Lögregla egndi gildru fyrir súkkulaðikúgara Stígur Helgason skrifar 4. september 2013 00:01 Finni Geirssyni barst torkennilegt bréf í janúarlok í fyrra. Það innihélt meðal annars tvö súkkulaðistykki sem í hafði verið sprautað bremsuvökva. Ákæra á hendur tveimur mönnum sem er gefið að sök að hafa reynt að kúga fé út úr Nóa Síríusi var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Mennirnir tveir eru 24 og 23 ára. Málið kom upp í ársbyrjun í fyrra og hófst með því, að því er segir í ákærunni, að annar mannanna setti umslag inn um lúguna á heimili Finns Geirssonar, forstjóra Nóa Síríuss, að morgni 30. janúar. Í umslaginu var bréf sem hinn maðurinn hafði skrifað og tvö súkkulaðistykki framleidd af Nóa Síríusi, eitt Pipp með myntufyllingu og annað með karamellu, sem bremsuvökva hafði verið sprautað í. „Bréfið innihélt hótun um að ef Nói Síríus hf. greiddi þeim ekki kr. 10.000.000, færu samskonar súkkulaðistykki, sem innihéldu vökva sem gæti reynst banvænn, í umferð í tugatali, auk annarra framleiðsluvara fyrirtækisins sem sprautuð yrðu með sama vökva,“ segir í ákærunni. Ríkissaksóknari segir í ákærunni að hótunin hafi falið í sér að yrði ekki orðið við kröfum tvímenninganna yrði unnið verulegt tjón á orðspori fyrirtækisins með því að innkalla þyrfti vörur og sala mundi dragast saman. Mennirnir fylgdu hótununum eftir með símtölum til Finns 31. janúar, 2. febrúar og 7. febrúar. Í síðastnefnda símtalinu gáfu þeir fyrirmæli um afhendingu fjárins. Lögregla handtók þá svo í Hamrahlíð síðar hinn 7. febrúar, eftir að þeir höfðu sótt pakkningu í bíl fyrir utan Hús verslunarinnar, sem þeir töldu að innihéldi milljónirnar tíu í seðlum. Annar mannanna hefur hlotið dóm fyrir líkamsárás. Í yfirlýsingu frá Nóa Síríusi fyrir tveimur vikum var lítið gert úr fjárkúgunartilrauninni og henni lýst sem viðvaningslegri. Sagði Sigurð Inga hafa átt hugmyndina Komið hefur fram að Sigurður Ingi Þórðarson, sem varð þekktur fyrir tengsl sín við Wikileaks, var grunaður um aðild að málinu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins bar annar hinna ákærðu að Sigurður Ingi hefði átt hugmyndina að öllu saman en ríkissaksóknari taldi ekki nægar sannanir fyrir hendi til að ákæra hann og felldi málið gagnvart honum niður. Það var raunar fyrir hans tilstilli sem málið rataði í fjölmiðla, eftir að hann birti bréfið frá ríkissaksóknara á Twitter-síðu sinni. Sigurður sat um skeið í gæsluvarðhaldi snemmsumars grunaður um fjársvik. Hann var sagður hafa svikið margar milljónir út úr fyrirtækjum með prókúru bókaforlags upp á vasann. Mál Sigga hakkara Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Jós í Kvikmyndasjóð og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Sjá meira
Ákæra á hendur tveimur mönnum sem er gefið að sök að hafa reynt að kúga fé út úr Nóa Síríusi var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Mennirnir tveir eru 24 og 23 ára. Málið kom upp í ársbyrjun í fyrra og hófst með því, að því er segir í ákærunni, að annar mannanna setti umslag inn um lúguna á heimili Finns Geirssonar, forstjóra Nóa Síríuss, að morgni 30. janúar. Í umslaginu var bréf sem hinn maðurinn hafði skrifað og tvö súkkulaðistykki framleidd af Nóa Síríusi, eitt Pipp með myntufyllingu og annað með karamellu, sem bremsuvökva hafði verið sprautað í. „Bréfið innihélt hótun um að ef Nói Síríus hf. greiddi þeim ekki kr. 10.000.000, færu samskonar súkkulaðistykki, sem innihéldu vökva sem gæti reynst banvænn, í umferð í tugatali, auk annarra framleiðsluvara fyrirtækisins sem sprautuð yrðu með sama vökva,“ segir í ákærunni. Ríkissaksóknari segir í ákærunni að hótunin hafi falið í sér að yrði ekki orðið við kröfum tvímenninganna yrði unnið verulegt tjón á orðspori fyrirtækisins með því að innkalla þyrfti vörur og sala mundi dragast saman. Mennirnir fylgdu hótununum eftir með símtölum til Finns 31. janúar, 2. febrúar og 7. febrúar. Í síðastnefnda símtalinu gáfu þeir fyrirmæli um afhendingu fjárins. Lögregla handtók þá svo í Hamrahlíð síðar hinn 7. febrúar, eftir að þeir höfðu sótt pakkningu í bíl fyrir utan Hús verslunarinnar, sem þeir töldu að innihéldi milljónirnar tíu í seðlum. Annar mannanna hefur hlotið dóm fyrir líkamsárás. Í yfirlýsingu frá Nóa Síríusi fyrir tveimur vikum var lítið gert úr fjárkúgunartilrauninni og henni lýst sem viðvaningslegri. Sagði Sigurð Inga hafa átt hugmyndina Komið hefur fram að Sigurður Ingi Þórðarson, sem varð þekktur fyrir tengsl sín við Wikileaks, var grunaður um aðild að málinu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins bar annar hinna ákærðu að Sigurður Ingi hefði átt hugmyndina að öllu saman en ríkissaksóknari taldi ekki nægar sannanir fyrir hendi til að ákæra hann og felldi málið gagnvart honum niður. Það var raunar fyrir hans tilstilli sem málið rataði í fjölmiðla, eftir að hann birti bréfið frá ríkissaksóknara á Twitter-síðu sinni. Sigurður sat um skeið í gæsluvarðhaldi snemmsumars grunaður um fjársvik. Hann var sagður hafa svikið margar milljónir út úr fyrirtækjum með prókúru bókaforlags upp á vasann.
Mál Sigga hakkara Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Jós í Kvikmyndasjóð og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Sjá meira