Salan hrunin í Selá í Álftafirði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 4. júlí 2013 09:45 Náttúrufegurðin efst í Selá í Álftafirði er einstök. Mynd/Garðar „Þetta hefur ekki verið svona síðan þessi á fór í sölu,“ segir Haukur Elísson, landeigandi við Selá í Álftafirði, þar sem veiðileyfasala er nánast engin. Nánast er hægt að telja á fingrum annarrar handa þá daga sem eru seldir Selá í sumar. Haukur segir einn veiðimann hafa ætlað að reyna fyrir sér opnunardaginn 1. júlí. Hann hafi ekki haft aðrar spurnir af veiðimanninum en að bíll hans hafi bilað og hann haldið í Breiðdalsá. Haukur segir að í fyrra hafi aðeins veiðst 45 laxar í Selá, auk nokkurra sjóbirtinga. Árið 2011 veiddust um eitt hundrað laxar í Selá og 150 laxar þar á undan. Í fyrra var vel selt í Selá en vatnsleysi háði veiðimönnum. „Áin er búin að vera í góðu lagi það sem af er,“ svarar Haukur um vatnsstöðuna nú. Hann hafi sjálfur ekki skoðað hvort fiskur sé kominn í ána. Yfirleitt sé lítið um að vera fyrstu dagana. Aðspurður kveður Haukur óvíst að verðlagið fæli veiðimenn frá. Dagsleyfi í Selá kostar frá 12.700 til 29.900 krónur. „Þetta er ódýrt miðað við flest annað sem stendur til boða og inni í þessu fylgir hús. En vafalaust myndi seljast betur ef verðið væri lægra. Og sjálfsagt selst eitthvað ef það fer að veiðast,.“ segir Haukur Elísson. Stangveiði Mest lesið Litlar breytingar í Elliðavatni - aðeins veitt á flugu í Hólmsá Veiði Góð veiði á Skagaheiði Veiði Rysjótt rjúpnavertíð Veiði Metlax úr Selá í dag: Vopnafjarðarárnar fullar af laxi Veiði Sjaldan fleiri laxaseiði í Langá Veiði Ljósmyndakeppni meðal skotveiðimanna Veiði Skæður í urriða og jafnvel lax Veiði Dunká betri en í fyrra - Veiði lokið Straumunum Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði Morgun og kvöldvakt gáfu samtals 71 lax Veiði
„Þetta hefur ekki verið svona síðan þessi á fór í sölu,“ segir Haukur Elísson, landeigandi við Selá í Álftafirði, þar sem veiðileyfasala er nánast engin. Nánast er hægt að telja á fingrum annarrar handa þá daga sem eru seldir Selá í sumar. Haukur segir einn veiðimann hafa ætlað að reyna fyrir sér opnunardaginn 1. júlí. Hann hafi ekki haft aðrar spurnir af veiðimanninum en að bíll hans hafi bilað og hann haldið í Breiðdalsá. Haukur segir að í fyrra hafi aðeins veiðst 45 laxar í Selá, auk nokkurra sjóbirtinga. Árið 2011 veiddust um eitt hundrað laxar í Selá og 150 laxar þar á undan. Í fyrra var vel selt í Selá en vatnsleysi háði veiðimönnum. „Áin er búin að vera í góðu lagi það sem af er,“ svarar Haukur um vatnsstöðuna nú. Hann hafi sjálfur ekki skoðað hvort fiskur sé kominn í ána. Yfirleitt sé lítið um að vera fyrstu dagana. Aðspurður kveður Haukur óvíst að verðlagið fæli veiðimenn frá. Dagsleyfi í Selá kostar frá 12.700 til 29.900 krónur. „Þetta er ódýrt miðað við flest annað sem stendur til boða og inni í þessu fylgir hús. En vafalaust myndi seljast betur ef verðið væri lægra. Og sjálfsagt selst eitthvað ef það fer að veiðast,.“ segir Haukur Elísson.
Stangveiði Mest lesið Litlar breytingar í Elliðavatni - aðeins veitt á flugu í Hólmsá Veiði Góð veiði á Skagaheiði Veiði Rysjótt rjúpnavertíð Veiði Metlax úr Selá í dag: Vopnafjarðarárnar fullar af laxi Veiði Sjaldan fleiri laxaseiði í Langá Veiði Ljósmyndakeppni meðal skotveiðimanna Veiði Skæður í urriða og jafnvel lax Veiði Dunká betri en í fyrra - Veiði lokið Straumunum Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði Morgun og kvöldvakt gáfu samtals 71 lax Veiði