Auglýst eftir ábyrgð! Steingrímur J. Sigfússon skrifar 6. september 2013 06:00 Að undanförnu hafa stjórnarliðar fært fyrir því kostuleg rök að auðlegðarskattur hljóti nú að leggjast af. Þeir telja að sökum þess að lagaákvæði þar um hafi ekki ótímabundið gildi verði skatturinn að hverfa. Ekki er nú hátt risið á slíkum málflutningi þegar betur er að gáð. Nægur tími er til stefnu út þetta ár að gera fullnægjandi ráðstafanir hvað tekjuöflun á þessum forsendum eins og öðrum varðar, samhliða afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 2014. Ekki hef ég heldur frétt af því að nýja ríkisstjórn skorti þingstyrk til að koma þeim málum fram sem hún vill og tengjast hag ríkisins. Viljinn til þess er allt annað mál og hann virðist skorta í þessu tilviki. Annaðhvort vilja menn eða vilja ekki framlengja það fyrirkomulag að nokkur þúsund efnuðustu einstaklingar og fjölskyldur samfélagsins leggi lítils háttar aukalega af mörkum á þessum erfiðu tímum og í samræmi við auð sinn. Ekki skorti þingstyrk þegar stjórnin kom þeim til hjálpar sl. vor sem hún augljóslega mat í mestri þörf fyrir ívilnandi ráðstafanir, sem eins og kunnugt er voru sjávarútvegurinn og ferðaþjónustan. Eins má spyrja hvort til standi að beita sömu röksemdum víðar og þannig t.d. ekki uppfæra til verðlags ýmsa tekjupósta bundna föstum krónutölum í lögum til árs í senn? Vonandi ekki og þar með hrynur málsvörnin. Ríkisstjórnin mun væntanlega leggja til við Alþingi í ráðstöfunarfrumvörpum eða í bandormi margs konar uppfærslur til verðlags, framlengingu ráðstafana með tímabundið gildi o.s.frv. Ábyrgðin á slíkum ráðstöfunum og meðferð ríkisfjármála í heild liggur hjá sitjandi ríkisstjórn og meirihluta hennar hverju sinni og hvergi annars staðar.Margs konar ráðstafanir með tímabundið gildi Auðlegðarskattar, stóreigna- eða eignaskattar eru vel þekkt fyrirbæri að gömlu og nýju. Skattandlagið er auður, þ.e. yfirleitt hreinar eignir fólks umfram skuldir, samkvæmt nánari skilgreiningu. Hér var valin sú leið að taka upp raunverulegan auðlegðar- eða stóreignaskatt þar sem einungis yrði greitt af hreinni eign ofan við tiltölulega há fjárhæðarmörk á íslenskan mælikvarða, enda greiðendurnir aðeins nokkur þúsund auðugustu einstaklingar og fjölskyldur landsins eins og áður sagði. Tiltölulega hliðstæður skattur er við líði í Noregi svo dæmi sé tekið og nefnist þar „formue“-skattur. Í mörgum öðrum löndum þar sem glímt hefur verið við efnahagserfiðleika hafa menn að undanförnu ýmist tekið upp einhverjar hliðstæður eða áforma að gera það. Auðlegðarskatturinn var innleiddur sem liður í fjölþættum og viðamiklum aðgerðum til að forða ríkissjóði Íslands frá gjaldþroti. Mjög margar þessara ráðstafana voru, a.m.k. í fyrstu, innleiddar til eins eða nokkurra ára í senn. Gilti það bæði um tekjuöflunaraðgerðir, sparnaðarráðstafanir og ívilnandi eða hvetjandi ráðstafanir. Má í þeim hópi nefna; kolefnisgjald (sem seinna var gert ótímabundið), auðlindagjald á orku, fjársýsluskatt á fjármálaþjónustu, 100% endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna viðhalds og endurbóta á íbúðarhúsnæði og húsnæði sveitarfélaga („allir vinna“ átakið), heimild til úttektar séreignasparnaðar, minni frádráttarbærni vegna inngreiðslna í séreignarsjóði og þannig mætti áfram telja. Ýmsar ástæður voru fyrir þessu. Sumar voru nýmæli og því líklegt að einhverjar breytingar kynnu að vera gerðar samhliða framlengingu. Stundum var verið að innleiða breytingar í áföngum. Í öðrum tilvikum þótti með tímabundnu gildi ástæða til að undirstrika að viðkomandi ráðstöfunum væri ekki endilega ætlað að standa óbreyttum að eilífu og allt þetta auðvitað háð framvindu efnahags- og ríkisfjármálanna.Afnám auðlegðarskatts = 8-9 milljarða niðurskurður? Aðalatriði málsins er þó að allar þessar víðtæku aðgerðir voru og eru hluti af áætlun í ríkisfjármálum til meðallangs tíma. Fyrst áætlun í ríkisfjármálum 2009-2013, svo 2012-2015 (Herðubreið) og loks 2013-2016 (Keilir). Í þessum áætlunum eða ritum, sem og í greinargerðum með fjárlagafrumvörpum og víðar, hefur alltaf verið gerð grein fyrir því að viðkomandi ráðstafanir séu hluti af forsendum ríkisfjármálaáætlunarinnar. Með öðrum orðum, taki þær breytingum til lækkunar eða hverfi, þurfa aðrar jafngildar ráðstafanir að koma til á móti svo forsendur áætlunarinnar haldi. Það er undan þessum veruleika sem núverandi ríkisstjórn kemst ekki með útúrsnúningum. Ef mikilvægur tekjupóstur eins og auðlegðarskatturinn hverfur á einu bretti, tekjur upp á 8-9 milljarða króna, er stórt skarð höggvið í ríkisfjármálaáætlun næstu ára í viðbót við það sem fór fyrir borð í vor. Með því að breyta einu einasta ártali í lögum um tekju- og eignaskatt má framlengja auðlegðarskattinn til eins eða fleiri ára í senn. Ef stjórnarmeirihlutinn ræður ekki við það tæknilega má vera honum innan handar. Pólitíska ábyrgðin er meirihlutans hvernig sem fer. En hér er fyrst og fremst lýst eftir ábyrgð almennt. Ábyrgð og aftur ábyrgð í ríkisfjármálum er það sem gildir. Annað er landinu stórhættulegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Að undanförnu hafa stjórnarliðar fært fyrir því kostuleg rök að auðlegðarskattur hljóti nú að leggjast af. Þeir telja að sökum þess að lagaákvæði þar um hafi ekki ótímabundið gildi verði skatturinn að hverfa. Ekki er nú hátt risið á slíkum málflutningi þegar betur er að gáð. Nægur tími er til stefnu út þetta ár að gera fullnægjandi ráðstafanir hvað tekjuöflun á þessum forsendum eins og öðrum varðar, samhliða afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 2014. Ekki hef ég heldur frétt af því að nýja ríkisstjórn skorti þingstyrk til að koma þeim málum fram sem hún vill og tengjast hag ríkisins. Viljinn til þess er allt annað mál og hann virðist skorta í þessu tilviki. Annaðhvort vilja menn eða vilja ekki framlengja það fyrirkomulag að nokkur þúsund efnuðustu einstaklingar og fjölskyldur samfélagsins leggi lítils háttar aukalega af mörkum á þessum erfiðu tímum og í samræmi við auð sinn. Ekki skorti þingstyrk þegar stjórnin kom þeim til hjálpar sl. vor sem hún augljóslega mat í mestri þörf fyrir ívilnandi ráðstafanir, sem eins og kunnugt er voru sjávarútvegurinn og ferðaþjónustan. Eins má spyrja hvort til standi að beita sömu röksemdum víðar og þannig t.d. ekki uppfæra til verðlags ýmsa tekjupósta bundna föstum krónutölum í lögum til árs í senn? Vonandi ekki og þar með hrynur málsvörnin. Ríkisstjórnin mun væntanlega leggja til við Alþingi í ráðstöfunarfrumvörpum eða í bandormi margs konar uppfærslur til verðlags, framlengingu ráðstafana með tímabundið gildi o.s.frv. Ábyrgðin á slíkum ráðstöfunum og meðferð ríkisfjármála í heild liggur hjá sitjandi ríkisstjórn og meirihluta hennar hverju sinni og hvergi annars staðar.Margs konar ráðstafanir með tímabundið gildi Auðlegðarskattar, stóreigna- eða eignaskattar eru vel þekkt fyrirbæri að gömlu og nýju. Skattandlagið er auður, þ.e. yfirleitt hreinar eignir fólks umfram skuldir, samkvæmt nánari skilgreiningu. Hér var valin sú leið að taka upp raunverulegan auðlegðar- eða stóreignaskatt þar sem einungis yrði greitt af hreinni eign ofan við tiltölulega há fjárhæðarmörk á íslenskan mælikvarða, enda greiðendurnir aðeins nokkur þúsund auðugustu einstaklingar og fjölskyldur landsins eins og áður sagði. Tiltölulega hliðstæður skattur er við líði í Noregi svo dæmi sé tekið og nefnist þar „formue“-skattur. Í mörgum öðrum löndum þar sem glímt hefur verið við efnahagserfiðleika hafa menn að undanförnu ýmist tekið upp einhverjar hliðstæður eða áforma að gera það. Auðlegðarskatturinn var innleiddur sem liður í fjölþættum og viðamiklum aðgerðum til að forða ríkissjóði Íslands frá gjaldþroti. Mjög margar þessara ráðstafana voru, a.m.k. í fyrstu, innleiddar til eins eða nokkurra ára í senn. Gilti það bæði um tekjuöflunaraðgerðir, sparnaðarráðstafanir og ívilnandi eða hvetjandi ráðstafanir. Má í þeim hópi nefna; kolefnisgjald (sem seinna var gert ótímabundið), auðlindagjald á orku, fjársýsluskatt á fjármálaþjónustu, 100% endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna viðhalds og endurbóta á íbúðarhúsnæði og húsnæði sveitarfélaga („allir vinna“ átakið), heimild til úttektar séreignasparnaðar, minni frádráttarbærni vegna inngreiðslna í séreignarsjóði og þannig mætti áfram telja. Ýmsar ástæður voru fyrir þessu. Sumar voru nýmæli og því líklegt að einhverjar breytingar kynnu að vera gerðar samhliða framlengingu. Stundum var verið að innleiða breytingar í áföngum. Í öðrum tilvikum þótti með tímabundnu gildi ástæða til að undirstrika að viðkomandi ráðstöfunum væri ekki endilega ætlað að standa óbreyttum að eilífu og allt þetta auðvitað háð framvindu efnahags- og ríkisfjármálanna.Afnám auðlegðarskatts = 8-9 milljarða niðurskurður? Aðalatriði málsins er þó að allar þessar víðtæku aðgerðir voru og eru hluti af áætlun í ríkisfjármálum til meðallangs tíma. Fyrst áætlun í ríkisfjármálum 2009-2013, svo 2012-2015 (Herðubreið) og loks 2013-2016 (Keilir). Í þessum áætlunum eða ritum, sem og í greinargerðum með fjárlagafrumvörpum og víðar, hefur alltaf verið gerð grein fyrir því að viðkomandi ráðstafanir séu hluti af forsendum ríkisfjármálaáætlunarinnar. Með öðrum orðum, taki þær breytingum til lækkunar eða hverfi, þurfa aðrar jafngildar ráðstafanir að koma til á móti svo forsendur áætlunarinnar haldi. Það er undan þessum veruleika sem núverandi ríkisstjórn kemst ekki með útúrsnúningum. Ef mikilvægur tekjupóstur eins og auðlegðarskatturinn hverfur á einu bretti, tekjur upp á 8-9 milljarða króna, er stórt skarð höggvið í ríkisfjármálaáætlun næstu ára í viðbót við það sem fór fyrir borð í vor. Með því að breyta einu einasta ártali í lögum um tekju- og eignaskatt má framlengja auðlegðarskattinn til eins eða fleiri ára í senn. Ef stjórnarmeirihlutinn ræður ekki við það tæknilega má vera honum innan handar. Pólitíska ábyrgðin er meirihlutans hvernig sem fer. En hér er fyrst og fremst lýst eftir ábyrgð almennt. Ábyrgð og aftur ábyrgð í ríkisfjármálum er það sem gildir. Annað er landinu stórhættulegt.
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar