Skoðar álag á námsmenn sem ílengjast erlendis Brjánn Jónasson skrifar 5. nóvember 2013 06:15 Fjölmargir Íslendingar eru í námi erlendis, til dæmis við Karolinska háskólasjúkrahúsið í Stokkhólmi. Nordicphotos/AFP Rétt er að skoða hvort rukka eigi íslenska námsmenn sem taka námslán til að fjármagna nám erlendis en skila sér ekki heim að námi loknu um markaðsvexti af námslánunum, að mati formanns fjárlaganefndar Alþingis. „Það er ekki óeðlilegt að þeir sem ekki skila sér heim að námi loknu borgi einhverskonar álag,“ segir Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar Alþingis.Vigdís HauksdóttirHún segir þetta vangaveltur á þessu stigi, en hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi þar sem menntamálaráðherra er spurður hvort hann telji rétt að námsmenn erlendis greiði markaðsvexti af námslánunum skili þeir sér ekki heim. Vigdís á sæti í hagræðingarhópi ríkisstjórnarinnar, sem skilaði nýverið ráðherranefnd sem skipaði hópinn tillögum sínum. Vigdís vill ekki segja til um hvort þær hugmyndir sem hún reifar hér séu í niðurstöðum hagræðingarhópsins. Rétt sé að bíða þess að ríkisstjórnin geri tillögurnar opinberar. „Þetta eru mínar vangaveltur. Allir sjóðirnir okkar eru tómir og við þurfum að forgangsraða gríðarlega í ríkisrekstrinum af því það var ekki gert af síðustu ríkisstjórn. Við í hagræðingarhópnum höfum velt við hverjum einasta steini í ríkisrekstrinum til að finna einhverja hagræðingarmöguleika. Þá er það ekki óeðlilegt að þeir sem ekki skila sér heim borgi einhverskonar álag, enda vextir af námslánunum langt undir markaðsvöxtum.“ Hún segir marga aðra möguleika á að breyta námslánakerfinu. Til dæmis megi hugsa sér að umbuna þeim sem ljúki námi á stuttum tíma með því að breyta hluta lánanna í styrk. „Okkur líst mjög illa á þessar hugmyndir, sem gætu haft alvarlegar afleiðingar í för með sér,“ segir Hjördís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE). Hún bendir á að það gæti orðið til þess að draga úr fjölda fólks sem sæki sér menntun erlendis ef það geti átt það á hættu að þurfa að borga háa vexti af lánunum. „Maður veit aldrei hvar tækifærin liggja,“ segir Hjördís. Námsmenn sem ætli sér að flytja til annars lands til að læra geti óvænt fengið starfstilboð þar. „Það getur komið okkur á Íslandi til góða ef fólk vinnur í einhver ár erlendis og kemur svo heim reynslunni ríkari. Fólk veit ekki fyrirfram hvar það endar,“ segir Hjördís. Hún telur að stjórnvöld ættu frekar að einbeita sér að því að skapa aðstæður hér á landi sem dragi námsmenn heim, í stað þess að velta fyrir sér kvöðum á þá sem kjósi að búa áfram utan landsteinanna. Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Sjá meira
Rétt er að skoða hvort rukka eigi íslenska námsmenn sem taka námslán til að fjármagna nám erlendis en skila sér ekki heim að námi loknu um markaðsvexti af námslánunum, að mati formanns fjárlaganefndar Alþingis. „Það er ekki óeðlilegt að þeir sem ekki skila sér heim að námi loknu borgi einhverskonar álag,“ segir Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar Alþingis.Vigdís HauksdóttirHún segir þetta vangaveltur á þessu stigi, en hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi þar sem menntamálaráðherra er spurður hvort hann telji rétt að námsmenn erlendis greiði markaðsvexti af námslánunum skili þeir sér ekki heim. Vigdís á sæti í hagræðingarhópi ríkisstjórnarinnar, sem skilaði nýverið ráðherranefnd sem skipaði hópinn tillögum sínum. Vigdís vill ekki segja til um hvort þær hugmyndir sem hún reifar hér séu í niðurstöðum hagræðingarhópsins. Rétt sé að bíða þess að ríkisstjórnin geri tillögurnar opinberar. „Þetta eru mínar vangaveltur. Allir sjóðirnir okkar eru tómir og við þurfum að forgangsraða gríðarlega í ríkisrekstrinum af því það var ekki gert af síðustu ríkisstjórn. Við í hagræðingarhópnum höfum velt við hverjum einasta steini í ríkisrekstrinum til að finna einhverja hagræðingarmöguleika. Þá er það ekki óeðlilegt að þeir sem ekki skila sér heim borgi einhverskonar álag, enda vextir af námslánunum langt undir markaðsvöxtum.“ Hún segir marga aðra möguleika á að breyta námslánakerfinu. Til dæmis megi hugsa sér að umbuna þeim sem ljúki námi á stuttum tíma með því að breyta hluta lánanna í styrk. „Okkur líst mjög illa á þessar hugmyndir, sem gætu haft alvarlegar afleiðingar í för með sér,“ segir Hjördís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE). Hún bendir á að það gæti orðið til þess að draga úr fjölda fólks sem sæki sér menntun erlendis ef það geti átt það á hættu að þurfa að borga háa vexti af lánunum. „Maður veit aldrei hvar tækifærin liggja,“ segir Hjördís. Námsmenn sem ætli sér að flytja til annars lands til að læra geti óvænt fengið starfstilboð þar. „Það getur komið okkur á Íslandi til góða ef fólk vinnur í einhver ár erlendis og kemur svo heim reynslunni ríkari. Fólk veit ekki fyrirfram hvar það endar,“ segir Hjördís. Hún telur að stjórnvöld ættu frekar að einbeita sér að því að skapa aðstæður hér á landi sem dragi námsmenn heim, í stað þess að velta fyrir sér kvöðum á þá sem kjósi að búa áfram utan landsteinanna.
Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Sjá meira