Eitt prósent einstaklinga er kynlaust Sigga Dögg skrifar 25. júlí 2013 10:00 Eitt prósent einstaklinga er kynlaust en lítið er vitað um þennan hóp fólks. nordicphotos/getty Sp: Ég var í sambandi með stúlku sem „allt í einu“ hafði engan áhuga á kynlífi og sagði að það tengdist ekki mér heldur hefði hún bara almennt misst allan áhuga á kynlífi. Ég skoðaði þetta á netinu og sá eitthvað um að það væru til einstaklingar sem hefðu enga kynlöngun. Hvernig virkar það eiginlega? Ég veit að maður getur verið í mismiklu stuði en er maður þá bara aldrei í stuði þegar kynlöngunin er engin og getur það bara komið fyrir allt í einu? Við erum reyndar ekki saman lengur en ég hef mikið velt þessu fyrir mér.Svar: Það eru til einstaklingar sem skilgreina sína kynhneigð út frá því að hafa hvorki kynlöngun né kynferðislegan áhuga (e. asexual). Ég hef því miður ekki gott íslenskt orð yfir þessa kynhneigð því kynlausir finnst mér ekki eiga við þótt það sé vissulega notað. Þetta er ekki einsleitur hópur og sumir þeirra stunda sjálfsfróun og aðrir ekki. Hins vegar hafa allir tilfinningalegar þarfir og því eru sumir í samböndum sem geta verið innileg og náin en þó án kynferðislegs samneytis. Kynfærin geta samt sem áður svarað kynferðislegri örvun. Þá ber ekki að rugla þessum einstaklingum saman við þá sem kjósa að lifa skírlífi en slíkt tengist oftar en ekki trúarlegum ástæðum og getur varað tímabundið. Það er áætlað að um eitt prósent einstaklinga sé kynlaust og þetta er yfirleitt ekki eitthvað sem gerist á einni nóttu, ekki frekar en aðrar kynhneigðir. Þetta hefur hins vegar ekki verið mikið rannsakað, sérstaklega vegna þess að þetta er sjaldan valkostur fyrir kynhneigð í bakgrunnsbreytum rannsókna og því vitum við lítið um þennan hóp. Þó er ákveðin vitundarvakning um málefni þeirra og verða kynlausir sem sérhópur í Gaypride-göngum til dæmis í Bretlandi og Kanada í ár. Nú er ómögulegt fyrir mig að segja til um hvort kærasta þín hafi tímabundið misst áhugann eða alfarið en það er vissulega þekkt fyrirbæri að kynlöngun í langtímasamböndum dvíni og það geta margar ástæður verið fyrir því, bæði líkamlegar og andlegar. Sigga Dögg Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
Sp: Ég var í sambandi með stúlku sem „allt í einu“ hafði engan áhuga á kynlífi og sagði að það tengdist ekki mér heldur hefði hún bara almennt misst allan áhuga á kynlífi. Ég skoðaði þetta á netinu og sá eitthvað um að það væru til einstaklingar sem hefðu enga kynlöngun. Hvernig virkar það eiginlega? Ég veit að maður getur verið í mismiklu stuði en er maður þá bara aldrei í stuði þegar kynlöngunin er engin og getur það bara komið fyrir allt í einu? Við erum reyndar ekki saman lengur en ég hef mikið velt þessu fyrir mér.Svar: Það eru til einstaklingar sem skilgreina sína kynhneigð út frá því að hafa hvorki kynlöngun né kynferðislegan áhuga (e. asexual). Ég hef því miður ekki gott íslenskt orð yfir þessa kynhneigð því kynlausir finnst mér ekki eiga við þótt það sé vissulega notað. Þetta er ekki einsleitur hópur og sumir þeirra stunda sjálfsfróun og aðrir ekki. Hins vegar hafa allir tilfinningalegar þarfir og því eru sumir í samböndum sem geta verið innileg og náin en þó án kynferðislegs samneytis. Kynfærin geta samt sem áður svarað kynferðislegri örvun. Þá ber ekki að rugla þessum einstaklingum saman við þá sem kjósa að lifa skírlífi en slíkt tengist oftar en ekki trúarlegum ástæðum og getur varað tímabundið. Það er áætlað að um eitt prósent einstaklinga sé kynlaust og þetta er yfirleitt ekki eitthvað sem gerist á einni nóttu, ekki frekar en aðrar kynhneigðir. Þetta hefur hins vegar ekki verið mikið rannsakað, sérstaklega vegna þess að þetta er sjaldan valkostur fyrir kynhneigð í bakgrunnsbreytum rannsókna og því vitum við lítið um þennan hóp. Þó er ákveðin vitundarvakning um málefni þeirra og verða kynlausir sem sérhópur í Gaypride-göngum til dæmis í Bretlandi og Kanada í ár. Nú er ómögulegt fyrir mig að segja til um hvort kærasta þín hafi tímabundið misst áhugann eða alfarið en það er vissulega þekkt fyrirbæri að kynlöngun í langtímasamböndum dvíni og það geta margar ástæður verið fyrir því, bæði líkamlegar og andlegar.
Sigga Dögg Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira