Bjórinn var lykillinn Stefán Árni Pálsson skrifar 8. júlí 2013 06:00 Gunnlaugur hljóp yfir 400 kílómetra um helgina. Það sem kom hlauparanum í gegnum hlaupið var nægilega mikill matur og eins mikið af Guinness og hann gat í sig látið. fréttablaðið / daníel Það reyndi heldur betur á Gunnlaug A. Júlíusson um helgina en hann hljóp tíu maraþon á Thames Ring 2013-mótinu sem fram fór í London. 37 hlauparar hófu keppni á miðvikudagsmorgun og aðeins 14 þeirra kláruðu mótið í gær. Gunnlaugur kom fjórði í mark. Hlaupið hófst við Thames-ána í London en hlaupararnir ná lítið sem ekkert að hvílast milli maraþona. Allir hafa þeir að hámarki 100 klukkustundir til að klára hlaupið en það tók Gunnlaug um 70 klukkustundir. „Maður er ekkert klikkaður að taka þátt í svona hlaupum og að mínu mati er maður kannski bara fyrst og fremst heilbrigður,“ segir Gunnlaugur í samtali við Fréttablaðið í gær. „Ég hef alltaf sagt, þegar ég er spurður út í það hvort ég sé ekki eitthvað bilaður að taka þátt í svona hlaupum, að mér finnist mun meiri bilun að reykja. Þetta gekk rosalega vel um helgina og ég náði að klára hlaupið.“Byrjar á því að venjast aðstæðum„Ég fer alltaf rosalega hægt af stað og byrja bara á því að finna út hvernig skrokkurinn er og hvernig mér líður. Yfirleitt er ég síðastur til að byrja með á meðan allir aðrir byrja hlaupið eins og þeir séu að keppa í 1500 metra hlaupi, það hentar mér illa. Ég labba bara rólega af stað og er fyrst og fremst að stilla mig af til að byrja með. Fyrsta daginn var frekar heitt hér í London og þar sem vorið á Íslandi hefur ekki verið neitt sérstakt þá tók mig töluverðan tíma að venjast aðstæðum. Ég var farinn að hafa töluverðar áhyggjur í upphafi mótsins. Þú þarft að drekka rosalega mikinn vökva og með því fylgja oft ákveðin magavandræði og menn eiga það til að kasta reglulega upp og fyrsti dagurinn var sá erfiðasti.“Endurhugsaði allt hlaupið„Þegar ég var kominn á þriðja maraþonið þá var ég orðin verulega þreyttur og labbaði mikið þann legg. Ég átti von á því að fá góðan morgunmat þegar ég kæmi í mark eftir fyrstu þrjú maraþonin, en þá tóku starfsmenn hlaupsins á móti mér með bollasúpu. Þá fauk heldur betur í mig og ég spurði menn hvort hægt væri að lifa af fjögurra sólahringa hlaup á bollasúpu. Á þessum tímapunkti var maginn á mér komin í uppreisn og ég var farinn að kasta mikið upp. Ég endurhugsaði allt hlaupið og gaf skít í þann mat sem mótshaldarar buðu upp á og kom mér inn á næsta bar. Þar fékk ég mér almennilegan hamborgara og Guinness-bjór. Þetta bjargaði mótinu fyrir mér og eftir þetta byrjaði ég að borða það sem mér sýndist, hvort sem það voru steikur eða hamborgarar.“Guinness-bjórinn hjálpaði mikið til„Ég drakk Guinness alveg eins og ég gat í mig látið. Maður þarf mikinn vökva í svona mótum og í raun og veru er bjórinn besti vökvinn til að innbyrða. Ég komst að þessu í hlaupinu sem er virkilega merkilegt. Ef ég hefði drukkið jafn mikið af vatni eins og ég drakk af bjór í hlaupinu þá væri allt löngu komið í steik hjá mér. Maður getur innbyrt miklu meiri vökva í gegnum bjór en vatn. Þegar hitinn er svona mikill þá er vökvatapið ennþá meira og útgufunin gríðarleg. Vatnið safnast bara saman inn í líkamanum og maður fær bjúg en bjórinn rennur miklu þægilegra í gegn. Þegar ég áttaði mig á því að vera alltaf nægilega saddur og drakk síðan nóg af bjór þá fór mér að líða vel og rúllaði í gegnum hlaupið í tómri ánægju.“ Gunnlaugur stefnir á fleiri mót af þessari tegund. Frjálsar íþróttir Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þýskaland - Danmörk | Þjóðverjar geta slökkt vonir Dana Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Sjá meira
Það reyndi heldur betur á Gunnlaug A. Júlíusson um helgina en hann hljóp tíu maraþon á Thames Ring 2013-mótinu sem fram fór í London. 37 hlauparar hófu keppni á miðvikudagsmorgun og aðeins 14 þeirra kláruðu mótið í gær. Gunnlaugur kom fjórði í mark. Hlaupið hófst við Thames-ána í London en hlaupararnir ná lítið sem ekkert að hvílast milli maraþona. Allir hafa þeir að hámarki 100 klukkustundir til að klára hlaupið en það tók Gunnlaug um 70 klukkustundir. „Maður er ekkert klikkaður að taka þátt í svona hlaupum og að mínu mati er maður kannski bara fyrst og fremst heilbrigður,“ segir Gunnlaugur í samtali við Fréttablaðið í gær. „Ég hef alltaf sagt, þegar ég er spurður út í það hvort ég sé ekki eitthvað bilaður að taka þátt í svona hlaupum, að mér finnist mun meiri bilun að reykja. Þetta gekk rosalega vel um helgina og ég náði að klára hlaupið.“Byrjar á því að venjast aðstæðum„Ég fer alltaf rosalega hægt af stað og byrja bara á því að finna út hvernig skrokkurinn er og hvernig mér líður. Yfirleitt er ég síðastur til að byrja með á meðan allir aðrir byrja hlaupið eins og þeir séu að keppa í 1500 metra hlaupi, það hentar mér illa. Ég labba bara rólega af stað og er fyrst og fremst að stilla mig af til að byrja með. Fyrsta daginn var frekar heitt hér í London og þar sem vorið á Íslandi hefur ekki verið neitt sérstakt þá tók mig töluverðan tíma að venjast aðstæðum. Ég var farinn að hafa töluverðar áhyggjur í upphafi mótsins. Þú þarft að drekka rosalega mikinn vökva og með því fylgja oft ákveðin magavandræði og menn eiga það til að kasta reglulega upp og fyrsti dagurinn var sá erfiðasti.“Endurhugsaði allt hlaupið„Þegar ég var kominn á þriðja maraþonið þá var ég orðin verulega þreyttur og labbaði mikið þann legg. Ég átti von á því að fá góðan morgunmat þegar ég kæmi í mark eftir fyrstu þrjú maraþonin, en þá tóku starfsmenn hlaupsins á móti mér með bollasúpu. Þá fauk heldur betur í mig og ég spurði menn hvort hægt væri að lifa af fjögurra sólahringa hlaup á bollasúpu. Á þessum tímapunkti var maginn á mér komin í uppreisn og ég var farinn að kasta mikið upp. Ég endurhugsaði allt hlaupið og gaf skít í þann mat sem mótshaldarar buðu upp á og kom mér inn á næsta bar. Þar fékk ég mér almennilegan hamborgara og Guinness-bjór. Þetta bjargaði mótinu fyrir mér og eftir þetta byrjaði ég að borða það sem mér sýndist, hvort sem það voru steikur eða hamborgarar.“Guinness-bjórinn hjálpaði mikið til„Ég drakk Guinness alveg eins og ég gat í mig látið. Maður þarf mikinn vökva í svona mótum og í raun og veru er bjórinn besti vökvinn til að innbyrða. Ég komst að þessu í hlaupinu sem er virkilega merkilegt. Ef ég hefði drukkið jafn mikið af vatni eins og ég drakk af bjór í hlaupinu þá væri allt löngu komið í steik hjá mér. Maður getur innbyrt miklu meiri vökva í gegnum bjór en vatn. Þegar hitinn er svona mikill þá er vökvatapið ennþá meira og útgufunin gríðarleg. Vatnið safnast bara saman inn í líkamanum og maður fær bjúg en bjórinn rennur miklu þægilegra í gegn. Þegar ég áttaði mig á því að vera alltaf nægilega saddur og drakk síðan nóg af bjór þá fór mér að líða vel og rúllaði í gegnum hlaupið í tómri ánægju.“ Gunnlaugur stefnir á fleiri mót af þessari tegund.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þýskaland - Danmörk | Þjóðverjar geta slökkt vonir Dana Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Sjá meira