Tók minnst fjögur flug í hverjum mánuði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. desember 2013 06:00 Ásdís Hjálmsdóttir stefnir á þátttöku í Evrópumeistaramótinu í Zürich í sumar, þar sem hún er nú búsett. fréttablaðið/stefán „Ég hef gaman af uppbyggingartímabilinu. Það er kannski ekki alveg að marka mig. Mér finnst þessi erfiðisvinna ofboðslega skemmtileg og nýt hennar í botn,“ segir Ásdís Hjálmsdóttir. Spjótkastarinn ver miklum tíma þessa dagana í lyftingasalnum líkt og fjölmargir frjálsíþróttamenn þjóðarinnar á undirbúningstímabilinu sem stendur yfir frá hausti fram yfir áramót. „Ég er aðeins byrjuð í tækniæfingum og að kasta spjótinu. Það er ofboðslega gaman eftir hlé frá köstunum.“ Ásdís býr í Zürich þar sem hún æfir hjá þjálfara sínum, Terry McHugh. Samstarf hennar við Írann er tæplega ársgamalt og hafa þau unnið í að breyta tækni hennar á árinu.Æfingarnar gengu betur en mótin „Ég gerði mér grein fyrir því að árið í ár yrði algjört spurningamerki, gæti farið hvernig sem er,“ segir Ásdís sem bætti Íslandsmetið í spjótkasti á Ólympíuleikunum sumarið 2012 með kasti upp á 62,77 metra. Spjótið flaug hins vegar aldrei yfir 60 metrana á árinu þótt aðeins hafi munað þremur sentimetrum í Stokkhólmi í júní. „Það gekk vel á æfingum en undir pressu á mótum er svo auðvelt að detta út úr því og fara að gera það sem þú hefur vanið þig á undanfarin tíu ár,“ segir Ármenningurinn. Sömuleiðis hafi sífelld ferðalög á milli Íslands og Sviss frá janúar fram á sumar tekið sinn toll. „Ég tók minnst fjögur flug í hverjum mánuði. Það tekur rosalega orku frá manni,“ segir Ásdís sem flutti til Sviss í júní þar sem hún hefur dvalið síðan. Mikill munur sé að hafa þjálfara sinn á öllum tækniæfingum ólíkt því að hitta hann bara vikulega eins og var fyrri hluta árs.Komin í doktorsnám „Það var rosalega mikið áreiti og mikið að gerast í lífi mínu yfirhöfuð. Mér líður vel í rútínu og það er gott að hún er komin aftur,“ segir Ásdís sem hóf doktorsnám í ónæmisfræði við háskólann í Zürich í nóvember. Hún starfar á húðsjúkdómadeildinni á háskólasjúkrahúsinu og kann vel við sig. „Þetta er mjög spennandi,“ segir Ásdís en verkefni hennar snýr að því að bæta ónæmismeðferð við ofnæmi. Spjótkastarinn segir henta sér vel að vera upptekin og geta einbeitt sér að fleiru en íþrótt sinni.Guðmundur SverrissonBenedikt H. SigurgeirssonGet ekki setið heima og beðið „Ég virka ekki ef ég er heima að bíða eftir næstu æfingu,“ segir Ásdís. „Ef þú gerir ekkert nema að mæta á æfingar, hugsa um æfingar og lífið snýst um það þá geturðu fengið nóg einn daginn.“ Sömuleiðis geti meiðsli gert vart við sig og ekkert sé verra en að vera aðgerðarlaus og velta sér upp úr meiðslum. „Svo er um að gera að nýta tímann og ná sér í menntun og vera búin að öllu þegar íþróttaferlinum lýkur. Þá getur maður farið að gera hvað sem mann langar til að gera,“ segir Ásdís sem hlakkar til næsta tímabils. Hápunkturinn er Evrópumeistaramótið sem fer einmitt fram í Zürich í ágúst. Ásdís hefur þegar náð lágmarkinu, 57,40 metrum, með köstum sínum á árinu sem er að líða, „Það er ansi hæpið að ég væri að stressa mig á þessu lágmarki,“ segir Ásdís sem kastaði margoft lengra á árinu. Líklegt er að Guðmundur Sverrisson, frjálsíþróttamaður ársins, verði einnig á meðal keppenda. ÍR-ingurinn kastaði 80,66 metra síðastliðið sumar og er til alls líklegur. Ásdís þekkir Guðmund vel og fagnar árangri hans. „Gummi hefur lent í miklum meiðslum og alls kyns leiðindum. En það er þegar fólk lendir í meiðslum sem maður sér úr hverju það er gert. Þessi strákur er gerður úr stáli og það er frábært að sjá hann uppskera.“ Ásdís kemur til Íslands í næstu viku og verður í faðmi fjölskyldunnar fram yfir áramót. Hún mun þó áfram æfa af kappi. „Ætli það verði ekki bara frí á aðfangadag, jóladag og gamlársdag.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Fleiri fréttir Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Sjá meira
„Ég hef gaman af uppbyggingartímabilinu. Það er kannski ekki alveg að marka mig. Mér finnst þessi erfiðisvinna ofboðslega skemmtileg og nýt hennar í botn,“ segir Ásdís Hjálmsdóttir. Spjótkastarinn ver miklum tíma þessa dagana í lyftingasalnum líkt og fjölmargir frjálsíþróttamenn þjóðarinnar á undirbúningstímabilinu sem stendur yfir frá hausti fram yfir áramót. „Ég er aðeins byrjuð í tækniæfingum og að kasta spjótinu. Það er ofboðslega gaman eftir hlé frá köstunum.“ Ásdís býr í Zürich þar sem hún æfir hjá þjálfara sínum, Terry McHugh. Samstarf hennar við Írann er tæplega ársgamalt og hafa þau unnið í að breyta tækni hennar á árinu.Æfingarnar gengu betur en mótin „Ég gerði mér grein fyrir því að árið í ár yrði algjört spurningamerki, gæti farið hvernig sem er,“ segir Ásdís sem bætti Íslandsmetið í spjótkasti á Ólympíuleikunum sumarið 2012 með kasti upp á 62,77 metra. Spjótið flaug hins vegar aldrei yfir 60 metrana á árinu þótt aðeins hafi munað þremur sentimetrum í Stokkhólmi í júní. „Það gekk vel á æfingum en undir pressu á mótum er svo auðvelt að detta út úr því og fara að gera það sem þú hefur vanið þig á undanfarin tíu ár,“ segir Ármenningurinn. Sömuleiðis hafi sífelld ferðalög á milli Íslands og Sviss frá janúar fram á sumar tekið sinn toll. „Ég tók minnst fjögur flug í hverjum mánuði. Það tekur rosalega orku frá manni,“ segir Ásdís sem flutti til Sviss í júní þar sem hún hefur dvalið síðan. Mikill munur sé að hafa þjálfara sinn á öllum tækniæfingum ólíkt því að hitta hann bara vikulega eins og var fyrri hluta árs.Komin í doktorsnám „Það var rosalega mikið áreiti og mikið að gerast í lífi mínu yfirhöfuð. Mér líður vel í rútínu og það er gott að hún er komin aftur,“ segir Ásdís sem hóf doktorsnám í ónæmisfræði við háskólann í Zürich í nóvember. Hún starfar á húðsjúkdómadeildinni á háskólasjúkrahúsinu og kann vel við sig. „Þetta er mjög spennandi,“ segir Ásdís en verkefni hennar snýr að því að bæta ónæmismeðferð við ofnæmi. Spjótkastarinn segir henta sér vel að vera upptekin og geta einbeitt sér að fleiru en íþrótt sinni.Guðmundur SverrissonBenedikt H. SigurgeirssonGet ekki setið heima og beðið „Ég virka ekki ef ég er heima að bíða eftir næstu æfingu,“ segir Ásdís. „Ef þú gerir ekkert nema að mæta á æfingar, hugsa um æfingar og lífið snýst um það þá geturðu fengið nóg einn daginn.“ Sömuleiðis geti meiðsli gert vart við sig og ekkert sé verra en að vera aðgerðarlaus og velta sér upp úr meiðslum. „Svo er um að gera að nýta tímann og ná sér í menntun og vera búin að öllu þegar íþróttaferlinum lýkur. Þá getur maður farið að gera hvað sem mann langar til að gera,“ segir Ásdís sem hlakkar til næsta tímabils. Hápunkturinn er Evrópumeistaramótið sem fer einmitt fram í Zürich í ágúst. Ásdís hefur þegar náð lágmarkinu, 57,40 metrum, með köstum sínum á árinu sem er að líða, „Það er ansi hæpið að ég væri að stressa mig á þessu lágmarki,“ segir Ásdís sem kastaði margoft lengra á árinu. Líklegt er að Guðmundur Sverrisson, frjálsíþróttamaður ársins, verði einnig á meðal keppenda. ÍR-ingurinn kastaði 80,66 metra síðastliðið sumar og er til alls líklegur. Ásdís þekkir Guðmund vel og fagnar árangri hans. „Gummi hefur lent í miklum meiðslum og alls kyns leiðindum. En það er þegar fólk lendir í meiðslum sem maður sér úr hverju það er gert. Þessi strákur er gerður úr stáli og það er frábært að sjá hann uppskera.“ Ásdís kemur til Íslands í næstu viku og verður í faðmi fjölskyldunnar fram yfir áramót. Hún mun þó áfram æfa af kappi. „Ætli það verði ekki bara frí á aðfangadag, jóladag og gamlársdag.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Fleiri fréttir Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Sjá meira