Vinnur við búningana í Game of Thrones Álfrún Pálsdóttir skrifar 13. júní 2013 08:00 „Þetta er skemmtilegasta vinna sem ég hef unnið á tímakaupi,“ segir listakonan Sylvía Dögg Halldórsdóttir sem landaði vinnu í búningadeild sjónvarpsþáttanna Game of Thrones. Sylvía er komin til Belfast á Írlandi þar sem tökur á fjórðu seríu sjónvarpsþáttanna vinsælu fara að mestu leyti fram en serían er væntanleg á skjáinn á næsta ári. „Þættirnir eru að stærstum hluta teknir á Írlandi og er myndverið sjálft og allar vinnustofurnar í Belfast. Við klárum tökur fyrir jól svo ég verð hér að minnsta kosti næsta hálfa árið,“ segir Sylvía, sem á fjögurra ára son, Andreas Halldór, sem er væntanlegur til Írlands ásamt móðursystur hennar um leið og Sylvía hefur komið sér almennilega fyrir. Sylvía er titlaður „break down artist“ sem tilheyrir búningadeildinni. Hún sér meðal annars um að láta búningana líta út fyrir að vera bæði notaða og veðraða og þannig passa hinum ýmsum kringumstæðum. Hún er menntaður myndlistarmaður frá Willem de Kooning Academy í Hollandi og hefur sett upp sýningar hérlendis og erlendis en hún gengur undir listamannsnafninu Lovetank. Tækifærið við sjónvarpsþættina kom upp í hendurnar á henni í fyrra er tökulið Game of Thrones var statt hér við gerð þriðju þáttaraðarinnar. „Ég var á leiðinni til Boston þegar ég fékk símtal frá Ellen Loftsdóttur, vinkonu minni, sem var að vinna hjá Pegasus. Það vantaði listamann til að mála á búningana sem voru í tökum þar og ég skipti því Boston út fyrir tökur á Mývatni,“ segir Sylvía og sér ekki eftir því í dag því henni bauðst svo vinna við fjórðu seríuna í kjölfarið. Hún segir starfsfólk Pegasus og írska tökuliðið hafa átt það sameiginlegt að vera yndislegt fólk sem hafði fagmennskuna í fyrirrúmi þannig að dvölin við Mývatni varð ógleymanleg. „Þessi þáttagerð er mjög umfangsmikil og mikið hæfileikafólk sem leggur hönd á plóg. Ég er að vinna með listamönnum alls staðar að úr heiminum svo óhætt er að segja að tengslanetið mitt hefur margfaldast og ýmis tækifæri gætu fylgt því í framtíðinni.“ Game of Thrones Mest lesið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Sjá meira
„Þetta er skemmtilegasta vinna sem ég hef unnið á tímakaupi,“ segir listakonan Sylvía Dögg Halldórsdóttir sem landaði vinnu í búningadeild sjónvarpsþáttanna Game of Thrones. Sylvía er komin til Belfast á Írlandi þar sem tökur á fjórðu seríu sjónvarpsþáttanna vinsælu fara að mestu leyti fram en serían er væntanleg á skjáinn á næsta ári. „Þættirnir eru að stærstum hluta teknir á Írlandi og er myndverið sjálft og allar vinnustofurnar í Belfast. Við klárum tökur fyrir jól svo ég verð hér að minnsta kosti næsta hálfa árið,“ segir Sylvía, sem á fjögurra ára son, Andreas Halldór, sem er væntanlegur til Írlands ásamt móðursystur hennar um leið og Sylvía hefur komið sér almennilega fyrir. Sylvía er titlaður „break down artist“ sem tilheyrir búningadeildinni. Hún sér meðal annars um að láta búningana líta út fyrir að vera bæði notaða og veðraða og þannig passa hinum ýmsum kringumstæðum. Hún er menntaður myndlistarmaður frá Willem de Kooning Academy í Hollandi og hefur sett upp sýningar hérlendis og erlendis en hún gengur undir listamannsnafninu Lovetank. Tækifærið við sjónvarpsþættina kom upp í hendurnar á henni í fyrra er tökulið Game of Thrones var statt hér við gerð þriðju þáttaraðarinnar. „Ég var á leiðinni til Boston þegar ég fékk símtal frá Ellen Loftsdóttur, vinkonu minni, sem var að vinna hjá Pegasus. Það vantaði listamann til að mála á búningana sem voru í tökum þar og ég skipti því Boston út fyrir tökur á Mývatni,“ segir Sylvía og sér ekki eftir því í dag því henni bauðst svo vinna við fjórðu seríuna í kjölfarið. Hún segir starfsfólk Pegasus og írska tökuliðið hafa átt það sameiginlegt að vera yndislegt fólk sem hafði fagmennskuna í fyrirrúmi þannig að dvölin við Mývatni varð ógleymanleg. „Þessi þáttagerð er mjög umfangsmikil og mikið hæfileikafólk sem leggur hönd á plóg. Ég er að vinna með listamönnum alls staðar að úr heiminum svo óhætt er að segja að tengslanetið mitt hefur margfaldast og ýmis tækifæri gætu fylgt því í framtíðinni.“
Game of Thrones Mest lesið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Sjá meira