Ferskir vindar og framtíð fyrir borgina Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 15. nóvember 2013 00:00 Oft hefur verið þörf, en nú er nauðsyn. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík þarf nýja nálgun til að ná kröftum sínum að nýju í borginni. Það þarf að velja fólk til forystu sem er tilbúið að líta á skipulag borgarinnar út frá frelsinu og sjálfstæðisstefnunni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur að undanförnu ekki náð til borgarbúa eins vel og hann getur. Það er mikilvægt að rekstur borgarinnar verði endurskipulagður með hagsmuni borgarbúa að leiðarljósi. Reykvíkingar eru mismunandi og borgin hefur alla burði til að bjóða þeim upp á valkosti samkvæmt óskum og þörfum hvers og eins. Álögur á borgarbúa hafa nú hækkað stöðugt seinustu ár og það þarf því nauðsynlega að kjósa einstaklinga sem munu lækka skatta og gjöld í borginni, en ekki skuldsetja komandi kynslóðir. Ég er viss um að Hildur Sverrisdóttir, sem býður sig fram í 1. sæti, hafi það sem þarf til að leiða Sjálfstæðisflokkinn í borginni. Hún mun koma með ferska vinda í flokkinn með hugsjónum sínum og það er einmitt það sem flokkinn vantar sárlega í Reykjavík. Hildur hefur rætt á einfaldan hátt um mikilvægi þess að fara vel með skattpeninga borgarbúa og hún hefur nálgast hvert málið á fætur öðru frá hugsjónum sjálfstæðisstefnunnar. Það er alltof sjaldan sem við heyrum fólk tala skýrt um mikilvægi þess að fara vel með þá peninga sem borgin hefur frá okkur borgarbúum. Það þarf hugrekki til að styðja við góð mál og vera á móti vondum sama hvaðan þau koma og það þarf traust til að standa með sjálfstæðisstefnunni í öllum málum. Ég veit að Hildur er hugrökk og traustur leiðtogi sem fylgir alltaf sinni sannfæringu. Við þurfum að hugsa til framtíðar fyrir Reykjavík og það gerum við best með Hildi Sverrisdóttur í broddi fylkingar, þess vegna mun ég setja hana í 1.sæti í prófkjörinu á laugardaginn og ég hvet þig til að gera slíkt hið sama. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, laganemi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Hildur Sverrisdóttir Mest lesið 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Sjá meira
Oft hefur verið þörf, en nú er nauðsyn. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík þarf nýja nálgun til að ná kröftum sínum að nýju í borginni. Það þarf að velja fólk til forystu sem er tilbúið að líta á skipulag borgarinnar út frá frelsinu og sjálfstæðisstefnunni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur að undanförnu ekki náð til borgarbúa eins vel og hann getur. Það er mikilvægt að rekstur borgarinnar verði endurskipulagður með hagsmuni borgarbúa að leiðarljósi. Reykvíkingar eru mismunandi og borgin hefur alla burði til að bjóða þeim upp á valkosti samkvæmt óskum og þörfum hvers og eins. Álögur á borgarbúa hafa nú hækkað stöðugt seinustu ár og það þarf því nauðsynlega að kjósa einstaklinga sem munu lækka skatta og gjöld í borginni, en ekki skuldsetja komandi kynslóðir. Ég er viss um að Hildur Sverrisdóttir, sem býður sig fram í 1. sæti, hafi það sem þarf til að leiða Sjálfstæðisflokkinn í borginni. Hún mun koma með ferska vinda í flokkinn með hugsjónum sínum og það er einmitt það sem flokkinn vantar sárlega í Reykjavík. Hildur hefur rætt á einfaldan hátt um mikilvægi þess að fara vel með skattpeninga borgarbúa og hún hefur nálgast hvert málið á fætur öðru frá hugsjónum sjálfstæðisstefnunnar. Það er alltof sjaldan sem við heyrum fólk tala skýrt um mikilvægi þess að fara vel með þá peninga sem borgin hefur frá okkur borgarbúum. Það þarf hugrekki til að styðja við góð mál og vera á móti vondum sama hvaðan þau koma og það þarf traust til að standa með sjálfstæðisstefnunni í öllum málum. Ég veit að Hildur er hugrökk og traustur leiðtogi sem fylgir alltaf sinni sannfæringu. Við þurfum að hugsa til framtíðar fyrir Reykjavík og það gerum við best með Hildi Sverrisdóttur í broddi fylkingar, þess vegna mun ég setja hana í 1.sæti í prófkjörinu á laugardaginn og ég hvet þig til að gera slíkt hið sama. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, laganemi
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar