Stjórnvöld sögð brjóta reglur um innflutning Óli Kristján Ármannsson skrifar 31. október 2013 07:00 SVÞ segja stjórnvöld ekki hafa getað fært fyrir því rök að innlendum hagsmunum sé ógnað með innflutningi á fersku kjöti. Fréttablaðið/Hrönn Takmarkanir á innflutningi á ferskum kjöti og unnum kjötvörum sem hér hafa verið leiddar í lög standast ekki ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES). ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, kemst að þessari niðurstöðu í formlegu áminningarbréfi til stjórnvalda. Samkvæmt gildandi löggjöf á Íslandi er innflutningur á fersku kjöti, unnu eða óunnu, kældu eða frosnu, svo og innflutningur á unnum kjötvörum og öðrum kjötvörum, háður leyfisveitingu. ESA telur fyrirkomulagið stangast á við tilskipun um dýraheilbrigðiseftirlit í viðskiptum innan EES. „Fimmta grein tilskipunarinnar kveður sérstaklega á um að eftirlit á viðtökustað dýraafurða skuli takmarkað við stikkprufur,“ segir í tilkynningu ESA. Bent er á að samkvæmt fjölmörgum dómafordæmum Evrópudómstólsins og EFTA-dómstólsins á sviðum samræmdrar löggjafar, geti aðildarríki ekki stuðst við 13. grein EES-samningsins, sem meðal annars lúti að vernd lífs og heilsu manna eða dýra, til að réttlæta frávik frá samræmdri löggjöf. Að auki telur ESA íslensku reglurnar fela í sér óréttmætar viðskiptahindranir og brjóta gegn 18. grein EES-samningsins. Áminningarbréfið sem nú hefur verið sent er fyrsta skref í meðferð samningsbrotamáls. Í tilkynningu landbúnaðarskrifstofu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins í gær er bent á að Alþingi hafi árið 2009 mótatkvæðalaust samþykkt að viðhalda banni á innflutningi á ferskum kjöti. „Íslensk stjórnvöld hafa ráðið nýsjálenskan sérfræðing til að gera áhættumat vegna innflutnings á dýraafurðum til Íslands. Von er á niðurstöðu hans á næsta ári,“ segir þar jafnframt. Bent er á að stjórnvöld fái að minnsta kosti tvo mánuði til að svara áminningarbréfi ESA. „Fallist ESA ekki á þau rök sem þar verða færð fram getur stofnunin ákveðið að leggja fram svo kallað rökstutt álit. Gangi málið alla leið endar það fyrir EFTA-dómstólnum,“ segir á vef ráðuneytisins. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, fagnar því að ESA hafi fallist á þau lagarök sem samtökin hafa haldið fram. Hann áréttar um leið að deilan snústi ekki um tollvernd eða magn innflutnings, heldur fremur ferskleika og gæði vöru sem flutt er til landsins. „Verði álitið endanlega staðfest er íslenskum stjórnvöldum ekki lengur stætt á að gera kröfu um að innflutt kjöt sé 30 daga í frosti áður en það kemur á borð íslenskra neytenda,“ segir Andrés.Andrés MagnússonSVÞ kvörtuðu til eftirlitsstofnunar EFTA Áminningarbréf ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, kemur í kjölfar kvörtunar SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu 6. desember 2011 vegna innleiðingar stjórnvalda á reglugerð ESB um almennar meginreglur og kröfur samkvæmt lögum um matvæli, um stofnun Matvælaöryggisstofnunar Evrópu og um málsmeðferð vegna öryggis matvæla. „Meðal þessa sem lagt var til var að innflutningur á vörum sem áður hafði verið óheimilaður (s.s. kjöt, mjólk og egg) yrði heimilaður.“ Samkvæmt núgildandi lögum er hins vegar enn viðhaldið innflutningsbanni á fersku kjöti. SVÞ telja ekkert hafa komið fram um að íslenskum stjórnvöldum sé ekki unnt að gæta að heilbrigði manna og dýra innan ramma matvælalöggjafar EES-samningsins. Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Takmarkanir á innflutningi á ferskum kjöti og unnum kjötvörum sem hér hafa verið leiddar í lög standast ekki ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES). ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, kemst að þessari niðurstöðu í formlegu áminningarbréfi til stjórnvalda. Samkvæmt gildandi löggjöf á Íslandi er innflutningur á fersku kjöti, unnu eða óunnu, kældu eða frosnu, svo og innflutningur á unnum kjötvörum og öðrum kjötvörum, háður leyfisveitingu. ESA telur fyrirkomulagið stangast á við tilskipun um dýraheilbrigðiseftirlit í viðskiptum innan EES. „Fimmta grein tilskipunarinnar kveður sérstaklega á um að eftirlit á viðtökustað dýraafurða skuli takmarkað við stikkprufur,“ segir í tilkynningu ESA. Bent er á að samkvæmt fjölmörgum dómafordæmum Evrópudómstólsins og EFTA-dómstólsins á sviðum samræmdrar löggjafar, geti aðildarríki ekki stuðst við 13. grein EES-samningsins, sem meðal annars lúti að vernd lífs og heilsu manna eða dýra, til að réttlæta frávik frá samræmdri löggjöf. Að auki telur ESA íslensku reglurnar fela í sér óréttmætar viðskiptahindranir og brjóta gegn 18. grein EES-samningsins. Áminningarbréfið sem nú hefur verið sent er fyrsta skref í meðferð samningsbrotamáls. Í tilkynningu landbúnaðarskrifstofu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins í gær er bent á að Alþingi hafi árið 2009 mótatkvæðalaust samþykkt að viðhalda banni á innflutningi á ferskum kjöti. „Íslensk stjórnvöld hafa ráðið nýsjálenskan sérfræðing til að gera áhættumat vegna innflutnings á dýraafurðum til Íslands. Von er á niðurstöðu hans á næsta ári,“ segir þar jafnframt. Bent er á að stjórnvöld fái að minnsta kosti tvo mánuði til að svara áminningarbréfi ESA. „Fallist ESA ekki á þau rök sem þar verða færð fram getur stofnunin ákveðið að leggja fram svo kallað rökstutt álit. Gangi málið alla leið endar það fyrir EFTA-dómstólnum,“ segir á vef ráðuneytisins. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, fagnar því að ESA hafi fallist á þau lagarök sem samtökin hafa haldið fram. Hann áréttar um leið að deilan snústi ekki um tollvernd eða magn innflutnings, heldur fremur ferskleika og gæði vöru sem flutt er til landsins. „Verði álitið endanlega staðfest er íslenskum stjórnvöldum ekki lengur stætt á að gera kröfu um að innflutt kjöt sé 30 daga í frosti áður en það kemur á borð íslenskra neytenda,“ segir Andrés.Andrés MagnússonSVÞ kvörtuðu til eftirlitsstofnunar EFTA Áminningarbréf ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, kemur í kjölfar kvörtunar SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu 6. desember 2011 vegna innleiðingar stjórnvalda á reglugerð ESB um almennar meginreglur og kröfur samkvæmt lögum um matvæli, um stofnun Matvælaöryggisstofnunar Evrópu og um málsmeðferð vegna öryggis matvæla. „Meðal þessa sem lagt var til var að innflutningur á vörum sem áður hafði verið óheimilaður (s.s. kjöt, mjólk og egg) yrði heimilaður.“ Samkvæmt núgildandi lögum er hins vegar enn viðhaldið innflutningsbanni á fersku kjöti. SVÞ telja ekkert hafa komið fram um að íslenskum stjórnvöldum sé ekki unnt að gæta að heilbrigði manna og dýra innan ramma matvælalöggjafar EES-samningsins.
Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira