Æðislegt að vera komin til baka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2013 00:01 María Guðmundsdóttir hefur sýnt mikla þrautseigju með að komast til baka í skíðabrekkuna og uppskar vel í gær. „Ég er mjög ánægð. Þetta small alveg í seinni ferðinni,“ sagði María Guðmundsdóttir himinlifandi eftir að hafa unnið sigur í gær á alþjóðlegu svigmóti í Geilo í Noregi. María var tveimur sekúndum á undan heimastúlkunni Benedicte Oseid Lyche í mark. María var í öðru sæti eftir fyrri ferðina en það átti engin svar við frammistöðu hennar í seinni ferðinni. „Ég ætlaði bara að gefa allt í þetta, skíða tæknilega vel og sleppa mér svo ég færi nú hratt,“ sagði María. „Ég er að reyna að bæta mig eins mikið á heimslistanum og hægt er svo að ég fá betri stöðu fyrir Ólympíuleikana. Ég náði að bæta mig með þessum sigri,“ segir María sem endaði í fimmta sæti á svigmóti á sama stað daginn áður. Það hefur gengið á ýmsu hjá þessari tuttugu ára gömlu Akureyrarstelpu en María lét ekki stórt áfall stoppa sig. Hún meiddist illa í hné þegar hún féll í brautinni í Hlíðarfjalli á Akureyri í keppni í stórsvigi á Skíðamóti Íslands 2012 daginn eftir að hún varð Íslandsmeistari í svigi.Eyðilagði allt í hnénu „Ég sleit krossband, eyðilagði liðþófana og brotnaði líka. Það fór bara eiginlega allt í hnénu. Það er því æðislegt að vera komin til baka. Þetta er langbesta mótið mitt eftir meiðslin sem er frábært og sýnir að þetta er hægt,“ segir María. „Það var mjög mikið sjokk að lenda í svona alvarlegum meiðslum en ég ætlaði mér alltaf að koma til baka. Ég hugsaði aldrei þannig að þetta væri búið,“ segir María. Það reyndi ekki síður á hana andlega að komast aftur á skrið í brekkunni vitandi hvað gerðist í Hlíðarfjalli í apríl 2012. „Ég var pínusmeyk fyrst og þá sérstaklega í stórsviginu þar sem maður fer hraðar. Núna er það allt að koma,“ segir María.María Guðmundsdóttir skíði vann alþjóðlegt svigmót Noregur Skíðaíþróttin VetrarÓlympíuleikarÞað fer ekki á milli mála að sigurinn í gær var risaskref fyrir hana. „Ég hafði unnið FIS-mót fyrir meiðslin en það voru ekki eins sterk mót. Styrkleikinn ræðst af því hversu margar góðar eru með og þetta er sterkasta mótið sem ég hef unnið. Það er bara snilld og gerist ekki betra,“ segir María. María er að keppa mikið ásamt félögum sínum í landsliðinu í alpagreinum. „Við erum búin að ferðast mikið og skíða heilan helling. Það hefur gengið mjög vel,“ segir María sem fær ekki langan tíma til að fagna sigrinum frá því í gær. „Á morgun (í dag) keyrum við til Trysil í Noregi og ég keppi þar í tveimur stórsvigsmótum á þriðjudag og miðvikudag. Svo er smápása þangað til að ég fer til Svíþjóðar og keppi á fjórum mótum fyrir jól. Ég kem heim bara korteri fyrir jól,“ segir María hlæjandi.Er inni eins og er Hún ætlar sér að vera með á Vetrarólympíuleikunum í Sochi í Rússlandi sem hefjast í febrúar. „Eins og er þá er ég inni á Ólympíuleikunum en það kemur ekki endanlega í ljós fyrr en í lok janúar. Það eru ekki allir sem fá að komast á Ólympíuleika og vonandi náum við sem flest inn,“ segir María. Íþróttir Mest lesið Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir City fékk skell í Noregi Inter - Arsenal | Skytturnar með fullt hús stiga fyrir slaginn í Mílanó Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri KR - Valur | Stórleikur í Vesturbæ Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Tímabilið búið hjá Butler Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands „Sáru töpin sitja í okkur“ Kýldi mótherja eftir tap í úrslitaleik Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur „Hræddir erum við ekki“ Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og Bónus-deild kvenna Sjá meira
„Ég er mjög ánægð. Þetta small alveg í seinni ferðinni,“ sagði María Guðmundsdóttir himinlifandi eftir að hafa unnið sigur í gær á alþjóðlegu svigmóti í Geilo í Noregi. María var tveimur sekúndum á undan heimastúlkunni Benedicte Oseid Lyche í mark. María var í öðru sæti eftir fyrri ferðina en það átti engin svar við frammistöðu hennar í seinni ferðinni. „Ég ætlaði bara að gefa allt í þetta, skíða tæknilega vel og sleppa mér svo ég færi nú hratt,“ sagði María. „Ég er að reyna að bæta mig eins mikið á heimslistanum og hægt er svo að ég fá betri stöðu fyrir Ólympíuleikana. Ég náði að bæta mig með þessum sigri,“ segir María sem endaði í fimmta sæti á svigmóti á sama stað daginn áður. Það hefur gengið á ýmsu hjá þessari tuttugu ára gömlu Akureyrarstelpu en María lét ekki stórt áfall stoppa sig. Hún meiddist illa í hné þegar hún féll í brautinni í Hlíðarfjalli á Akureyri í keppni í stórsvigi á Skíðamóti Íslands 2012 daginn eftir að hún varð Íslandsmeistari í svigi.Eyðilagði allt í hnénu „Ég sleit krossband, eyðilagði liðþófana og brotnaði líka. Það fór bara eiginlega allt í hnénu. Það er því æðislegt að vera komin til baka. Þetta er langbesta mótið mitt eftir meiðslin sem er frábært og sýnir að þetta er hægt,“ segir María. „Það var mjög mikið sjokk að lenda í svona alvarlegum meiðslum en ég ætlaði mér alltaf að koma til baka. Ég hugsaði aldrei þannig að þetta væri búið,“ segir María. Það reyndi ekki síður á hana andlega að komast aftur á skrið í brekkunni vitandi hvað gerðist í Hlíðarfjalli í apríl 2012. „Ég var pínusmeyk fyrst og þá sérstaklega í stórsviginu þar sem maður fer hraðar. Núna er það allt að koma,“ segir María.María Guðmundsdóttir skíði vann alþjóðlegt svigmót Noregur Skíðaíþróttin VetrarÓlympíuleikarÞað fer ekki á milli mála að sigurinn í gær var risaskref fyrir hana. „Ég hafði unnið FIS-mót fyrir meiðslin en það voru ekki eins sterk mót. Styrkleikinn ræðst af því hversu margar góðar eru með og þetta er sterkasta mótið sem ég hef unnið. Það er bara snilld og gerist ekki betra,“ segir María. María er að keppa mikið ásamt félögum sínum í landsliðinu í alpagreinum. „Við erum búin að ferðast mikið og skíða heilan helling. Það hefur gengið mjög vel,“ segir María sem fær ekki langan tíma til að fagna sigrinum frá því í gær. „Á morgun (í dag) keyrum við til Trysil í Noregi og ég keppi þar í tveimur stórsvigsmótum á þriðjudag og miðvikudag. Svo er smápása þangað til að ég fer til Svíþjóðar og keppi á fjórum mótum fyrir jól. Ég kem heim bara korteri fyrir jól,“ segir María hlæjandi.Er inni eins og er Hún ætlar sér að vera með á Vetrarólympíuleikunum í Sochi í Rússlandi sem hefjast í febrúar. „Eins og er þá er ég inni á Ólympíuleikunum en það kemur ekki endanlega í ljós fyrr en í lok janúar. Það eru ekki allir sem fá að komast á Ólympíuleika og vonandi náum við sem flest inn,“ segir María.
Íþróttir Mest lesið Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir City fékk skell í Noregi Inter - Arsenal | Skytturnar með fullt hús stiga fyrir slaginn í Mílanó Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri KR - Valur | Stórleikur í Vesturbæ Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Tímabilið búið hjá Butler Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands „Sáru töpin sitja í okkur“ Kýldi mótherja eftir tap í úrslitaleik Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur „Hræddir erum við ekki“ Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og Bónus-deild kvenna Sjá meira