Pylsuvagn með minjagripi opnaður við Seljalandsfoss Garðar Örn Úlfarsson skrifar 13. júní 2013 07:00 Eigendur Seljaveitinga við vagninn sem opnaður verður við Seljalandsfoss í næstu viku. Fréttablaðið/Anton Tvenn hjón opna í næstu viku veitingavagn við Seljalandsfoss. Auk skyndibita og minjagripa selja þau regnslár fyrir þá sem ganga undir fossinn. Þau telja mikla eftirspurn eftir þjónustunni sem býðst með þessum fyrsta söluvagni á staðnum. „Það hafa margir spekúlerað og velt fyrir sér í mörg ár af hverju það er ekkert við fossinn,“ segir Elísabet Þorvaldsdóttir, um tilkomu veitingavagns sem opna á við Seljalandsfoss í næstu viku. Veitingavagninn mun Elísabet starfrækja ásamt manni sínum Heimi Hálfdanarsyni og vinahjónum þeirra; Kristínu Guðbjartsdóttur og Atla Má Bjarnasyni. „Við ætlum að vera með það helsta sem verið er að selja í svona vögnum; kaffi, gos, samlokur, pylsur og súpu og eitthvað af minjagripum og ferðamannavörum að ógleymdum einnota regnslám fyrir þá sem vilja fara á bak við foss og eru ekki með útbúnað í það. Maður blotnar alltaf bak við foss,“ segir Elísabet um vöruúrvalið. Margir sem gengið hafa bak við Seljalandsfoss hafa lent í því að aðrir fossgöngumenn biðja þá að smella af þeim ljósmynd. Spurð hvort boðið verði upp á slíka þjónustu að fossbaki segir Elísabet það einmitt hafa komið til tals. „Það eru framtíðar pælingar. Það er ýmsar hugmyndir í gangi, þetta er bara byrjunin,“ svarar hún. Eiginmaður Elísabetar er frá Seljalandi og einn eigenda jarðarinnar sem er þríbýl og á skikann í kring um Seljalandsfoss í óskiptri sameign með Seljalandsseli. Aðrir landeigendur hafa veitt sitt samþykki eins og Rangárþing eystra gerði að skilyrði þegar sveitarfélagið veitti stöðuleyfi fyrir veitingavagninum fram til 1. október. Elísabet segir óvíst hversu lengi veitingavagninn verður opinn eftir að sumri tekur að halla. „Mér finnst ólíklegt að við verðum með opið yfir háveturinn. Ferðamannastraumurinn til Íslands virðist samt alltaf vera að aukast utan þessara hefðbundnu sumarmánuða svo við munum horfa á þetta með opnum huga,“ segir veitingamaðurinn væntanlegi við Seljalandsfoss. Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Sjá meira
Tvenn hjón opna í næstu viku veitingavagn við Seljalandsfoss. Auk skyndibita og minjagripa selja þau regnslár fyrir þá sem ganga undir fossinn. Þau telja mikla eftirspurn eftir þjónustunni sem býðst með þessum fyrsta söluvagni á staðnum. „Það hafa margir spekúlerað og velt fyrir sér í mörg ár af hverju það er ekkert við fossinn,“ segir Elísabet Þorvaldsdóttir, um tilkomu veitingavagns sem opna á við Seljalandsfoss í næstu viku. Veitingavagninn mun Elísabet starfrækja ásamt manni sínum Heimi Hálfdanarsyni og vinahjónum þeirra; Kristínu Guðbjartsdóttur og Atla Má Bjarnasyni. „Við ætlum að vera með það helsta sem verið er að selja í svona vögnum; kaffi, gos, samlokur, pylsur og súpu og eitthvað af minjagripum og ferðamannavörum að ógleymdum einnota regnslám fyrir þá sem vilja fara á bak við foss og eru ekki með útbúnað í það. Maður blotnar alltaf bak við foss,“ segir Elísabet um vöruúrvalið. Margir sem gengið hafa bak við Seljalandsfoss hafa lent í því að aðrir fossgöngumenn biðja þá að smella af þeim ljósmynd. Spurð hvort boðið verði upp á slíka þjónustu að fossbaki segir Elísabet það einmitt hafa komið til tals. „Það eru framtíðar pælingar. Það er ýmsar hugmyndir í gangi, þetta er bara byrjunin,“ svarar hún. Eiginmaður Elísabetar er frá Seljalandi og einn eigenda jarðarinnar sem er þríbýl og á skikann í kring um Seljalandsfoss í óskiptri sameign með Seljalandsseli. Aðrir landeigendur hafa veitt sitt samþykki eins og Rangárþing eystra gerði að skilyrði þegar sveitarfélagið veitti stöðuleyfi fyrir veitingavagninum fram til 1. október. Elísabet segir óvíst hversu lengi veitingavagninn verður opinn eftir að sumri tekur að halla. „Mér finnst ólíklegt að við verðum með opið yfir háveturinn. Ferðamannastraumurinn til Íslands virðist samt alltaf vera að aukast utan þessara hefðbundnu sumarmánuða svo við munum horfa á þetta með opnum huga,“ segir veitingamaðurinn væntanlegi við Seljalandsfoss.
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Sjá meira