Má ekki anda þá er maður bara tekinn út af Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2013 10:00 Andy Johnston tók við Keflavíkurliðinu í sumar. Mynd/Vilhelm Keflavíkurhraðlestin er komin á fulla ferð í körfunni undir stjórn nýja lestarstjórans Andys Johnston og fylgdi eftir stórsigrum á Snæfelli (96-70) og KR (89-58) á úrslitahelgi Lengjubikarsins með því að vinna sannfærandi 25 stiga sigur á Stjörnunni, 88-63, í 1. umferð Dominos-deildarinnar á fimmtudagskvöldið. Keflavíkurliðið hefur unnið tíu af tólf leikhlutum í þessum þremur leikjum og andstæðingarnir hafa aðeins náð að skora 63,7 stig að meðaltali í leik. Aðeins einn leikhluti hefur tapast og það gerðist í undanúrslitaleiknum í Lengjubikarnum þegar Keflavíkurliðið var komið 28 stig yfir í leiknum. En hvað hefur breyst með komu bandaríska þjálfarans Andys Johnston? „Menn eru smeykir við nýtt blóð og eru alltaf í botni vegna þess að ef maður andar inni á vellinum er maður bara tekinn út af,“ segir fyrirliðinn Magnús Þór Gunnarsson. Hann segir það líka breyta miklu að fá Guðmund Jónsson inn í liðið. „Hann er klikkaður varnarmaður og það er æðislegt að spila með honum. Guðmundur var fenginn til okkar til að bæta breiddina og spila þessa hörkuvörn sem hann gerir. Ég veit að Gummi kemur síðan í vetur og tekur einn 30 til 40 stiga leik eins og hann hefur oft gert áður. Ég hlakka bara til að sjá það,“ segir Magnús. „Mér finnst mjög skrýtið að okkur var bara spáð öðru sætinu þó að við værum búnir að fá þrjá góða Íslendinga og besta varnarmanninn í viðbót við sama lið og í fyrra. Þetta er góð byrjun á góðum vetri hjá okkur,“ segir Magnús Þór. Hann er ekki þekktur fyrir að láta til sín taka í varnarleiknum en finnur sig í svæðisvörninni með félögum sínum. „Þó að það komi frá mér er rosalega gaman að spila vörn með þessu liði og eftir þessum áherslum sem þjálfarinn er með,“ sagði Magnús Þór eftir sigurinn á Stjörnunni. Dominos-deild karla Mest lesið Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Handbolti Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Fótbolti Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Enski boltinn Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Enski boltinn KA/Þór með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Sjá meira
Keflavíkurhraðlestin er komin á fulla ferð í körfunni undir stjórn nýja lestarstjórans Andys Johnston og fylgdi eftir stórsigrum á Snæfelli (96-70) og KR (89-58) á úrslitahelgi Lengjubikarsins með því að vinna sannfærandi 25 stiga sigur á Stjörnunni, 88-63, í 1. umferð Dominos-deildarinnar á fimmtudagskvöldið. Keflavíkurliðið hefur unnið tíu af tólf leikhlutum í þessum þremur leikjum og andstæðingarnir hafa aðeins náð að skora 63,7 stig að meðaltali í leik. Aðeins einn leikhluti hefur tapast og það gerðist í undanúrslitaleiknum í Lengjubikarnum þegar Keflavíkurliðið var komið 28 stig yfir í leiknum. En hvað hefur breyst með komu bandaríska þjálfarans Andys Johnston? „Menn eru smeykir við nýtt blóð og eru alltaf í botni vegna þess að ef maður andar inni á vellinum er maður bara tekinn út af,“ segir fyrirliðinn Magnús Þór Gunnarsson. Hann segir það líka breyta miklu að fá Guðmund Jónsson inn í liðið. „Hann er klikkaður varnarmaður og það er æðislegt að spila með honum. Guðmundur var fenginn til okkar til að bæta breiddina og spila þessa hörkuvörn sem hann gerir. Ég veit að Gummi kemur síðan í vetur og tekur einn 30 til 40 stiga leik eins og hann hefur oft gert áður. Ég hlakka bara til að sjá það,“ segir Magnús. „Mér finnst mjög skrýtið að okkur var bara spáð öðru sætinu þó að við værum búnir að fá þrjá góða Íslendinga og besta varnarmanninn í viðbót við sama lið og í fyrra. Þetta er góð byrjun á góðum vetri hjá okkur,“ segir Magnús Þór. Hann er ekki þekktur fyrir að láta til sín taka í varnarleiknum en finnur sig í svæðisvörninni með félögum sínum. „Þó að það komi frá mér er rosalega gaman að spila vörn með þessu liði og eftir þessum áherslum sem þjálfarinn er með,“ sagði Magnús Þór eftir sigurinn á Stjörnunni.
Dominos-deild karla Mest lesið Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Handbolti Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Fótbolti Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Enski boltinn Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Enski boltinn KA/Þór með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Sjá meira