SA vill semja um kjaraskerðingu Gylfi Arnbjörnsson skrifar 14. desember 2013 07:00 Ágæti launamaður. Mig langar að gera stuttlega grein fyrir stöðunni í kjaraviðræðunum. Samninganefnd Alþýðusambands Íslands hafði um nokkra vikna skeið unnið ásamt Samtökum atvinnulífsins að ramma fyrir svokallaðan aðfarasamning til 8-12 mánaða sem lagt gæti grunninn að kjarasamningi til lengri tíma. Þegar kom að því að ræða launalið þessa skammtímasamnings þar sem stefnt yrði að auknum kaupmætti launa á grundvelli stöðugleika og sérstakri hækkun lægstu launa þá skelltu SA menn í lás. Þetta vildum við gera með því að hækka lægstu laun um ákveðna krónutölu en að síðan tækju önnur laun prósentuhækkunum. Tilgangur okkar með þessari leið var að lægstu launin hækkuðu hlutfallslega mest. Yfir því sáu SA ofsjónum fyrir utan að hafna almennum launabreytingum sem samninganefnd ASÍ var tilbúin að ræða og voru innan þeirra marka sem Seðlabankinn hefur nefnt sem þolmörk með tilliti til verðbólgu. Þessa afstöðu er ekki hægt að skilja öðruvísi en svo að Samtök atvinnulífsins vilji eingöngu semja um almenna kjaraskerðingu og leggja mjög lítið af mörkum til þeirra sem lægst hafa launin. Það væri forvitnilegt að setja þann mun sem er á tilboði SA og hugmyndum ASÍ um hækkun launa í samhengi við laun forstjóra þeirra fyrirtækja, sem skráð eru á verðbréfamarkaði eða eru á leið í skráningu, þar sem hver og einn þeirra fær sem nemur margföldum árslaunum tekjulægsta fólksins. Þetta er ekki bara óeðlilegt, þetta er óásættanlegt. Við viljum ekki svona samfélag aukinnar misskiptingar á Íslandi. Undir það mun verkalýðshreyfingin aldrei skrifa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gylfi Arnbjörnsson Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ágæti launamaður. Mig langar að gera stuttlega grein fyrir stöðunni í kjaraviðræðunum. Samninganefnd Alþýðusambands Íslands hafði um nokkra vikna skeið unnið ásamt Samtökum atvinnulífsins að ramma fyrir svokallaðan aðfarasamning til 8-12 mánaða sem lagt gæti grunninn að kjarasamningi til lengri tíma. Þegar kom að því að ræða launalið þessa skammtímasamnings þar sem stefnt yrði að auknum kaupmætti launa á grundvelli stöðugleika og sérstakri hækkun lægstu launa þá skelltu SA menn í lás. Þetta vildum við gera með því að hækka lægstu laun um ákveðna krónutölu en að síðan tækju önnur laun prósentuhækkunum. Tilgangur okkar með þessari leið var að lægstu launin hækkuðu hlutfallslega mest. Yfir því sáu SA ofsjónum fyrir utan að hafna almennum launabreytingum sem samninganefnd ASÍ var tilbúin að ræða og voru innan þeirra marka sem Seðlabankinn hefur nefnt sem þolmörk með tilliti til verðbólgu. Þessa afstöðu er ekki hægt að skilja öðruvísi en svo að Samtök atvinnulífsins vilji eingöngu semja um almenna kjaraskerðingu og leggja mjög lítið af mörkum til þeirra sem lægst hafa launin. Það væri forvitnilegt að setja þann mun sem er á tilboði SA og hugmyndum ASÍ um hækkun launa í samhengi við laun forstjóra þeirra fyrirtækja, sem skráð eru á verðbréfamarkaði eða eru á leið í skráningu, þar sem hver og einn þeirra fær sem nemur margföldum árslaunum tekjulægsta fólksins. Þetta er ekki bara óeðlilegt, þetta er óásættanlegt. Við viljum ekki svona samfélag aukinnar misskiptingar á Íslandi. Undir það mun verkalýðshreyfingin aldrei skrifa.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar