Stukku beint upp í tré Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 3. júlí 2013 15:00 "Hver einasti norskur hreppsmiðill fjallaði um vesalings goshrjáðu börnin,“ segir Kristín. "Það var ekki búið að finna upp áfallahjálpina eða neitt slíkt þegar Heimaeyjargosið var en sjö til fjórtán ára börnum frá Vestmannaeyjum var boðið til Noregs í tvær vikur, af norska Rauða krossinum sumarið 1973. Það fóru um þúsund börn í nokkrum hópum og sú magnaða saga er inntak sýningar í Sagnaheimum," segir Kristín Jóhannsdóttir, menningarfulltrúi Vestmannaeyja, en á goslokahátíð um helgina verður þess minnst með margvíslegum hætti að fjörutíu ár eru liðin frá Vestmannaeyjagosinu. "Vestmannaeyingar fengu gríðarlega aðstoð alls staðar frá en engin þjóð gerði eins mikið fyrir okkur og Norðmenn. Ég var að skoða gögn sem sýna að þeir voru tilbúnir til að taka við öllum Vestmannaeyingum ef á hefði þurft að halda," segir Kristín sem átti hugmyndina að sýningunni en segir Sigrúnu Einarsdóttur, grafískan hönnuð, hafa lagt sál og metnað í hana. Þær voru báðar meðal þeirra barna sem fóru til Noregs. "Krakkarnir dvöldu ýmist í skólum, félagsheimilum, sumarbúðum eða á einkaheimilum í Noregi. Sjálf var ég svo heppin að vera hjá frábærri fjölskyldu, ásamt nokkrum vinum. Það var óskaplega kósý," rifjar Kristín upp. "Nú fer enginn gríslingur út í sjoppu öðruvísi en hringja í mömmu sína tvisvar á leiðinni. En þarna fóru krakkar frá sjö ára aldri upp í flugvél og voru sóttir á völlinn hálfum mánuði síðar og það var ekkert verið að hringja heim. Sumir voru auðvitað með heimþrá en kláruðu þetta og höfðu stuðning hver af öðrum." Margir voru í sinni fyrstu utanlandsferð. "Einn var að rifja upp að þegar rútan stoppaði við Íslendingahúsið í Ósló stukku sumir krakkarnir beint upp í tré. Þau höfðu aldrei séð tré áður." Norðmenn kosta sýninguna og Kristín segir þá koma sterka inn á goslokahátíðina. Hér mætir Julius Winger söngvari og líka frægur fréttamaður sem ætlar að láta okkur hafa til varðveislu fullt af sjónvarpsfréttum sem hann tók í gosinu." Menning Heimaeyjargosið 1973 Vestmannaeyjar Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
"Það var ekki búið að finna upp áfallahjálpina eða neitt slíkt þegar Heimaeyjargosið var en sjö til fjórtán ára börnum frá Vestmannaeyjum var boðið til Noregs í tvær vikur, af norska Rauða krossinum sumarið 1973. Það fóru um þúsund börn í nokkrum hópum og sú magnaða saga er inntak sýningar í Sagnaheimum," segir Kristín Jóhannsdóttir, menningarfulltrúi Vestmannaeyja, en á goslokahátíð um helgina verður þess minnst með margvíslegum hætti að fjörutíu ár eru liðin frá Vestmannaeyjagosinu. "Vestmannaeyingar fengu gríðarlega aðstoð alls staðar frá en engin þjóð gerði eins mikið fyrir okkur og Norðmenn. Ég var að skoða gögn sem sýna að þeir voru tilbúnir til að taka við öllum Vestmannaeyingum ef á hefði þurft að halda," segir Kristín sem átti hugmyndina að sýningunni en segir Sigrúnu Einarsdóttur, grafískan hönnuð, hafa lagt sál og metnað í hana. Þær voru báðar meðal þeirra barna sem fóru til Noregs. "Krakkarnir dvöldu ýmist í skólum, félagsheimilum, sumarbúðum eða á einkaheimilum í Noregi. Sjálf var ég svo heppin að vera hjá frábærri fjölskyldu, ásamt nokkrum vinum. Það var óskaplega kósý," rifjar Kristín upp. "Nú fer enginn gríslingur út í sjoppu öðruvísi en hringja í mömmu sína tvisvar á leiðinni. En þarna fóru krakkar frá sjö ára aldri upp í flugvél og voru sóttir á völlinn hálfum mánuði síðar og það var ekkert verið að hringja heim. Sumir voru auðvitað með heimþrá en kláruðu þetta og höfðu stuðning hver af öðrum." Margir voru í sinni fyrstu utanlandsferð. "Einn var að rifja upp að þegar rútan stoppaði við Íslendingahúsið í Ósló stukku sumir krakkarnir beint upp í tré. Þau höfðu aldrei séð tré áður." Norðmenn kosta sýninguna og Kristín segir þá koma sterka inn á goslokahátíðina. Hér mætir Julius Winger söngvari og líka frægur fréttamaður sem ætlar að láta okkur hafa til varðveislu fullt af sjónvarpsfréttum sem hann tók í gosinu."
Menning Heimaeyjargosið 1973 Vestmannaeyjar Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp