Íslenskt "gúmmelaði“ á kvikmyndahátíð Sara McMahon skrifar 13. september 2013 11:00 Fimm kvikmyndir verða sýndar í flokknum Ísland í brennidepli á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, RIFF, í lok mánaðarins. „Hátíðin er bæði ætluð alþjóðlegum og íslenskum kvikmyndum. Í þessum flokki eru íslenskar myndir og myndir sem varða Ísland á einhvern hátt, til dæmis myndir sem gerast á Íslandi en eru eftir erlenda leikstjóra. Í ár verður alls konar „gúmmelaði“ í boði, meðal annars heimildarmyndin Aska sem fékk verðlaun sem besta heimildarmyndin á Skjaldborg, og stuttmyndin Hvalfjörður sem hlaut verðlaun á hátíðinni í Cannes í ár,“ segir Gunnar Hjálmarsson, starfsmaður kynningardeildar RIFF. Hátíðin fer fram 26. september til 6. október.SVONA ER SANLITUN THIS IS SANLITUNLeikstjóri: Robert Ingi Douglas (ICE / IRE / CHI) 2013 Róbert Ingi Douglas snýr aftur með grínmynd sem gerist í Kína. Gary er í Peking til að meika það. Eftir að honum mistekst að vekja hrifningu kínverskra fjárfesta fer hann að kenna ensku og soga í sig lífsspeki Franks, hins óhæfa læriföður. Myndin er opnunarmynd RIFF. Leikarinn Carlos Ottery leikur Gary. Hann flutti til Kína árið 2008 og starfaði sem enskukennari í nokkur ár. Hann stofnaði síðar uppistandsklúbbinn Comedy Club China í Peking og nýtur staðurinn mikilla vinsælda. Hlutverk Gary er frumraun hans á sviði leiklistar.ASKA ASHLeikstjóri: Herbert Sveinbjörnsson (ICE) 2013 Aska er heimildarmynd um afleiðingar eldgosanna í Eyjafjallajökli á árunum 2010 til 2011. Hún segir sögu þriggja fjölskyldna sem búa í nágrenni við jökulinn og stórbrotin áhrif eldhræringanna á líf þeirra. Myndin er verðlaunamynd Skjaldborgarhátíðarinnar. Í febrúar fyrra sagði Fréttablaðið frá þvíað Herbert Sveinbjörnsson, leikstjóri myndarinnar, væri önnum kafinn við að framleiða íslenskan raunveruleikaþátt þar sem fylgst yrði með lífi fjögurra íslenskra ungmenna.NAKIN LULU LULU IN THE NUDELeikstjóri:Sólveig Anspach (FRA) 2013 Í kjölfar þess að starfsviðtal fer á versta veg ákveður Lulu að yfirgefa eiginmann sinn og þrjú börn. Að vera slík ævintýrakona er hins vegar hægara sagt en gert. Leikkonan Karin Viard, sem fer með titilhlutverkið, er þekkt leikkona í föðurlandi sínu, Frakklandi. Hún er hvað þekktust fyrir hlutverk sitt í myndunum Delicatessen, Polisse og Time Out. Hún sat í dómnefnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2003.DAGAR GRÁMANS DAYS OF GRAYLeikstjóri: Ani Simon-Kennedy (ICE / USA) 2012 Days of Gray er tímalaus uppvaxtarsaga ungs drengs. Myndin er algjörlega laus við samtöl og tónlistin við myndina er frumsamin af íslensku hljómsveitinni Hjaltalín. Leikstjóri myndarinnar, Ani Simon-Kennedy, var lærlingur tökumanns kvikmyndarinnar Midnight in Paris eftir Woody Allen. Leikkonan Diljá Valsdóttir, sem leikur ungu stúlkuna í Dögum grámans, fer einnig með hlutverk í myndinni Málmhaus í leikstjórn Ragnars Bragasonar.BÚÐIN THE SHOPLeikstjóri: Árni Gunnarsson (ICE) 2013 Sá sem kemur inn í Verslun H. Júlíussonar á Sauðárkróki ferðast í huganum áratugi aftur í tímann. Í Búðinni kynnumst við Bjarna og Dísu konu hans, fjölskyldu þeirra og vinum. Árni Gunnarsson var tilnefndur til Edduverðlaunanna fyrir heimildarmynd ársins árið 2010 fyrir myndina Kraftur-Síðasti spretturinn. Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Fimm kvikmyndir verða sýndar í flokknum Ísland í brennidepli á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, RIFF, í lok mánaðarins. „Hátíðin er bæði ætluð alþjóðlegum og íslenskum kvikmyndum. Í þessum flokki eru íslenskar myndir og myndir sem varða Ísland á einhvern hátt, til dæmis myndir sem gerast á Íslandi en eru eftir erlenda leikstjóra. Í ár verður alls konar „gúmmelaði“ í boði, meðal annars heimildarmyndin Aska sem fékk verðlaun sem besta heimildarmyndin á Skjaldborg, og stuttmyndin Hvalfjörður sem hlaut verðlaun á hátíðinni í Cannes í ár,“ segir Gunnar Hjálmarsson, starfsmaður kynningardeildar RIFF. Hátíðin fer fram 26. september til 6. október.SVONA ER SANLITUN THIS IS SANLITUNLeikstjóri: Robert Ingi Douglas (ICE / IRE / CHI) 2013 Róbert Ingi Douglas snýr aftur með grínmynd sem gerist í Kína. Gary er í Peking til að meika það. Eftir að honum mistekst að vekja hrifningu kínverskra fjárfesta fer hann að kenna ensku og soga í sig lífsspeki Franks, hins óhæfa læriföður. Myndin er opnunarmynd RIFF. Leikarinn Carlos Ottery leikur Gary. Hann flutti til Kína árið 2008 og starfaði sem enskukennari í nokkur ár. Hann stofnaði síðar uppistandsklúbbinn Comedy Club China í Peking og nýtur staðurinn mikilla vinsælda. Hlutverk Gary er frumraun hans á sviði leiklistar.ASKA ASHLeikstjóri: Herbert Sveinbjörnsson (ICE) 2013 Aska er heimildarmynd um afleiðingar eldgosanna í Eyjafjallajökli á árunum 2010 til 2011. Hún segir sögu þriggja fjölskyldna sem búa í nágrenni við jökulinn og stórbrotin áhrif eldhræringanna á líf þeirra. Myndin er verðlaunamynd Skjaldborgarhátíðarinnar. Í febrúar fyrra sagði Fréttablaðið frá þvíað Herbert Sveinbjörnsson, leikstjóri myndarinnar, væri önnum kafinn við að framleiða íslenskan raunveruleikaþátt þar sem fylgst yrði með lífi fjögurra íslenskra ungmenna.NAKIN LULU LULU IN THE NUDELeikstjóri:Sólveig Anspach (FRA) 2013 Í kjölfar þess að starfsviðtal fer á versta veg ákveður Lulu að yfirgefa eiginmann sinn og þrjú börn. Að vera slík ævintýrakona er hins vegar hægara sagt en gert. Leikkonan Karin Viard, sem fer með titilhlutverkið, er þekkt leikkona í föðurlandi sínu, Frakklandi. Hún er hvað þekktust fyrir hlutverk sitt í myndunum Delicatessen, Polisse og Time Out. Hún sat í dómnefnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2003.DAGAR GRÁMANS DAYS OF GRAYLeikstjóri: Ani Simon-Kennedy (ICE / USA) 2012 Days of Gray er tímalaus uppvaxtarsaga ungs drengs. Myndin er algjörlega laus við samtöl og tónlistin við myndina er frumsamin af íslensku hljómsveitinni Hjaltalín. Leikstjóri myndarinnar, Ani Simon-Kennedy, var lærlingur tökumanns kvikmyndarinnar Midnight in Paris eftir Woody Allen. Leikkonan Diljá Valsdóttir, sem leikur ungu stúlkuna í Dögum grámans, fer einnig með hlutverk í myndinni Málmhaus í leikstjórn Ragnars Bragasonar.BÚÐIN THE SHOPLeikstjóri: Árni Gunnarsson (ICE) 2013 Sá sem kemur inn í Verslun H. Júlíussonar á Sauðárkróki ferðast í huganum áratugi aftur í tímann. Í Búðinni kynnumst við Bjarna og Dísu konu hans, fjölskyldu þeirra og vinum. Árni Gunnarsson var tilnefndur til Edduverðlaunanna fyrir heimildarmynd ársins árið 2010 fyrir myndina Kraftur-Síðasti spretturinn.
Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira