 gerði ég grein fyrir því að líkt og annars staðar í Evrópu hefði almenningsþátttaka í stjórnun heilbrigðisstofnana á Íslandi og starfsemi sjúklingafélaga farið vaxandi. Lög um réttindi sjúklinga, sem tóku gildi 1. júlí 1997, hefðu verið mikilvægur áfangi í að tryggja aukin réttindi sjúklinga. Sjúklingafélög og margvísleg önnur frjáls félagasamtök gegndu jafnframt mikilvægu hlutverki í heilbrigðisþjónustunni. Ekki aðeins varðandi fjáröflun og tækjakaup, heldur einnig hvað varðar ýmiss konar stuðning við einstaka sjúklingahópa. Það vakti því nokkra athygli þegar fram kom á málþinginu að stjórnir flestra sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva á Íslandi hefðu þá nýlega, eða árið 2003, verið lagðar niður. Þátttakendur í málþinginu töldu að slíkt kynni ekki góðri lukku að stýra. Framkvæmdastjórnir taka yfir Í framhaldi af samþykkt nýrra laga á Íslandi um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007 leystu framkvæmdastjórnir heilbrigðisstofnana endanlega af hólmi hinar hefðbundnu stjórnir stóru sjúkrahúsanna. Hinar eiginlegu stjórnir heilbrigðisstofnana ganga nú undir nafninu framkvæmdastjórn og í þeim eiga sæti forstjóri, framkvæmdastjóri lækninga og framkvæmdastjóri hjúkrunar og eftir atvikum aðrir faglegir yfirmenn. Framkvæmdastjórnunum er nú nánast í sjálfsvald sett að boða til upplýsinga- og samráðsfunda með starfsmönnum, auk þess sem þeim er aðeins ætlað að leitast við að upplýsa sveitastjórnir og notendur heilbrigðisþjónustu í viðkomandi umdæmi um starfsemi stofnunarinnar. Ekki fer miklum sögum af slíkum fundum.Heimatilbúinn vandi? Í ljósi þessara staðreynda vaknar óhjákvæmilega sú spurning hvort krísan sem íslenska heilbrigðiskerfið hefur gengið í gegnum hin síðustu ár sé ekki að einhverju leyti heimatilbúinn vandi. Niðurskurður á fjárveitingum hefur vissulega sett allri starfsemi tilteknar skorður en á sama tíma hafa heilbrigðisþjónustunni ekki verið sett nægjanlega metnaðarfull markmið eða pólitísk umfjöllun um málefni hennar staðið undir nafni. Enginn alþingismaður eða fulltrúi hinna pólitísku flokka á lengur sæti í stjórnum heilbrigðisstofnananna, enda hafa þær vikið fyrir hinum svonefndu framkvæmdastjórnum á hverjum stað. Fulltrúar starfsmanna og sveitarfélaga hafa heldur ekki lengur beinan aðgang að stjórnun stofnananna. Þær raddir fagfólks, sjúklinga og almennings sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsti eftir á fyrsta áratug þessarar aldar eru þagnaðar hér á landi.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun