Nýtt íslenskt dagatal Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 30. desember 2013 15:30 Guðrún Valdimarsdóttir hannaði dagatal fyrir árið 2014 sem skorið er út úr pappa. Mynd/gva Ég fékk hugmyndina þegar ég vann jólaskraut fyrir leysiskurðarverkstæðið Geisla nú fyrir jólin. Hugurinn var fullur af hugmyndum að einhverju til að skera út og mig hafði lengi langað í dagatal sem sýndi allt árið í einu,“ segir Guðrún Valdimarsdóttir vöruhönnuður en hún sendi nýlega frá sér dagatal fyrir árið 2014, sem skorið er út úr pappa. „Það er gaman að hengja það út í glugga og eins er hægt að setja litaðan pappír á bak við dagatalið. Þá væri til dæmis hægt að lita ofan í daginn, til að marka tímann,“ segir Guðrún. Sjálf segist hún fylgjast vel með tímanum og eiga dagatöl í hverju horni. „Ég er alltaf að skoða dagatalið í símanum og í tölvunni og hef verið með nokkur dagatöl frá bönkum hér og þar í felum uppi í hillum. Ég er svona „listamanneskja“ og geri marga lista yfir allt sem ég þarf að gera. Ég er mjög skipulögð manneskja,“ segir Guðrún hlæjandi. „Ég gæti vel hugsað mér að gera dagatal á hverju ári,“ bætir hún við.Guðrún er þó ekki búin að gera lista yfir áramótaheitin og segist hálfpartinn á móti áramótaheitum. „Allavega fyrir sjálfa mig. Ég vil frekar reyna að bæta mig allt árið.“ En hvaða hluti dagatalsins er í uppáhaldi hjá Guðrúnu? „Jólin og sumrin eru minn uppáhaldstími ársins. Ég á afmæli í lok sumars og um leið og það er búið fer ég að hlakka til jólanna. Núna er ég farin að bíða eftir sumrinu,“ segir hún glaðlega. „Það verður reyndar mikið að gera í vor. Ég ætla að taka þátt í HönnunarMars og er strax farin að undirbúa það. Ég ætla að sýna nýtt skrifborð með hirslum svo hægt sé að skipuleggja sig vel. Það verður líka hægt að fela allar snúrur í skrifborðinu,“ segir Guðrún kankvís. Spurð hvernig hún ætli að eyða áramótunum segist hún eiga von á fjölskyldunni í mat og hefur því í nógu að snúast. HönnunarMars Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira
Ég fékk hugmyndina þegar ég vann jólaskraut fyrir leysiskurðarverkstæðið Geisla nú fyrir jólin. Hugurinn var fullur af hugmyndum að einhverju til að skera út og mig hafði lengi langað í dagatal sem sýndi allt árið í einu,“ segir Guðrún Valdimarsdóttir vöruhönnuður en hún sendi nýlega frá sér dagatal fyrir árið 2014, sem skorið er út úr pappa. „Það er gaman að hengja það út í glugga og eins er hægt að setja litaðan pappír á bak við dagatalið. Þá væri til dæmis hægt að lita ofan í daginn, til að marka tímann,“ segir Guðrún. Sjálf segist hún fylgjast vel með tímanum og eiga dagatöl í hverju horni. „Ég er alltaf að skoða dagatalið í símanum og í tölvunni og hef verið með nokkur dagatöl frá bönkum hér og þar í felum uppi í hillum. Ég er svona „listamanneskja“ og geri marga lista yfir allt sem ég þarf að gera. Ég er mjög skipulögð manneskja,“ segir Guðrún hlæjandi. „Ég gæti vel hugsað mér að gera dagatal á hverju ári,“ bætir hún við.Guðrún er þó ekki búin að gera lista yfir áramótaheitin og segist hálfpartinn á móti áramótaheitum. „Allavega fyrir sjálfa mig. Ég vil frekar reyna að bæta mig allt árið.“ En hvaða hluti dagatalsins er í uppáhaldi hjá Guðrúnu? „Jólin og sumrin eru minn uppáhaldstími ársins. Ég á afmæli í lok sumars og um leið og það er búið fer ég að hlakka til jólanna. Núna er ég farin að bíða eftir sumrinu,“ segir hún glaðlega. „Það verður reyndar mikið að gera í vor. Ég ætla að taka þátt í HönnunarMars og er strax farin að undirbúa það. Ég ætla að sýna nýtt skrifborð með hirslum svo hægt sé að skipuleggja sig vel. Það verður líka hægt að fela allar snúrur í skrifborðinu,“ segir Guðrún kankvís. Spurð hvernig hún ætli að eyða áramótunum segist hún eiga von á fjölskyldunni í mat og hefur því í nógu að snúast.
HönnunarMars Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira