Fyrir börnin Oddný G. Harðardóttir skrifar 16. júlí 2013 06:00 Ríkisstjórninni nýju virðist vera mikið í mun að afturkalla ákvarðanir þeirrar fyrri. Byrjað var á að draga til baka hækkun á neysluskatti á hótelþjónustu og gefa útgerðinni afslátt á veiðigjaldi. Þegar ráðherrar ræða um niðurskurð á móti tekjutapinu eru helst nefndar ýmsar af síðustu ákvörðunum fyrri ríkisstjórnar.Barnabætur Eitt af forgangsmálunum í fjárlögum fyrir árið 2013 var að hækka barnabætur um 30%. Reiknireglu um tekjur og barnafjölda var breytt þannig að mun fleiri njóta bótanna en áður var. Allar greiningar á greiðsluvanda heimila hafa leitt í ljós að hann er mestur hjá barnafjölskyldum. Bæði barnafjölskyldum sem eru skuldugar vegna húsnæðiskaupa og einnig þeim sem hafa ekki keypt sér húsnæði. Besta leiðin til að mæta þessum vanda með almennum hætti er að hækka barnabæturnar. Þær þyrfti að hækka enn frekar á næstu árum. Það er því afar mikilvægt að barnabæturnar verði ekki skertar frá því sem nú er og sett verði í forgang að finna leiðir til að hækka þær á næstu árum.Fæðingarorlof Í síðustu fjárlögum voru einnig stigin skref til að hækka greiðslur í fæðingarorlofi og samþykkt áætlun um að lengja það í 12 mánuði í áföngum. Markmiðið er að tryggja barni samvistir við báða foreldra og gera bæði konum og körlum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Með lengingu fæðingarorlofs eru aðstæður barnafjölskyldna bættar. Skyldi þessum áætlunum verða breytt til að bæta upp tekjutap ríkissjóðs vegna veiðigjalda?Tannlækningar barna Ein af slæmum aukaverkunum þess þegar barnafjölskyldur ná ekki endum saman er að þær spara tannlækningar við fjölskylduna. Tímamótasamningur um fríar tannlækningar barna var eitt af síðustu verkum fyrri ríkisstjórnar. Þar fara saman bætt tannheilsa barna og bætt kjör heimila. Það var forgangsmál ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur að bæta hag barna um leið og færi gafst. Í þá átt voru tekin ákveðin skref sem nýja ríkisstjórnin og hagræðingarhópur hennar skipta vonandi ekki út fyrir afslátt á veiðigjaldi og undanþágur fyrir erlenda ferðamenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Ríkisstjórninni nýju virðist vera mikið í mun að afturkalla ákvarðanir þeirrar fyrri. Byrjað var á að draga til baka hækkun á neysluskatti á hótelþjónustu og gefa útgerðinni afslátt á veiðigjaldi. Þegar ráðherrar ræða um niðurskurð á móti tekjutapinu eru helst nefndar ýmsar af síðustu ákvörðunum fyrri ríkisstjórnar.Barnabætur Eitt af forgangsmálunum í fjárlögum fyrir árið 2013 var að hækka barnabætur um 30%. Reiknireglu um tekjur og barnafjölda var breytt þannig að mun fleiri njóta bótanna en áður var. Allar greiningar á greiðsluvanda heimila hafa leitt í ljós að hann er mestur hjá barnafjölskyldum. Bæði barnafjölskyldum sem eru skuldugar vegna húsnæðiskaupa og einnig þeim sem hafa ekki keypt sér húsnæði. Besta leiðin til að mæta þessum vanda með almennum hætti er að hækka barnabæturnar. Þær þyrfti að hækka enn frekar á næstu árum. Það er því afar mikilvægt að barnabæturnar verði ekki skertar frá því sem nú er og sett verði í forgang að finna leiðir til að hækka þær á næstu árum.Fæðingarorlof Í síðustu fjárlögum voru einnig stigin skref til að hækka greiðslur í fæðingarorlofi og samþykkt áætlun um að lengja það í 12 mánuði í áföngum. Markmiðið er að tryggja barni samvistir við báða foreldra og gera bæði konum og körlum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Með lengingu fæðingarorlofs eru aðstæður barnafjölskyldna bættar. Skyldi þessum áætlunum verða breytt til að bæta upp tekjutap ríkissjóðs vegna veiðigjalda?Tannlækningar barna Ein af slæmum aukaverkunum þess þegar barnafjölskyldur ná ekki endum saman er að þær spara tannlækningar við fjölskylduna. Tímamótasamningur um fríar tannlækningar barna var eitt af síðustu verkum fyrri ríkisstjórnar. Þar fara saman bætt tannheilsa barna og bætt kjör heimila. Það var forgangsmál ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur að bæta hag barna um leið og færi gafst. Í þá átt voru tekin ákveðin skref sem nýja ríkisstjórnin og hagræðingarhópur hennar skipta vonandi ekki út fyrir afslátt á veiðigjaldi og undanþágur fyrir erlenda ferðamenn.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun