Ungu stelpunum ekki hent út fyrir fallbyssur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. nóvember 2013 08:00 Guðmunda á ferðinni gegn Aftureldingu síðastliðið sumar. Selfoss átti spútniklið Pepsi-deildarinnar síðastliðið sumar en liðið hafnaði í 6. sæti deildarinnar. Þrír útlendingar voru fengnir til liðsins sem annars var að mestu leyti byggt á heimastelpum. „Við erum dálítið montin af því hve margar ungar stelpur af Suðurlandinu eru í liðinu okkar. Ætli við höfum ekki verið með yngsta liðið,“ segir Gunnar Rafn Borgþórsson, þjálfari Selfoss, ánægður með árangurinn. Hann hafi verið betri en búist var við en í takt við vonir þeirra. Á engan er hallað þegar sagt er að Guðmunda Brynja Óladóttir hafi farið fyrir Selfyssingum. Framherjinn, sem skoraði ellefu af nítján mörkum liðsins í deildinni auk þess að leggja upp tvö, hefur verið afar eftirsótt hjá öðrum íslenskum félögum. „Það voru mörg félög sem vildu kaupa hana, sem er ekki algengt í íslenskum kvennafótbolta,“ segir Gunnar Rafn um stjörnu liðsins. Hann segist hafa sest niður með Guðmundu strax eftir tímabilið og ákvörðunin hafi í raun verið sett í hennar hendur. „Hefði hún séð sér hag í því hefði hún að sjálfsögðu fengið að fara.“ Aðspurður um markmið næsta tímabils segir Gunnar Rafn Selfyssinga ekki fara fram úr sér. Horft sé til lengri tíma í uppbyggingu liðsins. „Auðvitað vilja allir byggja upp á sínum heimastelpum. Við tökum aldrei fleiri en þrjá útlendinga,“ segir þjálfarinn sem ætlar að treysta á sömu íslensku stelpurnar og síðastliðið sumar. Þær séu efnilegar og reynslunni ríkari. „Ég ætla ekki að henda þeim út fyrir einhverjar fallbyssur sem geta komið okkur upp um tvö eða þrjú sæti í deildinni.“Afturelding - Selfoss, Pepsi deild kvenna, sumar 2013, kvennafótboltinn, konurBúinn að ræða við Dagnýju Gunnar Rafn finnur ekki fyrir neinni pressu eða stressi um skjótan árangur á Selfossi. Markmiðið sé að festa liðið í sessi. Innan nokkurra ára standi vonir til að liðið verði að stöðugu liði í efri hluta deildarinnar. Þótt liðið sé skipað ungum stelpum hefur hann ekki áhyggjur af of miklu álagi á unga fætur. Leikmenn ættu ekki að þurfa að vera lykilmenn bæði í 2. flokki og meistaraflokki eins og oft vill verða. „Við erum sem betur fer með fjölmennan 2. og 3. flokk. Það eru margar stelpur af Suðurlandinu sem leita til okkar því hér er faglegt og gott starf,“ segir Gunnar. Einn Sunnlendingur hefur verið orðaður við endurkomu upp á síðkastið. Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir, sem spilar með Florida State-háskólanum í Bandaríkjunum og spilað hefur með Val undanfarin sumur, er uppalin á Hellu. Hún er samningslaus og veltir möguleikum sínum fyrir sér. „Ég er að sjálfsögðu búinn að tala við hana eins og örugglega allir þjálfarar í Pepsi-deildinni,“ segir Gunnar Rafn. Hann telur þó ólíklegt að Selfoss verði fyrir valinu og reyndar íslensk lið yfirhöfuð. Hans tilfinning sé að miðjumaðurinn spili ytra næsta sumar. kolbeinntumi@frettabladid.is Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Selfoss átti spútniklið Pepsi-deildarinnar síðastliðið sumar en liðið hafnaði í 6. sæti deildarinnar. Þrír útlendingar voru fengnir til liðsins sem annars var að mestu leyti byggt á heimastelpum. „Við erum dálítið montin af því hve margar ungar stelpur af Suðurlandinu eru í liðinu okkar. Ætli við höfum ekki verið með yngsta liðið,“ segir Gunnar Rafn Borgþórsson, þjálfari Selfoss, ánægður með árangurinn. Hann hafi verið betri en búist var við en í takt við vonir þeirra. Á engan er hallað þegar sagt er að Guðmunda Brynja Óladóttir hafi farið fyrir Selfyssingum. Framherjinn, sem skoraði ellefu af nítján mörkum liðsins í deildinni auk þess að leggja upp tvö, hefur verið afar eftirsótt hjá öðrum íslenskum félögum. „Það voru mörg félög sem vildu kaupa hana, sem er ekki algengt í íslenskum kvennafótbolta,“ segir Gunnar Rafn um stjörnu liðsins. Hann segist hafa sest niður með Guðmundu strax eftir tímabilið og ákvörðunin hafi í raun verið sett í hennar hendur. „Hefði hún séð sér hag í því hefði hún að sjálfsögðu fengið að fara.“ Aðspurður um markmið næsta tímabils segir Gunnar Rafn Selfyssinga ekki fara fram úr sér. Horft sé til lengri tíma í uppbyggingu liðsins. „Auðvitað vilja allir byggja upp á sínum heimastelpum. Við tökum aldrei fleiri en þrjá útlendinga,“ segir þjálfarinn sem ætlar að treysta á sömu íslensku stelpurnar og síðastliðið sumar. Þær séu efnilegar og reynslunni ríkari. „Ég ætla ekki að henda þeim út fyrir einhverjar fallbyssur sem geta komið okkur upp um tvö eða þrjú sæti í deildinni.“Afturelding - Selfoss, Pepsi deild kvenna, sumar 2013, kvennafótboltinn, konurBúinn að ræða við Dagnýju Gunnar Rafn finnur ekki fyrir neinni pressu eða stressi um skjótan árangur á Selfossi. Markmiðið sé að festa liðið í sessi. Innan nokkurra ára standi vonir til að liðið verði að stöðugu liði í efri hluta deildarinnar. Þótt liðið sé skipað ungum stelpum hefur hann ekki áhyggjur af of miklu álagi á unga fætur. Leikmenn ættu ekki að þurfa að vera lykilmenn bæði í 2. flokki og meistaraflokki eins og oft vill verða. „Við erum sem betur fer með fjölmennan 2. og 3. flokk. Það eru margar stelpur af Suðurlandinu sem leita til okkar því hér er faglegt og gott starf,“ segir Gunnar. Einn Sunnlendingur hefur verið orðaður við endurkomu upp á síðkastið. Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir, sem spilar með Florida State-háskólanum í Bandaríkjunum og spilað hefur með Val undanfarin sumur, er uppalin á Hellu. Hún er samningslaus og veltir möguleikum sínum fyrir sér. „Ég er að sjálfsögðu búinn að tala við hana eins og örugglega allir þjálfarar í Pepsi-deildinni,“ segir Gunnar Rafn. Hann telur þó ólíklegt að Selfoss verði fyrir valinu og reyndar íslensk lið yfirhöfuð. Hans tilfinning sé að miðjumaðurinn spili ytra næsta sumar. kolbeinntumi@frettabladid.is
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira