Brothættar byggðir undir hnífinn Oddný G. Harðardóttir skrifar 4. nóvember 2013 07:00 Undanfarin ár hefur umræða um byggðamál verið með öðrum og skýrari hætti en áður. Eftirtektarverð er vinna Byggðastofnunar um byggðir sem skera sig úr hvað varðar mikla fólksfækkun, erfitt atvinnuástand og óhagstæða aldursþróun undangengin ár. Sú vinna hefur ekki fengið mikla athygli utan byggðanna sem um ræðir en eru sannarlega athyglinnar virði. Unnið hefur verið með íbúum Raufarhafnar, Bíldudals, Skaftárhrepps og Breiðdalshrepps. Í þessari nýstárlegu nálgun felast sértækar aðgerðir og vinna með íbúum þar sem hin almennu stuðningsúrræði á sviði atvinnuþróunar, nýsköpunar og byggðaaðgerða dugi ekki ein til. Verkefninu hefur verið fylgt úr hlaði með fjölsóttum íbúafundum um framtíðarsýn byggðanna, styrkleika og tækifæri. Þó aðferðin sé miðuð við brothættar byggðir snertir hún stefnumótun í byggðamálum í heild. Má þar nefna stefnu í fjarskiptamálum, samgönguáætlun, jöfnun húshitunar á köldum svæðum, dreifnám og menntastefnu og yfirfærslu málaflokka frá ríki til sveitarfélaga. Byggðastofnun var tryggt fé, 50 milljónir króna, á fjárlögum yfirstandandi árs til að vinna samkvæmt þessari nýju aðferð. Sú fjárveiting, ásamt sóknaráætlunum landshlutanna með 400 milljónum króna, sýnir ótvíræðan vilja ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur til að vinna að bættum búsetuskilyrðum í brothættum byggðum þrátt fyrir þröngan fjárhag ríkisins. Þau slæmu tíðindi eru hins vegar boðuð með fjárlagafrumvarpinu að ný ríkisstjórn hefur slegið þessa mikilvægu vinnu Byggðastofnunar af ásamt sóknaráætlun landshluta í heild sinni. Auk þess hefur hægristjórnin hætt við byggingu húsnæðis fyrir þekkingarsetur á Kirkjubæjarklaustri í Skaftárhreppi sem hefja átti á þessu ári. Þekkingarsetrið er vel undirbúið samstarfsverkefni sem heimamenn höfðu bundið miklar vonir við og samtök sveitarfélaga á Suðurlandi sett ofarlega á forgangslista í sóknaráætlun landshlutans. Eftir standa byggðirnar vonsviknar. Enn er ekki útilokað að stjórnarliðar sjái að sér við vinnslu fjárlagafrumvarpsins á Alþingi og taki upp stefnu fyrri ríkisstjórnar í byggðamálum. Slík stefnubreyting bæri vott um raunsæi og skynsemi og blési krafti í byggðirnar úti um landið sem eiga undir högg að sækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur umræða um byggðamál verið með öðrum og skýrari hætti en áður. Eftirtektarverð er vinna Byggðastofnunar um byggðir sem skera sig úr hvað varðar mikla fólksfækkun, erfitt atvinnuástand og óhagstæða aldursþróun undangengin ár. Sú vinna hefur ekki fengið mikla athygli utan byggðanna sem um ræðir en eru sannarlega athyglinnar virði. Unnið hefur verið með íbúum Raufarhafnar, Bíldudals, Skaftárhrepps og Breiðdalshrepps. Í þessari nýstárlegu nálgun felast sértækar aðgerðir og vinna með íbúum þar sem hin almennu stuðningsúrræði á sviði atvinnuþróunar, nýsköpunar og byggðaaðgerða dugi ekki ein til. Verkefninu hefur verið fylgt úr hlaði með fjölsóttum íbúafundum um framtíðarsýn byggðanna, styrkleika og tækifæri. Þó aðferðin sé miðuð við brothættar byggðir snertir hún stefnumótun í byggðamálum í heild. Má þar nefna stefnu í fjarskiptamálum, samgönguáætlun, jöfnun húshitunar á köldum svæðum, dreifnám og menntastefnu og yfirfærslu málaflokka frá ríki til sveitarfélaga. Byggðastofnun var tryggt fé, 50 milljónir króna, á fjárlögum yfirstandandi árs til að vinna samkvæmt þessari nýju aðferð. Sú fjárveiting, ásamt sóknaráætlunum landshlutanna með 400 milljónum króna, sýnir ótvíræðan vilja ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur til að vinna að bættum búsetuskilyrðum í brothættum byggðum þrátt fyrir þröngan fjárhag ríkisins. Þau slæmu tíðindi eru hins vegar boðuð með fjárlagafrumvarpinu að ný ríkisstjórn hefur slegið þessa mikilvægu vinnu Byggðastofnunar af ásamt sóknaráætlun landshluta í heild sinni. Auk þess hefur hægristjórnin hætt við byggingu húsnæðis fyrir þekkingarsetur á Kirkjubæjarklaustri í Skaftárhreppi sem hefja átti á þessu ári. Þekkingarsetrið er vel undirbúið samstarfsverkefni sem heimamenn höfðu bundið miklar vonir við og samtök sveitarfélaga á Suðurlandi sett ofarlega á forgangslista í sóknaráætlun landshlutans. Eftir standa byggðirnar vonsviknar. Enn er ekki útilokað að stjórnarliðar sjái að sér við vinnslu fjárlagafrumvarpsins á Alþingi og taki upp stefnu fyrri ríkisstjórnar í byggðamálum. Slík stefnubreyting bæri vott um raunsæi og skynsemi og blési krafti í byggðirnar úti um landið sem eiga undir högg að sækja.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun