Verjum Ríkisútvarpið Katrín Jakobsdóttir skrifar 28. nóvember 2013 06:00 Dapurlegar fregnir berast okkur nú frá Ríkisútvarpinu, almannaútvarpinu okkar. Ljóst er að Ríkisútvarpið hefur búið við skertan kost undanfarin ár eins og aðrar stofnanir hins opinbera eftir hrun. Um leið hefur flestum orðið ljósari þörfin á öflugum almannaþjónustumiðli í samfélaginu sem hefur gríðarmiklu hlutverki að gegna við að tryggja upplýsta og lýðræðislega umræðu, sinna menningu og mannlífi og veita upplýsingar þegar óvæntir atburðir verða. Síðastliðið vor samþykkti Alþingi Íslendinga ný lög um Ríkisútvarpið. Þau voru afrakstur mikillar vinnu þar sem leitast var við að skilgreina almannaþjónustuhlutverk útvarpsins. Ætlunin var ennfremur að breyta stjórnarfyrirkomulagi stofnunarinnar þannig að valnefnd, tilnefnd af Alþingi, samtökum listamanna og háskólasamfélaginu, gerði tillögu til ráðherra að stjórn sem fengi skýrara en um leið víðtækara hlutverk en áður. Síðast en ekki síst voru lagðar til ákveðnar takmarkanir á þátttöku Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði en á móti var lagt til að útvarpsgjaldið, sem allir greiða, ætti að renna óskert til útvarpsins. Nú er það hins vegar svo að meðal fyrstu verka nýrrar ríkisstjórnar var að bakka í gamalt fyrirkomulag í stjórnarskipun þar sem flokkarnir á Alþingi tilnefna í stjórn. Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2014 er gert ráð fyrir að ákvæðinu um að útvarpsgjaldið renni óskert til RÚV verði frestað til 2016 en það verði um leið lækkað þannig að tekjur RÚV aukist ekki að sama skapi. Og síðasta útspil ríkisstjórnarinnar er að boða tillögur um að teknar verði til baka að hluta þær takmarkanir sem settar voru á öflun auglýsingatekna. Í stuttu máli hefur staða Ríkisútvarpsins verið veikt stórlega á tíma þar sem hefði átt að vera svigrúm til að bæta hana. Afleiðingarnar eru fjöldauppsagnir á starfsmönnum Ríkisútvarpsins og dapurleg framtíðarsýn þar sem búast má við minni getu til að sinna því mikilvæga hlutverki sem stofnunin hefur að gegna í nútímalegu lýðræðissamfélagi. Við hljótum að gera kröfu um skýra forgangsröðun stjórnenda RÚV í þágu þess hlutverks og skýran vilja stjórnvalda til að sinna því. Fyrirætlunum um skerðingu útvarpsgjalds er hægt að breyta við afgreiðslu fjárlaga ef þingmönnum er annt um hér verði áfram rekinn öflugur almannaþjónustumiðill og vilja tryggja framtíð hans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Dapurlegar fregnir berast okkur nú frá Ríkisútvarpinu, almannaútvarpinu okkar. Ljóst er að Ríkisútvarpið hefur búið við skertan kost undanfarin ár eins og aðrar stofnanir hins opinbera eftir hrun. Um leið hefur flestum orðið ljósari þörfin á öflugum almannaþjónustumiðli í samfélaginu sem hefur gríðarmiklu hlutverki að gegna við að tryggja upplýsta og lýðræðislega umræðu, sinna menningu og mannlífi og veita upplýsingar þegar óvæntir atburðir verða. Síðastliðið vor samþykkti Alþingi Íslendinga ný lög um Ríkisútvarpið. Þau voru afrakstur mikillar vinnu þar sem leitast var við að skilgreina almannaþjónustuhlutverk útvarpsins. Ætlunin var ennfremur að breyta stjórnarfyrirkomulagi stofnunarinnar þannig að valnefnd, tilnefnd af Alþingi, samtökum listamanna og háskólasamfélaginu, gerði tillögu til ráðherra að stjórn sem fengi skýrara en um leið víðtækara hlutverk en áður. Síðast en ekki síst voru lagðar til ákveðnar takmarkanir á þátttöku Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði en á móti var lagt til að útvarpsgjaldið, sem allir greiða, ætti að renna óskert til útvarpsins. Nú er það hins vegar svo að meðal fyrstu verka nýrrar ríkisstjórnar var að bakka í gamalt fyrirkomulag í stjórnarskipun þar sem flokkarnir á Alþingi tilnefna í stjórn. Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2014 er gert ráð fyrir að ákvæðinu um að útvarpsgjaldið renni óskert til RÚV verði frestað til 2016 en það verði um leið lækkað þannig að tekjur RÚV aukist ekki að sama skapi. Og síðasta útspil ríkisstjórnarinnar er að boða tillögur um að teknar verði til baka að hluta þær takmarkanir sem settar voru á öflun auglýsingatekna. Í stuttu máli hefur staða Ríkisútvarpsins verið veikt stórlega á tíma þar sem hefði átt að vera svigrúm til að bæta hana. Afleiðingarnar eru fjöldauppsagnir á starfsmönnum Ríkisútvarpsins og dapurleg framtíðarsýn þar sem búast má við minni getu til að sinna því mikilvæga hlutverki sem stofnunin hefur að gegna í nútímalegu lýðræðissamfélagi. Við hljótum að gera kröfu um skýra forgangsröðun stjórnenda RÚV í þágu þess hlutverks og skýran vilja stjórnvalda til að sinna því. Fyrirætlunum um skerðingu útvarpsgjalds er hægt að breyta við afgreiðslu fjárlaga ef þingmönnum er annt um hér verði áfram rekinn öflugur almannaþjónustumiðill og vilja tryggja framtíð hans.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun