Sjúga höku og sleikja tennur Sigga Dögg skrifar 5. september 2013 12:00 Góður koss er gulli betra. Nordicphotos/getty Spurning: Takk fyrir frábæra pistla og þarfa umræðu! Mig langar til að bera undir þig eitt lítið vandamál mitt og kærasta míns, en þannig er mál með vexti að okkur gengur illa að kyssast! Kynlífið, faðmlögin og kelerí er fínt, en þegar kemur að því að kyssast með tungunni þá erum við hreinlega vandræðaleg. Við elskum bæði að kyssa með tungunni, myndum liggja og gera það tímunum saman ef það væri ekki þessi taktleysa í tungufiminni á milli okkar. Honum finnst ég kjánaleg, mér finnst hann kjánalegur en bæði eigum við fyrri elskhuga og höfum aldrei lent í þessu áður. Við elskum hvort annað og samveruna (en erum svo sem ekki yfir okkur ástfangin á bleiku skýi)… Getur verið að þetta sé skortur á líffræðilegri hrifningu, kemistríu? Að taugarnar í tungunum séu að mótmæla? Elsku Sigga, ég vona að þú hafir svar fyrir okkur.Svar: Ég þakka kærlega hólið, það er alltaf gott að vera vel metin. Varðandi krísuna ykkar þá dettur mér helst í hug atriði úr bíómyndinni Paradise: Love þar sem konan er að leiðbeina bólfélaga sínum hvernig hún fíli að láta kyssa sig. Hún biður hann vinsamlegast um að beita tungunni blíðlega og kyssa sig rólega. Lýsingin vekur smá kjánahroll en þetta er samt það sem þið þurfið að gera, tala saman og leiðbeina hvort öðru. Ég hef lent í slæmum sleik og það er frekar glatað. Leiðbeiningar svínvirka. Ef þig á annað borð langar í sleik með viðkomandi, og hann með þér, þá ætti hrifning ekki að vera vandamál. Þið þurfið bara að samræma tæknina og finna hvað hentar ykkur. Kannski minni tunga, fleiri kossar eða alveg öfugt? Fyrri saga kossaflens hefur ekkert með þetta að gera því öll erum við einstök með ólíkar langanir. Ég hef heyrt af fólki sem fílar að láta sjúga á sér hökuna og sleikja tennurnar. Slíkt væri alls ekki vænlegt til vinnings í mínum bókum og rökin að öðrum elskhugum hefði þótt það æsandi myndi ekki gera það að verkum að ég sæi villu míns vegar. Það má æfa sleiktækni og finna ykkar takt, rétt eins og með annað í samlífinu. Gangi ykkur vel. Sigga Dögg Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Fleiri fréttir Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Sjá meira
Spurning: Takk fyrir frábæra pistla og þarfa umræðu! Mig langar til að bera undir þig eitt lítið vandamál mitt og kærasta míns, en þannig er mál með vexti að okkur gengur illa að kyssast! Kynlífið, faðmlögin og kelerí er fínt, en þegar kemur að því að kyssast með tungunni þá erum við hreinlega vandræðaleg. Við elskum bæði að kyssa með tungunni, myndum liggja og gera það tímunum saman ef það væri ekki þessi taktleysa í tungufiminni á milli okkar. Honum finnst ég kjánaleg, mér finnst hann kjánalegur en bæði eigum við fyrri elskhuga og höfum aldrei lent í þessu áður. Við elskum hvort annað og samveruna (en erum svo sem ekki yfir okkur ástfangin á bleiku skýi)… Getur verið að þetta sé skortur á líffræðilegri hrifningu, kemistríu? Að taugarnar í tungunum séu að mótmæla? Elsku Sigga, ég vona að þú hafir svar fyrir okkur.Svar: Ég þakka kærlega hólið, það er alltaf gott að vera vel metin. Varðandi krísuna ykkar þá dettur mér helst í hug atriði úr bíómyndinni Paradise: Love þar sem konan er að leiðbeina bólfélaga sínum hvernig hún fíli að láta kyssa sig. Hún biður hann vinsamlegast um að beita tungunni blíðlega og kyssa sig rólega. Lýsingin vekur smá kjánahroll en þetta er samt það sem þið þurfið að gera, tala saman og leiðbeina hvort öðru. Ég hef lent í slæmum sleik og það er frekar glatað. Leiðbeiningar svínvirka. Ef þig á annað borð langar í sleik með viðkomandi, og hann með þér, þá ætti hrifning ekki að vera vandamál. Þið þurfið bara að samræma tæknina og finna hvað hentar ykkur. Kannski minni tunga, fleiri kossar eða alveg öfugt? Fyrri saga kossaflens hefur ekkert með þetta að gera því öll erum við einstök með ólíkar langanir. Ég hef heyrt af fólki sem fílar að láta sjúga á sér hökuna og sleikja tennurnar. Slíkt væri alls ekki vænlegt til vinnings í mínum bókum og rökin að öðrum elskhugum hefði þótt það æsandi myndi ekki gera það að verkum að ég sæi villu míns vegar. Það má æfa sleiktækni og finna ykkar takt, rétt eins og með annað í samlífinu. Gangi ykkur vel.
Sigga Dögg Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Fleiri fréttir Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Sjá meira