Lýðræði í blíðu og stríðu Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 24. desember 2013 06:00 Ísland er lýðræðisríki. Lýðurinn ræður. Það er talið skapa frið í samfélaginu þar sem tekið er tillit til allra hagsmuna, og leitast er við að finna sem bestu lausnina fyrir sem flesta. Lýðræði er gott ef það virkar. Lýðræðisröðin frá 2010 sýnir að Noregur kemur í fyrsta sæti sem lýðræðislegasta ríki heims út frá meðal annars stjórnmálamenningu. Forsendur góðrar stjórnmálamenningar verður efni greinarinnar.Mikilvægi gagnrýnnar hugsunar Hið opinbera líf Vesturlandabúa hefst í leikskólanum og hjá sumum í grunnskólanum. Skólinn mótar okkur og kennir okkur grundvallaratriði sem góður samfélagsþegn þarf að kunna. Að skilja muninn á réttu og röngu, muninn á slæmum rökum og góðum og hvernig við eigum að gera okkar hugmyndir um lífið skiljanlegar. Skólinn á líka að gefa okkur yfirsýn yfir hvers vegna heimurinn er eins og hann er og hvort okkar hugmyndir hafi verið hugsaðar áður og þá til hvers þær hafi leitt og verkfæri til að geta haft góð áhrif og skilið samfélagið. Þar sem sumir mennta sig ekki umfram grunnskólanám er afar mikilvægt að grunnskólinn uppfylli þessar kröfur. Í samtölum við norska vini hef ég dregið þá ályktun að það sé munur á kennsluaðferðum á Íslandi og í Noregi, efnið var gert lifandi fyrir þeim á annan hátt en ég hef upplifað. Þeir muna smáatriði frá fyrstu árum grunnskólans á meðan ég man varla neitt af því sem ég lærði. Þetta virðist vera upplifun mjög margra sem hafa gengið í skóla á Íslandi. Hér vantar rökræðu sem leiðir til djúps skilnings og notast er meira við utanbókarlærdóm sem situr ekki til lengdar. Mér líður eins og ég þurfi að læra heimssöguna upp á nýtt til þess að skilja hvað er í gangi í dag. Ég held að ástæðan sé skólamenningin í samfélaginu. Ef samfélagið krefst þess ekki af þér að þú skiljir söguna og sért gagnrýnin þá er ekki skrítið að kennarar krefjist þess ekki heldur.Upplýstur almenningur Til þess að lýðræði virki vel þurfa borgararnir að vera upplýstir um málefni líðandi stundar. Á litlu landi er erfitt að halda uppi góðum fréttamiðlum ef þeir eru háðir sölu auglýsinga og áskrifendum. Í Noregi er notast við víðfeðman kerfisbundinn opinberan fjárstuðning við miðla. Hugmyndafræði kerfisins er að breið og góð umræða sé mikilvæg góðu samfélagi og lýðræði og þess vegna er peningunum talið vera vel varið. Auðvitað er erfitt að koma á álíka kerfi á Íslandi eins og ástandið er, en það er þó mikilvægt að hafa í huga hversu mikils virði góðir fréttamiðlar eru. Auk fjárskorts er vandamálið að íslenskir miðlar vilja ekki hafa hátt um frá hvaða sjónarhorni þeir skrifa. Þetta veldur því að fölsk hugmynd um óháð skrif gerir umræðuna enn minna upplýsta en hún gæti verið ef forsendur væru uppi á borðum. Í ljósi þessa er ástandið á RÚV, sem er einn af fáum fréttamiðlum sem getur talist nánast óháður einkaaðilum, hræðilegt. Sem Íslendingur í útlöndum er ég oft spurð um ástæður efnahagshrunsins á Íslandi. Undanfarið hefur svarið mitt verið: Lélegt lýðræði. Þegar illa upplýstur og ógagnrýninn almenningur ræður verða ekki góðar ákvarðarnir teknar í kosningum og þá vantar hollt aðhald að stjórnmálaöflum. Það er ekki nóg að kjósa og láta svo eins og við höfum ekki borið ábyrgð á efnahagshruninu. Við kjósum fólk til að stjórna fyrir okkur og sem umbjóðendur þess verðum við að fylgjast með og láta vita þegar illa gengur, ekki treysta kjörnum fulltrúum í blindni. Við verðum líka að lesa okkur til og vera upplýst um það sem fulltrúar okkar eru að gera. Þannig virkar gott lýðræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ísland er lýðræðisríki. Lýðurinn ræður. Það er talið skapa frið í samfélaginu þar sem tekið er tillit til allra hagsmuna, og leitast er við að finna sem bestu lausnina fyrir sem flesta. Lýðræði er gott ef það virkar. Lýðræðisröðin frá 2010 sýnir að Noregur kemur í fyrsta sæti sem lýðræðislegasta ríki heims út frá meðal annars stjórnmálamenningu. Forsendur góðrar stjórnmálamenningar verður efni greinarinnar.Mikilvægi gagnrýnnar hugsunar Hið opinbera líf Vesturlandabúa hefst í leikskólanum og hjá sumum í grunnskólanum. Skólinn mótar okkur og kennir okkur grundvallaratriði sem góður samfélagsþegn þarf að kunna. Að skilja muninn á réttu og röngu, muninn á slæmum rökum og góðum og hvernig við eigum að gera okkar hugmyndir um lífið skiljanlegar. Skólinn á líka að gefa okkur yfirsýn yfir hvers vegna heimurinn er eins og hann er og hvort okkar hugmyndir hafi verið hugsaðar áður og þá til hvers þær hafi leitt og verkfæri til að geta haft góð áhrif og skilið samfélagið. Þar sem sumir mennta sig ekki umfram grunnskólanám er afar mikilvægt að grunnskólinn uppfylli þessar kröfur. Í samtölum við norska vini hef ég dregið þá ályktun að það sé munur á kennsluaðferðum á Íslandi og í Noregi, efnið var gert lifandi fyrir þeim á annan hátt en ég hef upplifað. Þeir muna smáatriði frá fyrstu árum grunnskólans á meðan ég man varla neitt af því sem ég lærði. Þetta virðist vera upplifun mjög margra sem hafa gengið í skóla á Íslandi. Hér vantar rökræðu sem leiðir til djúps skilnings og notast er meira við utanbókarlærdóm sem situr ekki til lengdar. Mér líður eins og ég þurfi að læra heimssöguna upp á nýtt til þess að skilja hvað er í gangi í dag. Ég held að ástæðan sé skólamenningin í samfélaginu. Ef samfélagið krefst þess ekki af þér að þú skiljir söguna og sért gagnrýnin þá er ekki skrítið að kennarar krefjist þess ekki heldur.Upplýstur almenningur Til þess að lýðræði virki vel þurfa borgararnir að vera upplýstir um málefni líðandi stundar. Á litlu landi er erfitt að halda uppi góðum fréttamiðlum ef þeir eru háðir sölu auglýsinga og áskrifendum. Í Noregi er notast við víðfeðman kerfisbundinn opinberan fjárstuðning við miðla. Hugmyndafræði kerfisins er að breið og góð umræða sé mikilvæg góðu samfélagi og lýðræði og þess vegna er peningunum talið vera vel varið. Auðvitað er erfitt að koma á álíka kerfi á Íslandi eins og ástandið er, en það er þó mikilvægt að hafa í huga hversu mikils virði góðir fréttamiðlar eru. Auk fjárskorts er vandamálið að íslenskir miðlar vilja ekki hafa hátt um frá hvaða sjónarhorni þeir skrifa. Þetta veldur því að fölsk hugmynd um óháð skrif gerir umræðuna enn minna upplýsta en hún gæti verið ef forsendur væru uppi á borðum. Í ljósi þessa er ástandið á RÚV, sem er einn af fáum fréttamiðlum sem getur talist nánast óháður einkaaðilum, hræðilegt. Sem Íslendingur í útlöndum er ég oft spurð um ástæður efnahagshrunsins á Íslandi. Undanfarið hefur svarið mitt verið: Lélegt lýðræði. Þegar illa upplýstur og ógagnrýninn almenningur ræður verða ekki góðar ákvarðarnir teknar í kosningum og þá vantar hollt aðhald að stjórnmálaöflum. Það er ekki nóg að kjósa og láta svo eins og við höfum ekki borið ábyrgð á efnahagshruninu. Við kjósum fólk til að stjórna fyrir okkur og sem umbjóðendur þess verðum við að fylgjast með og láta vita þegar illa gengur, ekki treysta kjörnum fulltrúum í blindni. Við verðum líka að lesa okkur til og vera upplýst um það sem fulltrúar okkar eru að gera. Þannig virkar gott lýðræði.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun