Hættum þessum rugli, ræðum saman! Ellen Calmon skrifar 10. október 2013 06:00 Öll viljum við betra samfélag, öll viljum við geta treyst grunnstoðum samfélagsins fyrir heilsu okkar og velferð. Ekki satt? Tilfinningin er hins vegar oft sú að við fáum litlu um það ráðið. Ein megináherslan í starfi Öryrkjabandalags Íslands á að vera samstarf og samningsumleitanir fyrir samfélagið, með áherslu á samræðu milli stjórnvalda, félaga sjúkra og fatlaðra og atvinnulífsins um lausnamiðaðar tillögur. Nú þegar fjárlagafrumvarp fyrir árið 2014 er komið fram er ljóst að þar má finna margt sem eykur enn frekar á ugg og óvissu minna félaga í ÖBÍ. Ekki verður betur séð en bæta eigi kjör öryrkja og aldraðra og því ber vissulega að fagna. En um leið virðist lögð áhersla á að draga úr notkun ákveðinna lyfja og auka greiðsluþátttöku vegna sjúkrahúslegu, ásamt endurskoðun á örorkumati og almannatryggingakerfinu. Ætlunin virðist að fyrirbyggja um 600 milljóna króna kostnaðarhækkun. Slíkt hljómar ógnandi í eyrum margra. Félagsmenn í aðildarfélögum ÖBÍ eru um 27.000 eða rúmlega 8% þjóðarinnar og þá hafa aðstandendur ekki verið upptaldir. Vilji ríkisstjórnin ná sátt í samfélaginu er mikilvægt að hún kalli fulltrúa þessa hóps til samráðs. Þannig aukast líkur á heillavænlegri forgangsröðun, samfélaginu öllu til góða. Nái ég kjöri til formanns Öryrkjabandalags Íslands 19. október næstkomandi lýsi ég mig reiðubúna til að koma að slíku samráði fyrir hönd bandalagsins. Saman erum við sterkari! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellen Jacqueline Calmon Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Sjá meira
Öll viljum við betra samfélag, öll viljum við geta treyst grunnstoðum samfélagsins fyrir heilsu okkar og velferð. Ekki satt? Tilfinningin er hins vegar oft sú að við fáum litlu um það ráðið. Ein megináherslan í starfi Öryrkjabandalags Íslands á að vera samstarf og samningsumleitanir fyrir samfélagið, með áherslu á samræðu milli stjórnvalda, félaga sjúkra og fatlaðra og atvinnulífsins um lausnamiðaðar tillögur. Nú þegar fjárlagafrumvarp fyrir árið 2014 er komið fram er ljóst að þar má finna margt sem eykur enn frekar á ugg og óvissu minna félaga í ÖBÍ. Ekki verður betur séð en bæta eigi kjör öryrkja og aldraðra og því ber vissulega að fagna. En um leið virðist lögð áhersla á að draga úr notkun ákveðinna lyfja og auka greiðsluþátttöku vegna sjúkrahúslegu, ásamt endurskoðun á örorkumati og almannatryggingakerfinu. Ætlunin virðist að fyrirbyggja um 600 milljóna króna kostnaðarhækkun. Slíkt hljómar ógnandi í eyrum margra. Félagsmenn í aðildarfélögum ÖBÍ eru um 27.000 eða rúmlega 8% þjóðarinnar og þá hafa aðstandendur ekki verið upptaldir. Vilji ríkisstjórnin ná sátt í samfélaginu er mikilvægt að hún kalli fulltrúa þessa hóps til samráðs. Þannig aukast líkur á heillavænlegri forgangsröðun, samfélaginu öllu til góða. Nái ég kjöri til formanns Öryrkjabandalags Íslands 19. október næstkomandi lýsi ég mig reiðubúna til að koma að slíku samráði fyrir hönd bandalagsins. Saman erum við sterkari!
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar