Grínast með að þær ætli að falsa brasilískt vegabréf fyrir mig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2013 09:00 Guðbjörg Gunnarsdóttir varði mark Íslands á EM í Svíþjóð og hefur staðið sig vel á sínu fyrsta tímabili í norsku deildinni. Mynd/NordicPhotos/Getty Þrjár íslenskar landsliðskonur geta orðið norskir bikarmeistarar í dag þegar fjölþjóðalið Avaldsnes reynir að vinna fyrsta stóra titilinn í sögu félagsins. Markvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir á möguleika á því að lyfta bikarnum í leikslok en hún er fyrirliði liðsins. „Það fór 0-0 þegar við mættum þeim síðast en þær voru töluvert betri í leiknum. Við erum eiginlega litla liðið því þær eru nýorðnar norskir meistarar. Þetta er samt bikarúrslitaleikur og það getur allt gerst,“ segir Guðbjörg. „Við náum alltaf að skapa okkur færi og skora mörk en varnarleikurinn verður að smella saman ef að við ætlum að vinna þennan leik. Ef ég held hreinu þá hljótum við að vinna, annars klárast ekki leikurinn,“ segir Guðbjörg létt.Mynd/NordicPhotos/GettyÞarf að eiga toppleik „Ég geri mér grein fyrir því að ef við ætlum að vinna þennan leik þá þarf ég að eiga toppleik. Það yrði einstök upplifun á ferlinum að taka við bikar utan landsteinanna. Ég hef líka spilað úrslitaleik í Svíþjóð þegar við í Djurgården töpuðum fyrir Örebro þegar Edda (Garðarsdóttir) og Ólína (Guðbjörg Viðarsdóttir) unnu. Ég hef tapað einu sinni úti og það er kominn tími á að vinna,“ segir Guðbjörg. „Þetta er allt öðru vísi leikur og fyrsta markið er ótrúlega mikilvægt. Það er draumur að geta gefið eitthvað til baka til eigandans sem hefur fjárfest svona mikið í þessu liði. Það væri líka geggjað fyrir bæinn ef við tækjum bikarinn. Þetta er lítið bæjarfélag og það væri gaman að geta gefið þeim titil.“ Undirbúningur liðsins hefur staðið í tæpar þrjár vikur og síðustu vikuna hefur áreitið verið töluvert. „Allt liðið fékk fría klippingu og litun frá einum styrktaraðila og þar voru tvær sjónvarpsstöðvar að taka viðtöl við okkur. Svo var NRK með okkur allan þriðjudaginn,“ segir Guðbjörg, en fékk allt liðið sér nokkuð sömu klippingu? „Nei. Ég litaði hárið aðeins dekkra, en Brassarnir eru alltaf að reyna að breyta mér í Brassa því þær vilja að ég spili fyrir Brasilíu. Þær vilja gefa mér brasilískt vegabréf þannig að ég var að grínast við þær að ég ætlaði að fá mér brasilíska klippingu,“ segir Guðbjörg.Mynd/NordicPhotos/GettyBrasilísku leikmennirnir Debinha og Rosana eru ásamt Hólmfríði Magnúsdóttur og norska landsliðsframherjanum Cecilie Pedersen í stórum hlutverkum í sókn liðsins. „Þær eru alltaf að grínast við mig að þær ætli að falsa vegabréf fyrir mig. Ég er náttúrulega búin að spila fyrir Ísland en ég held að þær eigi ekkert sérstakan markmann. Þær eru ótrúlega góðar og bestu leikmenn liðsins,“ segir Guðbjörg. Avaldsnes endaði í fjórða sæti í norsku úrvalsdeildinni sem nýliði í deildinni en liðið var þó með 22 stigum færra en Stabæk. „Við áttum mjög góða seinni umferð og erum búnar að vera á uppleið. Vonandi toppum við bara á laugardaginn (í dag) og vinnum,“ segir Guðbjörg en Stabæk getur unnið bikarinn þriðja árið í röð. „Pressan er algjörlega á þeim og við höfum allt að vinna en auðvitað er pressan sem maður setur á sjálfa sig alltaf mest. Ég er klárlega að fara inn í þennan leik til þess að vinna hann. Það væri ótrúlega gaman að taka við bikarnum,“ sagði Guðbjörg. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira
Þrjár íslenskar landsliðskonur geta orðið norskir bikarmeistarar í dag þegar fjölþjóðalið Avaldsnes reynir að vinna fyrsta stóra titilinn í sögu félagsins. Markvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir á möguleika á því að lyfta bikarnum í leikslok en hún er fyrirliði liðsins. „Það fór 0-0 þegar við mættum þeim síðast en þær voru töluvert betri í leiknum. Við erum eiginlega litla liðið því þær eru nýorðnar norskir meistarar. Þetta er samt bikarúrslitaleikur og það getur allt gerst,“ segir Guðbjörg. „Við náum alltaf að skapa okkur færi og skora mörk en varnarleikurinn verður að smella saman ef að við ætlum að vinna þennan leik. Ef ég held hreinu þá hljótum við að vinna, annars klárast ekki leikurinn,“ segir Guðbjörg létt.Mynd/NordicPhotos/GettyÞarf að eiga toppleik „Ég geri mér grein fyrir því að ef við ætlum að vinna þennan leik þá þarf ég að eiga toppleik. Það yrði einstök upplifun á ferlinum að taka við bikar utan landsteinanna. Ég hef líka spilað úrslitaleik í Svíþjóð þegar við í Djurgården töpuðum fyrir Örebro þegar Edda (Garðarsdóttir) og Ólína (Guðbjörg Viðarsdóttir) unnu. Ég hef tapað einu sinni úti og það er kominn tími á að vinna,“ segir Guðbjörg. „Þetta er allt öðru vísi leikur og fyrsta markið er ótrúlega mikilvægt. Það er draumur að geta gefið eitthvað til baka til eigandans sem hefur fjárfest svona mikið í þessu liði. Það væri líka geggjað fyrir bæinn ef við tækjum bikarinn. Þetta er lítið bæjarfélag og það væri gaman að geta gefið þeim titil.“ Undirbúningur liðsins hefur staðið í tæpar þrjár vikur og síðustu vikuna hefur áreitið verið töluvert. „Allt liðið fékk fría klippingu og litun frá einum styrktaraðila og þar voru tvær sjónvarpsstöðvar að taka viðtöl við okkur. Svo var NRK með okkur allan þriðjudaginn,“ segir Guðbjörg, en fékk allt liðið sér nokkuð sömu klippingu? „Nei. Ég litaði hárið aðeins dekkra, en Brassarnir eru alltaf að reyna að breyta mér í Brassa því þær vilja að ég spili fyrir Brasilíu. Þær vilja gefa mér brasilískt vegabréf þannig að ég var að grínast við þær að ég ætlaði að fá mér brasilíska klippingu,“ segir Guðbjörg.Mynd/NordicPhotos/GettyBrasilísku leikmennirnir Debinha og Rosana eru ásamt Hólmfríði Magnúsdóttur og norska landsliðsframherjanum Cecilie Pedersen í stórum hlutverkum í sókn liðsins. „Þær eru alltaf að grínast við mig að þær ætli að falsa vegabréf fyrir mig. Ég er náttúrulega búin að spila fyrir Ísland en ég held að þær eigi ekkert sérstakan markmann. Þær eru ótrúlega góðar og bestu leikmenn liðsins,“ segir Guðbjörg. Avaldsnes endaði í fjórða sæti í norsku úrvalsdeildinni sem nýliði í deildinni en liðið var þó með 22 stigum færra en Stabæk. „Við áttum mjög góða seinni umferð og erum búnar að vera á uppleið. Vonandi toppum við bara á laugardaginn (í dag) og vinnum,“ segir Guðbjörg en Stabæk getur unnið bikarinn þriðja árið í röð. „Pressan er algjörlega á þeim og við höfum allt að vinna en auðvitað er pressan sem maður setur á sjálfa sig alltaf mest. Ég er klárlega að fara inn í þennan leik til þess að vinna hann. Það væri ótrúlega gaman að taka við bikarnum,“ sagði Guðbjörg.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira