Trentemöller og Diplo á Sónar Gunnar Leó Pálsson skrifar 21. nóvember 2013 09:00 Trentemöller kemur fram ásamt hljómsveit á Sónar í febrúar. mynd/einkasafn „Listinn yfir þá listamenn sem fram koma er að verða mjög sterkur,“ segir Björn Steinbekk, framkvæmdastjóri tónlistarhátíðarinnar Sónar Reykjavík. Danski popp- og raftónlistarsnillingurinn Trentemöller kemur fram á hátíðinni í ár en hann hefur átt viðburðaríkt ár. „Frá því Trentemöller kom fram á fyrstu Sónar Reykjavík-hátíðinni fyrr í ár hefur hann gefið út sína þriðju breiðskífu og tónleikaskífuna Live in Copenhagen sem inniheldur mikið af hans bestu verkum. Einnig hitaði hann upp fyrir Depeche Mode á Delta Machine-tónleikaferð sveitarinnar í Evrópu,“ útskýrir Björn. Eitt stærsta nafn danstónlistarinnar í dag, listamaðurinn og plötusnúðurinn Diplo, kemur einnig fram á hátíðinni í ár. „Það er frábært að fá hann hingað og er spennandi að setja plötusnúð eins og Diplo í bílakjallara Hörpu.“ Þá ætlar söngvarinn Högni Egilsson að frumflytja sólóverkefni sitt HE á Sónar. Fyrsta sólóbreiðskífa HE lítur síðan dagsins ljós síðar á næsta ári. Högni kemur einnig fram á hátíðinni með hljómsveitinni Hjaltalín og Gluteus Maximus. Mikill áhugi er fyrir hátíðinni á erlendum vettvangi. Ein líflegasta tónleikasveit landsins, FM Belfast, hefur einnig staðfest komu sína á hátíðina í ár og mun koma fram í einum af stóru sölunum í Hörpu. „Við búumst við metfjölda erlendra gesta á hátíðina í ár og hafa rúmlega fjögur hundruð miðar selst til erlendra gesta nú þegar,“ segir Björn. Miðasala á hátíðina hérlendis fer fram á midi.is og harpa.is. Sónar Reykjavík fer fram dagana 13.til 15. Febrúar í Hörpu. Sónar Mest lesið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Oprah sú valdamesta Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Lay Low á Grand Rokk Tónlist Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Sjá meira
„Listinn yfir þá listamenn sem fram koma er að verða mjög sterkur,“ segir Björn Steinbekk, framkvæmdastjóri tónlistarhátíðarinnar Sónar Reykjavík. Danski popp- og raftónlistarsnillingurinn Trentemöller kemur fram á hátíðinni í ár en hann hefur átt viðburðaríkt ár. „Frá því Trentemöller kom fram á fyrstu Sónar Reykjavík-hátíðinni fyrr í ár hefur hann gefið út sína þriðju breiðskífu og tónleikaskífuna Live in Copenhagen sem inniheldur mikið af hans bestu verkum. Einnig hitaði hann upp fyrir Depeche Mode á Delta Machine-tónleikaferð sveitarinnar í Evrópu,“ útskýrir Björn. Eitt stærsta nafn danstónlistarinnar í dag, listamaðurinn og plötusnúðurinn Diplo, kemur einnig fram á hátíðinni í ár. „Það er frábært að fá hann hingað og er spennandi að setja plötusnúð eins og Diplo í bílakjallara Hörpu.“ Þá ætlar söngvarinn Högni Egilsson að frumflytja sólóverkefni sitt HE á Sónar. Fyrsta sólóbreiðskífa HE lítur síðan dagsins ljós síðar á næsta ári. Högni kemur einnig fram á hátíðinni með hljómsveitinni Hjaltalín og Gluteus Maximus. Mikill áhugi er fyrir hátíðinni á erlendum vettvangi. Ein líflegasta tónleikasveit landsins, FM Belfast, hefur einnig staðfest komu sína á hátíðina í ár og mun koma fram í einum af stóru sölunum í Hörpu. „Við búumst við metfjölda erlendra gesta á hátíðina í ár og hafa rúmlega fjögur hundruð miðar selst til erlendra gesta nú þegar,“ segir Björn. Miðasala á hátíðina hérlendis fer fram á midi.is og harpa.is. Sónar Reykjavík fer fram dagana 13.til 15. Febrúar í Hörpu.
Sónar Mest lesið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Oprah sú valdamesta Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Lay Low á Grand Rokk Tónlist Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Sjá meira