Íslenskir knattspyrnumenn með óeðlilegt hjartalínurit Stefán Árni Pálsson skrifar 14. júní 2013 06:45 Arnar valdi sér viðfangsefnið á þriðja ári í læknisfræði, en ekkert annað kom til greina en að láta slag standa. Mynd/aðsend Óvænt dauðsföll knattspyrnumanna hafa oftar en ekki vakið óhug og vaknar oft upp sú spurning hvort álagið á íþróttafólki í erfiðisgreinum sé einfaldlega of mikið. Ný íslensk rannsókn sýnir að hjartalínurit íslenskra knattspyrnumanna séu mjög óvenjuleg og ef um sextugan karlmann væri að ræða þyrftu læknar að hafa töluverðar áhyggjur af sjúklingnum. Greint er frá rannsókninni í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. Í ljós kom að helmingur þeirra 159 íslensku knattspyrnumanna sem tóku þátt í rannsókninni eru með óeðlilegt hjartalínurit. Arnar Sigurðsson, margfaldur Íslandsmeistari í tennis og læknanemi, vann að rannsókninni og voru niðurstöðurnar fróðlegar. „Þetta hófst allt þegar ég valdi mér rannsóknarverkefni á þriðja ári í læknisfræðinni,“ sagði Arnar í samtali við Fréttablaðið. „Sjálfur hef ég mikið verið í íþróttum og því fannst mér viðfangsefnið fróðlegt. Ég vann þetta verkefni undir lok þriðja ársins og strax í kjölfarið réðumst við í það að gera vísindagrein um niðurstöðurnar, en núna rúmlega ári síðan fékk greinin birtingu.“Skyndidauði til rannsóknar Rannsóknin fór fram á árunum 2008-2010 en leikmenn sem voru valdir til þátttöku voru eingöngu þeir sem tóku þátt í keppnum á vegum Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA. „Sambandið skyldar alla leikmenn til að fara í almenna læknisskoðun þar sem hjartalínuritið er einnig tekið fyrir. Allir leikmenn þurfa að fara í hjartaómskoðun svo þessi hópur var tilvalinn til rannsóknar. Skyndidauði knattspyrnumanna hefur lengi verið í umræðunni og hafa læknar reynt að rannsaka slíkt ítarlega. Það eru til góð dæmi frá Ítalíu þar sem slíkar rannsóknir hafa aðstoðað lækna við að finna undirliggjandi hjartasjúkdóma íþróttamanna og þar af leiðandi komið í veg fyrir stórslys.“Álagið of mikið fyrir hjartað „Það er þekkt í þolíþróttagreinum að þær hafa viss áhrif á hjartað. Stór hluti rannsóknarinnar var að skoða hjartalínurit íslenskra knattspyrnumanna sem eiga allir að vera í toppformi. Það sem við sáum í okkar rannsókn var að hjartalínurit þessara leikmanna voru nokkuð brengluð. Ef um væri að ræða sextugan karlmann með sömu niðurstöður þá myndi maður hafa miklar áhyggjur. Við erum í raun að sýna fram á að hið svokallaða íþróttahjarta sýnir oft á tíðum skrítið hjartalínurit. Það þarf þó ekki að þýða að eitthvað slæmt sé sem undirliggjandi.“ Margir muna eftir því þegar Fabrice Muamba, fyrrum leikmaður Bolton Wanderers, fékk hjartastopp í miðjum leik þann 17. apríl 2012 og lá lengi milli heims og helju. Leikmaðurinn þurfti að hætta knattspyrnuiðkun. „Svona rannsóknir gera oft læknum kleift að finna út þá leikmenn sem eru með undirliggjandi hjartasjúkdóma og geta komið í veg fyrir svona atvik. Þetta er einn liðurinn í því að vita að hverju við eigum að leita til þess að reyna koma í veg fyrir þessi fáu en mjög alvarlegu tilfelli. Það er alls ekkert hlaupið að því að finna út undirliggjandi hjartasjúkdóma hjá afreksíþróttamönnum. Hjartalínurit þeirra eru mörg hver svo óeðlileg og því er þetta oft eins og að leita að nál í heystakki.“ Alls höfðu 84 knattspyrnumenn eða 53 prósent óeðlilegt hjartarit. „Karlmenn sýna meiri tilhneigingu til þess að vera með óeðlilegt hjartalínurit og sérstaklega einstaklingar í erfiðisíþróttum. Það er því gríðarlega erfitt að finna út hvort menn í þessum hópi séu með undirliggjandi hjartasjúkdóma. Rannsóknir af þessu toga eru samt stórt skref í rétta átt.“ Íþróttir Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Sport Fleiri fréttir Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Frakkar fóru létt með Belgana Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Sjá meira
Óvænt dauðsföll knattspyrnumanna hafa oftar en ekki vakið óhug og vaknar oft upp sú spurning hvort álagið á íþróttafólki í erfiðisgreinum sé einfaldlega of mikið. Ný íslensk rannsókn sýnir að hjartalínurit íslenskra knattspyrnumanna séu mjög óvenjuleg og ef um sextugan karlmann væri að ræða þyrftu læknar að hafa töluverðar áhyggjur af sjúklingnum. Greint er frá rannsókninni í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. Í ljós kom að helmingur þeirra 159 íslensku knattspyrnumanna sem tóku þátt í rannsókninni eru með óeðlilegt hjartalínurit. Arnar Sigurðsson, margfaldur Íslandsmeistari í tennis og læknanemi, vann að rannsókninni og voru niðurstöðurnar fróðlegar. „Þetta hófst allt þegar ég valdi mér rannsóknarverkefni á þriðja ári í læknisfræðinni,“ sagði Arnar í samtali við Fréttablaðið. „Sjálfur hef ég mikið verið í íþróttum og því fannst mér viðfangsefnið fróðlegt. Ég vann þetta verkefni undir lok þriðja ársins og strax í kjölfarið réðumst við í það að gera vísindagrein um niðurstöðurnar, en núna rúmlega ári síðan fékk greinin birtingu.“Skyndidauði til rannsóknar Rannsóknin fór fram á árunum 2008-2010 en leikmenn sem voru valdir til þátttöku voru eingöngu þeir sem tóku þátt í keppnum á vegum Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA. „Sambandið skyldar alla leikmenn til að fara í almenna læknisskoðun þar sem hjartalínuritið er einnig tekið fyrir. Allir leikmenn þurfa að fara í hjartaómskoðun svo þessi hópur var tilvalinn til rannsóknar. Skyndidauði knattspyrnumanna hefur lengi verið í umræðunni og hafa læknar reynt að rannsaka slíkt ítarlega. Það eru til góð dæmi frá Ítalíu þar sem slíkar rannsóknir hafa aðstoðað lækna við að finna undirliggjandi hjartasjúkdóma íþróttamanna og þar af leiðandi komið í veg fyrir stórslys.“Álagið of mikið fyrir hjartað „Það er þekkt í þolíþróttagreinum að þær hafa viss áhrif á hjartað. Stór hluti rannsóknarinnar var að skoða hjartalínurit íslenskra knattspyrnumanna sem eiga allir að vera í toppformi. Það sem við sáum í okkar rannsókn var að hjartalínurit þessara leikmanna voru nokkuð brengluð. Ef um væri að ræða sextugan karlmann með sömu niðurstöður þá myndi maður hafa miklar áhyggjur. Við erum í raun að sýna fram á að hið svokallaða íþróttahjarta sýnir oft á tíðum skrítið hjartalínurit. Það þarf þó ekki að þýða að eitthvað slæmt sé sem undirliggjandi.“ Margir muna eftir því þegar Fabrice Muamba, fyrrum leikmaður Bolton Wanderers, fékk hjartastopp í miðjum leik þann 17. apríl 2012 og lá lengi milli heims og helju. Leikmaðurinn þurfti að hætta knattspyrnuiðkun. „Svona rannsóknir gera oft læknum kleift að finna út þá leikmenn sem eru með undirliggjandi hjartasjúkdóma og geta komið í veg fyrir svona atvik. Þetta er einn liðurinn í því að vita að hverju við eigum að leita til þess að reyna koma í veg fyrir þessi fáu en mjög alvarlegu tilfelli. Það er alls ekkert hlaupið að því að finna út undirliggjandi hjartasjúkdóma hjá afreksíþróttamönnum. Hjartalínurit þeirra eru mörg hver svo óeðlileg og því er þetta oft eins og að leita að nál í heystakki.“ Alls höfðu 84 knattspyrnumenn eða 53 prósent óeðlilegt hjartarit. „Karlmenn sýna meiri tilhneigingu til þess að vera með óeðlilegt hjartalínurit og sérstaklega einstaklingar í erfiðisíþróttum. Það er því gríðarlega erfitt að finna út hvort menn í þessum hópi séu með undirliggjandi hjartasjúkdóma. Rannsóknir af þessu toga eru samt stórt skref í rétta átt.“
Íþróttir Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Sport Fleiri fréttir Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Frakkar fóru létt með Belgana Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Sjá meira