Mesta efni sögunnar Stefán Árni Pálsson skrifar 22. júlí 2013 07:00 Aníta Hinriksdóttir skrifaði nafn sitt í íslenskar sögubækur um helgina en hún leggur drög að keppni meðal fullorðinna. nordicphotos/Getty Hlauparinn Aníta Hinriksdóttir varð á laugardaginn Evrópumeistari í 800 metra hlaupi 19 ára og yngri í Rieti á Ítalíu. Þessi 17 ára stúlka náði því þeim merka áfanga að verða heims- og Evrópumeistari í sömu vikunni en Aníta varð heimsmeistari í sömu grein þann 14. júlí á heimsmeistaramóti 17 ára og yngri. Aníta kom í mark á tímanum 2:01,14 eftir harða baráttu við hina úkraínsku Olena Sidorska en í fyrsta sinn í sumar fékk Aníta alvöru mótspyrnu, og hún stóðst prófið vel. „Það mátti alveg búast við því að hún fengi meiri samkeppni í úrslitahlaupinu,“ segir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu. Olena Sidorska lét Anítu heldur betur hafa fyrir hlutunum í hlaupinu og þurfti sú íslenska að kreista fram síðustu dropana á lokasprettinum til að vinna hlaupið. „Hún er tveimur árum eldri en Aníta og hefur verið að hlaupa á svipuðum tíma. Það var alveg ljóst að þetta yrði hennar aðalkeppinautur. Ég átti í raun alveg eins von á því að Aníta myndi ekki vinna þetta mót og það kom mér í raun á óvart hversu mikla orku hún hafði eftir átökin í þessari viku. Ég leit á þetta mót til að afla sér reynslu og nýta það síðan í framtíðinni og verð því að viðurkenna það að ég bjóst ekki við gulli frá Anítu.“ Aníta er fædd þann 13. janúar árið 1996 og atti því kappi við stelpur sem eru tveimur árum eldri en hún í í Rieti. „Aníta er eina stelpan sem tók þátt í þessu úrslitahlaupi sem verður gjaldgeng á þetta mót eftir tvö ár.“ ÍR-ingurinn Aníta Hinriksdóttir vann sér keppnisrétt á heimsmeistaramót fullorðinna í Moskvu, sem fer fram í ágúst, en tók þá ákvörðun að einbeita sér frekar að þessum tveimur unglingamótum sem hún vann í síðustu viku. „Á næsta ári fer fram heimsmeistaramót 19 ára og yngri en við erum aftur á móti að hugsa um að taka þátt á Evrópumeistaramóti fullorðinna og taka þá það skref. Við Íslendingar höfum áður átt flott frjálsíþróttafólk sem hefur verið að standa sig vel á alþjóðlegum mælikvarða en vissulega hefur enginn áður unnið þessi mót og það bendir margt til þess að Aníta sé okkar allra mesta efni í sögunni.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fleiri fréttir Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Í beinni: FHL - FH | Hafnfirðingar fyrir austan Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Tom Brady steyptur í brons Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Celtics festa þjálfarann í sessi Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Sjá meira
Hlauparinn Aníta Hinriksdóttir varð á laugardaginn Evrópumeistari í 800 metra hlaupi 19 ára og yngri í Rieti á Ítalíu. Þessi 17 ára stúlka náði því þeim merka áfanga að verða heims- og Evrópumeistari í sömu vikunni en Aníta varð heimsmeistari í sömu grein þann 14. júlí á heimsmeistaramóti 17 ára og yngri. Aníta kom í mark á tímanum 2:01,14 eftir harða baráttu við hina úkraínsku Olena Sidorska en í fyrsta sinn í sumar fékk Aníta alvöru mótspyrnu, og hún stóðst prófið vel. „Það mátti alveg búast við því að hún fengi meiri samkeppni í úrslitahlaupinu,“ segir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu. Olena Sidorska lét Anítu heldur betur hafa fyrir hlutunum í hlaupinu og þurfti sú íslenska að kreista fram síðustu dropana á lokasprettinum til að vinna hlaupið. „Hún er tveimur árum eldri en Aníta og hefur verið að hlaupa á svipuðum tíma. Það var alveg ljóst að þetta yrði hennar aðalkeppinautur. Ég átti í raun alveg eins von á því að Aníta myndi ekki vinna þetta mót og það kom mér í raun á óvart hversu mikla orku hún hafði eftir átökin í þessari viku. Ég leit á þetta mót til að afla sér reynslu og nýta það síðan í framtíðinni og verð því að viðurkenna það að ég bjóst ekki við gulli frá Anítu.“ Aníta er fædd þann 13. janúar árið 1996 og atti því kappi við stelpur sem eru tveimur árum eldri en hún í í Rieti. „Aníta er eina stelpan sem tók þátt í þessu úrslitahlaupi sem verður gjaldgeng á þetta mót eftir tvö ár.“ ÍR-ingurinn Aníta Hinriksdóttir vann sér keppnisrétt á heimsmeistaramót fullorðinna í Moskvu, sem fer fram í ágúst, en tók þá ákvörðun að einbeita sér frekar að þessum tveimur unglingamótum sem hún vann í síðustu viku. „Á næsta ári fer fram heimsmeistaramót 19 ára og yngri en við erum aftur á móti að hugsa um að taka þátt á Evrópumeistaramóti fullorðinna og taka þá það skref. Við Íslendingar höfum áður átt flott frjálsíþróttafólk sem hefur verið að standa sig vel á alþjóðlegum mælikvarða en vissulega hefur enginn áður unnið þessi mót og það bendir margt til þess að Aníta sé okkar allra mesta efni í sögunni.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fleiri fréttir Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Í beinni: FHL - FH | Hafnfirðingar fyrir austan Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Tom Brady steyptur í brons Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Celtics festa þjálfarann í sessi Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti