LÍN-grín Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 11. júlí 2013 06:00 Nýlega kom út skýrsla sem sýnir að Íslendingar eru elstir allra til að útskrifast úr háskóla. Sama skýrsla segir líka að við séum eina þjóðin sem styrkir grunnskólanemendur meira en háskólanema. Nú hefur stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna ákveðið að námsmenn þurfi að hafa 75% námsframvindu til að geta fengið námslán. Fyrsta hugsun mín þegar ég heyrði um tillögu LÍN var eftirfarandi: Veruleikafirring. Fólkið sem stendur að þessari breytingu hefur ekki þurft að lifa á námslánum á sínum námsárum, hvað þá erlendis. Ég skrifaði um LÍN í Fréttablaðið í fyrra til að vonast eftir umbótum á öðrum hlægilegum LÍN-reglum, en ekki batnar ástandið. Það versnar. 75% nám þýðir 22,5 einingar, í flestum háskólum Evrópu eru fögin 10 einingar og 100% nám því 30 einingar, svo í rauninni þýðir þetta að maður verði að vera í 100% námi og ná öllum prófunum til að geta fengið krónu í námslán. Í mörgum af nágrannalöndum okkar eru hluti peninganna styrkur, jafnvel allt saman. Við erum að tala um lán en nú á að hefta enn frekar möguleika fólks til að geta tekið þetta lán. Í hvernig aðstæður setur þetta fólk sem fær tímabundið lán þangað til að námslánin koma eftir prófin? Það þurfa margir að gera því ekki er hægt að lifa á lofti fyrstu önn háskólanámsins. Þetta eykur á kvíða og stillir fólki upp við vegg.Töpum öll Ég tel mig vera góðan námsmann. Ég tók bachelor-gráðuna mína erlendis og útskrifaðist á réttum tíma með góðum árangri. Samt hafði ég þörf fyrir að taka tvö fög (67% nám) en ekki þrjú eitt misserið, sem ég svo náði upp með því að taka fjögur fög (133 % nám) önnina eftir. Ég get kallast dæmi gegn orðum Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra um að þetta sé eðlileg krafa sem að þeir sem séu í námi af fullri alvöru ættu að ráða við. Ég þurfti svigrúm þrátt fyrir að hafa tekið mitt nám mjög alvarlega. Það er mannlegt, æfingin skapar meistarann og það sýndi ég önnina eftir þegar mér tókst að taka 133% með góðum árangri, enda aðstæður aðrar. Hefði ég ekki fengið krónu þetta sérstaka misseri sem var undartekning frá reglunni, hefði minn persónulegi fjárhagur farið í rúst. Til hvers? Er það hvatning til frekara náms?Háskólamenntun vanmetin Allt bendir í sömu átt. Háskólamenntun er vanmetin á Íslandi sem hefur neikvæðar afleiðingar. Það er erfitt að vera í námi á íslenskum námslánum án þess að vinna með. Þess vegna er ekki skrítið að fólki seinki í námi, enda er nám full vinna og ósanngjörn krafa að fólk geti unnið meira en 100% með góðum árangri. Það væri réttara að byrja á að vinna gegn þessum vanda áður en hægt er að íhuga að krefjast enn meiri námsframvindu. Þessi nýja regla mun auka enn á vandamálin. Fólk hefur ekki tíma til eða efni á að mennta sig og hættir því námi eða kemst seint út á vinnumarkaðinn. Við töpum öll á því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega kom út skýrsla sem sýnir að Íslendingar eru elstir allra til að útskrifast úr háskóla. Sama skýrsla segir líka að við séum eina þjóðin sem styrkir grunnskólanemendur meira en háskólanema. Nú hefur stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna ákveðið að námsmenn þurfi að hafa 75% námsframvindu til að geta fengið námslán. Fyrsta hugsun mín þegar ég heyrði um tillögu LÍN var eftirfarandi: Veruleikafirring. Fólkið sem stendur að þessari breytingu hefur ekki þurft að lifa á námslánum á sínum námsárum, hvað þá erlendis. Ég skrifaði um LÍN í Fréttablaðið í fyrra til að vonast eftir umbótum á öðrum hlægilegum LÍN-reglum, en ekki batnar ástandið. Það versnar. 75% nám þýðir 22,5 einingar, í flestum háskólum Evrópu eru fögin 10 einingar og 100% nám því 30 einingar, svo í rauninni þýðir þetta að maður verði að vera í 100% námi og ná öllum prófunum til að geta fengið krónu í námslán. Í mörgum af nágrannalöndum okkar eru hluti peninganna styrkur, jafnvel allt saman. Við erum að tala um lán en nú á að hefta enn frekar möguleika fólks til að geta tekið þetta lán. Í hvernig aðstæður setur þetta fólk sem fær tímabundið lán þangað til að námslánin koma eftir prófin? Það þurfa margir að gera því ekki er hægt að lifa á lofti fyrstu önn háskólanámsins. Þetta eykur á kvíða og stillir fólki upp við vegg.Töpum öll Ég tel mig vera góðan námsmann. Ég tók bachelor-gráðuna mína erlendis og útskrifaðist á réttum tíma með góðum árangri. Samt hafði ég þörf fyrir að taka tvö fög (67% nám) en ekki þrjú eitt misserið, sem ég svo náði upp með því að taka fjögur fög (133 % nám) önnina eftir. Ég get kallast dæmi gegn orðum Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra um að þetta sé eðlileg krafa sem að þeir sem séu í námi af fullri alvöru ættu að ráða við. Ég þurfti svigrúm þrátt fyrir að hafa tekið mitt nám mjög alvarlega. Það er mannlegt, æfingin skapar meistarann og það sýndi ég önnina eftir þegar mér tókst að taka 133% með góðum árangri, enda aðstæður aðrar. Hefði ég ekki fengið krónu þetta sérstaka misseri sem var undartekning frá reglunni, hefði minn persónulegi fjárhagur farið í rúst. Til hvers? Er það hvatning til frekara náms?Háskólamenntun vanmetin Allt bendir í sömu átt. Háskólamenntun er vanmetin á Íslandi sem hefur neikvæðar afleiðingar. Það er erfitt að vera í námi á íslenskum námslánum án þess að vinna með. Þess vegna er ekki skrítið að fólki seinki í námi, enda er nám full vinna og ósanngjörn krafa að fólk geti unnið meira en 100% með góðum árangri. Það væri réttara að byrja á að vinna gegn þessum vanda áður en hægt er að íhuga að krefjast enn meiri námsframvindu. Þessi nýja regla mun auka enn á vandamálin. Fólk hefur ekki tíma til eða efni á að mennta sig og hættir því námi eða kemst seint út á vinnumarkaðinn. Við töpum öll á því.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun