Sæðisofnæmi hrjáir oftast konur milli tvítugs og þrítugs Sigga Dögg skrifar 17. október 2013 10:00 Einkenni sæðisofnæmis eru oftast staðbundin við skapabarma og/eða leggöng og líkjast einkennum sveppasýkingar. Nordicphotos/getty ?Mig langar að vita meira um eitt mál sem ég hreinlega á erfitt með að trúa að sé til og það er sæðisofnæmi. Kærasta mín segist vera með það. Ég má bara helst ekki fá það inni í henni því hún segir að sig svíði og það sé vont. Ég hef prófað að nota smokkinn og þá finnur hún ekki til, ekki heldur ef ég tek hann út áður, en mér finnst þetta samt svolítið sérstakt og hef aldrei lent í þessu áður eða heyrt af þessu. Því spyr ég hvort þetta sé í alvöru til og er hægt að lækna þetta?Svar: Já, þetta er til og er rétt hjá kærustu þinni, hún getur verið með ofnæmi fyrir sæði. Nú vil ég byrja á því að taka það fram að ég er ekki læknir og ávallt er best að leita til læknis með kvilla sem herja á líkamann. Einkenni sæðisofnæmis eru oftast staðbundin við skapabarma og/eða leggöng og líkjast einkennum sveppasýkingar (kláði, bruna tilfinning og sviði). Þau koma oftast fram fimm til þrjátíu mínútum eftir samfarir með sáðláti. Þetta er talið frekar sjaldgæft og á það til að vera misgreint sem eitthvað annað, til dæmis sveppasýking. Til að greina sæðisofnæmi rétt þá er mælt með því að kanna hvort einkennin birtist þegar samfarir eru stundaðar með smokk og/eða þegar engar samfarir eru hafðar með typpi. Ef þetta er sæðisofnæmi þá ættu engin einkenni að birtast, eins og þið hafið nú þegar komist að. Það er talið að helmingur kvenna með sæðisofnæmi séu einnig með annað ofnæmi. Ofnæmið hrjáir oftast konur milli tvítugs og þrítugs og getur verið einstaklingsbundið (það er tengt einum manni) eða öllu sæði. Algengasta lækningin er að nota smokk. Ef það hentar ykkur ekki þá er til önnur lausn, kerfisbundin ónæming. Þar er smá útþynntum skömmtum af sæði mannsins sprautað í líkama konunnar. Til að byrja með þá látið þið smá skammta af sæði með reglulegu millibili inn í leggöng og svo smám saman stækka skammtarnir. Þá á einnig að vera er gott að stunda reglulega kynlíf (daglega eða annan hvern dag) án smokks til að byggja upp þol gegn sæðinu. Hafðu samt á bak við eyrað að þið þurfið bæði að vera til í þessa leið gegn ofnæminu og það getur verið vandasamt að stýra magni sæðis hverju sinni. Sumar konur virðast einfaldlega bara „læknast“ af ofnæminu, eins og það bara hverfi með aldrinum á meðan það virðist versna hjá öðrum. Sumir læknar segja að það sé gott að hafa ofnæmislyf við hendina og fá sér eina töflu fyrir samfarir. Ef lyf og smokkar henta ykkur ekki þá er spurning að hafa samband við ofnæmissérfræðing. Gangi ykkur vel.Sendu Siggu Dögg póst og segðu henni frá vandamáli þínu. Lausnin gæti birst í Fréttablaðinu.kynlif@frettabladid.is Sigga Dögg Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Sjá meira
?Mig langar að vita meira um eitt mál sem ég hreinlega á erfitt með að trúa að sé til og það er sæðisofnæmi. Kærasta mín segist vera með það. Ég má bara helst ekki fá það inni í henni því hún segir að sig svíði og það sé vont. Ég hef prófað að nota smokkinn og þá finnur hún ekki til, ekki heldur ef ég tek hann út áður, en mér finnst þetta samt svolítið sérstakt og hef aldrei lent í þessu áður eða heyrt af þessu. Því spyr ég hvort þetta sé í alvöru til og er hægt að lækna þetta?Svar: Já, þetta er til og er rétt hjá kærustu þinni, hún getur verið með ofnæmi fyrir sæði. Nú vil ég byrja á því að taka það fram að ég er ekki læknir og ávallt er best að leita til læknis með kvilla sem herja á líkamann. Einkenni sæðisofnæmis eru oftast staðbundin við skapabarma og/eða leggöng og líkjast einkennum sveppasýkingar (kláði, bruna tilfinning og sviði). Þau koma oftast fram fimm til þrjátíu mínútum eftir samfarir með sáðláti. Þetta er talið frekar sjaldgæft og á það til að vera misgreint sem eitthvað annað, til dæmis sveppasýking. Til að greina sæðisofnæmi rétt þá er mælt með því að kanna hvort einkennin birtist þegar samfarir eru stundaðar með smokk og/eða þegar engar samfarir eru hafðar með typpi. Ef þetta er sæðisofnæmi þá ættu engin einkenni að birtast, eins og þið hafið nú þegar komist að. Það er talið að helmingur kvenna með sæðisofnæmi séu einnig með annað ofnæmi. Ofnæmið hrjáir oftast konur milli tvítugs og þrítugs og getur verið einstaklingsbundið (það er tengt einum manni) eða öllu sæði. Algengasta lækningin er að nota smokk. Ef það hentar ykkur ekki þá er til önnur lausn, kerfisbundin ónæming. Þar er smá útþynntum skömmtum af sæði mannsins sprautað í líkama konunnar. Til að byrja með þá látið þið smá skammta af sæði með reglulegu millibili inn í leggöng og svo smám saman stækka skammtarnir. Þá á einnig að vera er gott að stunda reglulega kynlíf (daglega eða annan hvern dag) án smokks til að byggja upp þol gegn sæðinu. Hafðu samt á bak við eyrað að þið þurfið bæði að vera til í þessa leið gegn ofnæminu og það getur verið vandasamt að stýra magni sæðis hverju sinni. Sumar konur virðast einfaldlega bara „læknast“ af ofnæminu, eins og það bara hverfi með aldrinum á meðan það virðist versna hjá öðrum. Sumir læknar segja að það sé gott að hafa ofnæmislyf við hendina og fá sér eina töflu fyrir samfarir. Ef lyf og smokkar henta ykkur ekki þá er spurning að hafa samband við ofnæmissérfræðing. Gangi ykkur vel.Sendu Siggu Dögg póst og segðu henni frá vandamáli þínu. Lausnin gæti birst í Fréttablaðinu.kynlif@frettabladid.is
Sigga Dögg Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Sjá meira