Var Ben Stiller toppurinn? Bergur Ebbi Benediktsson skrifar 30. desember 2013 14:30 Bergur Ebbi rifjar upp árið. Mynd/Vísir Þessi pistill á að vera um dægurmál og tíðaranda á árinu 2013. Kannski á að skilja það sem svo að hann eigi ekki að fjalla um pólitík. Nú er úr vöndu að ráða. Ég sé nefnilega engan mun á þessu. Borgarstjórinn í Reykjavík gaf einu sinni út plötuna Sleikir hamstur – hann var í sundbol á umslaginu – og í forsetastól Alþingis situr stundum aflitaður, síðhærður bóksali sem kemur við og við fram í bleikum spandex-buxum með glimmeráferð. En mikið sem þetta venst. Auk þess er þetta gott mál. Dægurmál og pólitík eiga náttúrulega ekki að vera aðskildir hlutir. Árið 2013 er árið sem venjulegt fólk fékk aftur áhuga á pólitík. Það kom til af góðu. Ísland vann Icesave-málið. Þar var þungu fargi af okkur létt og þetta sló á heiftina sem hafði ríkt í allri umræðu. Auk þess var þetta magnað því Ísland vinnur aldrei neitt – allavega ekki Eurovision. Við áttum ekki séns í Eurovision þetta árið, ekki frekar en hin, því Eurovision er í eðli sínu dómaraskandall enda eru Balkanlöndin í mafíu og kjósa hvert annað. Slíkt gæti aldrei gengið innan alvöru dómskerfis, eins og til dæmis hjá EFTA-dómstólnum, þar sem dómarar víkja ekki sæti þó málið varði 700 milljarða króna upphæðir fyrir heimaland þeirra. Það reyndi ekki á þetta því okkar maður hjá EFTA er stálheiðarlegur og dæmdi náttúrulega rétt. Svo ég beri honum frekara karaktervitni þá er hann úrvals fræðimaður og einnig fyrrverandi kennari minn, kenndi mér til dæmis stjórnsýslurétt veturinn 2002-03 og af honum lærði ég allt um vanhæfisreglur. Gaman að því.Með ofskynjanir milli stanganna En hættum nú lagaþrætum. Sem betur fer eru til hlutlægir mælikvarðar í þessari veröld. Einn þeirra nefnist fótbolti og þar er ekki hægt að fleyta sér áfram á heppni eða höfðatölu. Niður fara allir mínir hattar fyrir árangri íslenska fótboltalandsliðsins í undankeppni HM. Árangurinn kallar á ekkert minna en nýja Biblíuþýðingu þar sem orðinu lærisveinar (sem kemur fyrir 412 sinnum í Nýja testamentinu) verði skipt út fyrir larssveinar. Kannski væri líka hægt að endurskíra Jóhannes og kalla hann bara Hannes, og nú tala ég um skírarann en ekki guðspjallamanninn enda held ég að sá síðarnefndi hefði ekki staðið sig vel í marki. Svona tala ég af léttúð um hin heilögu orð enda er það í takt við tíðarandann. Endanlegur sannleikur er afstæður. Ef maður trúir því ekki þá er maður krossfestur. Eitt í viðbót. Ég grét með Eiði. Hann þjappaði okkur saman. Tók eiginlega við af Óla Stef sem andlegur leiðtogi. Ef Eiður er leiður getur enginn verið reiður. Og hvers vegna ætti nokkur maður að vera reiður? Það eru fínir kallar á toppnum. Ég efast ekki um heilindi þeirra. Ég trúi ekki á samsæri. Ef ég væri að spila matador þá myndi ég helst vilja Sigmund eða Bjarna Ben til að vera bankinn. Þeir myndu aldrei stela svo mikið sem einum seðli og ef einhver er blankur þá búa þeir til nýja. Það er kósí að vita til þess að við höfum kosið yfir okkur ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Einhver notaði þá líkingu að þetta væri eins og húðbarin eiginkona að hleypa ofbeldisfullum húsbóndanum aftur inn á heimilið. Ég segi hingað og ekki lengra enda leiðist mér sú tugga að snúa óskyldri umræðu upp í spurningar um kúgun kvenna. Að kjósa yfir sig B og D er frekar eins og að vera 29 ára en flytja aftur heim til foreldra sinna – það er frekar næs en samt er eitthvað rangt við það.Allir út að hlaupa Einhver sagði að 2013 væri ár ósamlyndis. Það er bara í túla þess sem talar. Ég held þvert á móti að þrátt fyrir rifrildi um hvort hér eigi að vera Þjóðleikhús eða Vestmannaeyjar þá hafi samstaðan sjaldan verið meiri. Það eru til dæmis allir sammála því að það þurfi að bjarga Landspítalanum. Það eru víst engir læknar þar lengur – allir fluttir til Noregs. Ég er reyndar með þá kenningu að þeir séu ekki í Noregi heldur séu flestir úti að hlaupa. Það er nefnilega það vinsælasta í dag. Að hlaupa í burt frá spítalanum en til styrktar spítalanum. Það er „ófremdarástand“ á Landspítalanum. Þetta er orðið sem er notað í fréttum. Getur verið að Landspítalinn sé bara veikur? Ég sé hann fyrir mér, í heild sinni eins og hann blasir við mér þegar ég keyri Hringbrautina, með fýlukallasvip undir sæng með hitamæli í munninum og raka tusku á enninu. Landspítalinn á spítala. Skemmtileg pæling. Fyrst spítalinn fór á spítala þá er það sönnun þess að við munum öll þurfa að fara á spítala. Við verðum nefnilega öll veik. Við deyjum víst líka öll. Hvernig er hægt að vera pirraður út í Brynjar Níelsson þegar maður er í svoleiðis pælingum? Ég er með hugleiðingu til íslenskra listamanna. Ég er reyndar listamaður sjálfur og undanskil mig ekki gagnrýninni. Skilaboð mín eru þessi: hvað er að ykkur? Hvers vegna er Vigdís Hauksdóttir umdeildari en nokkurt ykkar? Ég hef skoðað texta við nýlegar rapp-plötur sem komu út á árinu og ekkert sem þar kemur fram stuggar við manni, en ef þessi kona opnar munninn þá fer umræðan af hjörunum. Ég held að rapparar þessa lands þurfi að skila inn derhúfum sínum því meira að segja Guðni Ágústsson er klúrari en þeir, nýbúinn að gefa út gamansögubók sem er löðrandi í klám- og kynlífsgríni. Ég meina þetta. Ég ætla ekki að falla í þá gryfju að endurtaka orðin „krúttin eru dauð“ því þá fæ ég bágt fyrir, en í fullri alvöru, þá held ég að nú sé rúm fyrir smávegis rækjureggí, súlfat-lyktandi stríðsyfirlýsingu gagnvart öllu sem er gamalt og endurtekið. En ekki ætla ég að dirfast að rugga bátnum. Það má líka ekki gleyma að það eru milljarðar í húfi. Airwaves er náttúrulega snilld, hundrað íslenskar hljómsveitir sem enginn hefur heyrt um blásandi í blokkflautur fyrir framan steinrunna japanska áhorfendur sem klæddir eru í 250 þúsund króna hátísku útivistarúlpur. Afsakið, ég gleymdi mér aðeins. Listafólk er viðkvæmt og ég er einn af því. Ég skal vera „team player“. Ég er bara einn af þeim sem láta oft hafa sig að fífli – styð markaðinn.Verður Nick Nolte næstur? Ég hugsa oft um hagfræðilega fyrirbærið „peak-oil“, þegar olíuverð nær hámarki sínu. Við erum víst ekki enn komin þangað. Ég velti fyrir mér hvort það væri hægt að búa til hugtakið „Peak-Iceland“. Er hámarkinu náð? Er eðlilegt að hér sé sífelldur straumur ferðamanna sem allir eru jafn trylltir í land og þjóð eða getur verið að að Ísland kallist bara skemmtilega á við „lumber-jack“ útivistartískuna sem tröllríður heimsbyggðinni? Hafið þið farið til Bandaríkjanna nýlega? Þar líta allir út eins og Mugison – jafnvel stelpurnar líka – með skegg, í vatteruðum köflóttum stökkum og með sjóarahatt á höfði. Ekki furða þó Of Monsters and Men hafi slegið í gegn – við hefðum allt eins getað sent vinnuflokk úr Skógrækt ríkisins í David Letterman. Það spillir reyndar ekki fyrir að í OMAM er frábært tónlistarfólk. Pláss í Letterman er eitt og sér ekki trygging fyrir góðri landkynningu. Ef það væri svo þá væri Íslandsstofa að fjöldaframleiða myndbönd þar sem vitstola fólk er teipað við stóla – það er kannski hugmynd. Mér finnst allt í lagi að taka fram að tískan í dag er hentug fyrir Ísland. Tískan 2013 snýst um að klæða sig gegn kulda. Þegar ég var unglingur þá snerist tískan um allt sem tengdist „west-coast“. Tupac og Snoop Dog. Menace II Society og Boyz in the Hood. Hvítir hlýrabolir, síðar Dickies-brækur og helst Zach de la Rocha-dreddar til að hrista ofan í. Bless bless „Peak-Iceland“ ef það kemst aftur í tísku. „Peak-Iceland“? Ef einhver er ekki að skilja jöfnuna þá er hér smá hint. 2011 = Ridley Scott. 2012 = Tom Cruise. 2013 = Ben Stiller. 2014 = Nick Nolte? 2015 = Brendan Fraiser? 2016 = Pauly Shore? Og så videre. Og tvennt í viðbót varðandi tísku. 1) Allt sem byggist á grafískum útfærslum af gamaldags landakortum má fuðra upp með áramótabombunum. 2) SMS eru dottin úr tísku. Þingflokksfundir Framsóknarflokksins eru í dag boðaðir með Snapchat.Ég bið að heilsa Kæru landsmenn. Nú stöndum við, rúmlega 300.000 manna þjóð, frammi fyrir tækifæri til að gera landið okkar að sannkölluðu fyrirmyndarlandi, framfarasinnuðu landi þar sem hugað er að velferð allra. Djók. Ég er ekki með lokaorð. Jú. Það er reyndar eitt sem súmmerar árið 2013 ágætlega upp. Það kom nýr peningaseðill á markað. Tíu þúsund kall! Ég fór með þennan nýja brakandi ferska seðil í Kringluna. Tattúveraður og ljósabrúnn metró-unglingur sagði mér að ég gæti keypt hálfan Nike-hlaupaskó fyrir peninginn. Svo saug hann kókaín upp með Jónasi. Hann féll víst á PISA-prófinu, er lesblindur og með ADHD en grét samt þegar ég las fyrir hann Móðurást. En hálfur Nike-skór??? Við hlaupum ekki langt frá Landspítalanum með slíkt undir iljum. Ég sting upp á 40 þúsund króna seðli. Höfum Óla Geir framan á. Ræsum prentvélarnar. P.s.: Ef áramótabomba springur í skógi og enginn heyrir það – sprakk hún þá? P.p.s.: En ef það kviknar í skóginum í kjölfarið? Fréttir ársins 2013 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Sjá meira
Þessi pistill á að vera um dægurmál og tíðaranda á árinu 2013. Kannski á að skilja það sem svo að hann eigi ekki að fjalla um pólitík. Nú er úr vöndu að ráða. Ég sé nefnilega engan mun á þessu. Borgarstjórinn í Reykjavík gaf einu sinni út plötuna Sleikir hamstur – hann var í sundbol á umslaginu – og í forsetastól Alþingis situr stundum aflitaður, síðhærður bóksali sem kemur við og við fram í bleikum spandex-buxum með glimmeráferð. En mikið sem þetta venst. Auk þess er þetta gott mál. Dægurmál og pólitík eiga náttúrulega ekki að vera aðskildir hlutir. Árið 2013 er árið sem venjulegt fólk fékk aftur áhuga á pólitík. Það kom til af góðu. Ísland vann Icesave-málið. Þar var þungu fargi af okkur létt og þetta sló á heiftina sem hafði ríkt í allri umræðu. Auk þess var þetta magnað því Ísland vinnur aldrei neitt – allavega ekki Eurovision. Við áttum ekki séns í Eurovision þetta árið, ekki frekar en hin, því Eurovision er í eðli sínu dómaraskandall enda eru Balkanlöndin í mafíu og kjósa hvert annað. Slíkt gæti aldrei gengið innan alvöru dómskerfis, eins og til dæmis hjá EFTA-dómstólnum, þar sem dómarar víkja ekki sæti þó málið varði 700 milljarða króna upphæðir fyrir heimaland þeirra. Það reyndi ekki á þetta því okkar maður hjá EFTA er stálheiðarlegur og dæmdi náttúrulega rétt. Svo ég beri honum frekara karaktervitni þá er hann úrvals fræðimaður og einnig fyrrverandi kennari minn, kenndi mér til dæmis stjórnsýslurétt veturinn 2002-03 og af honum lærði ég allt um vanhæfisreglur. Gaman að því.Með ofskynjanir milli stanganna En hættum nú lagaþrætum. Sem betur fer eru til hlutlægir mælikvarðar í þessari veröld. Einn þeirra nefnist fótbolti og þar er ekki hægt að fleyta sér áfram á heppni eða höfðatölu. Niður fara allir mínir hattar fyrir árangri íslenska fótboltalandsliðsins í undankeppni HM. Árangurinn kallar á ekkert minna en nýja Biblíuþýðingu þar sem orðinu lærisveinar (sem kemur fyrir 412 sinnum í Nýja testamentinu) verði skipt út fyrir larssveinar. Kannski væri líka hægt að endurskíra Jóhannes og kalla hann bara Hannes, og nú tala ég um skírarann en ekki guðspjallamanninn enda held ég að sá síðarnefndi hefði ekki staðið sig vel í marki. Svona tala ég af léttúð um hin heilögu orð enda er það í takt við tíðarandann. Endanlegur sannleikur er afstæður. Ef maður trúir því ekki þá er maður krossfestur. Eitt í viðbót. Ég grét með Eiði. Hann þjappaði okkur saman. Tók eiginlega við af Óla Stef sem andlegur leiðtogi. Ef Eiður er leiður getur enginn verið reiður. Og hvers vegna ætti nokkur maður að vera reiður? Það eru fínir kallar á toppnum. Ég efast ekki um heilindi þeirra. Ég trúi ekki á samsæri. Ef ég væri að spila matador þá myndi ég helst vilja Sigmund eða Bjarna Ben til að vera bankinn. Þeir myndu aldrei stela svo mikið sem einum seðli og ef einhver er blankur þá búa þeir til nýja. Það er kósí að vita til þess að við höfum kosið yfir okkur ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Einhver notaði þá líkingu að þetta væri eins og húðbarin eiginkona að hleypa ofbeldisfullum húsbóndanum aftur inn á heimilið. Ég segi hingað og ekki lengra enda leiðist mér sú tugga að snúa óskyldri umræðu upp í spurningar um kúgun kvenna. Að kjósa yfir sig B og D er frekar eins og að vera 29 ára en flytja aftur heim til foreldra sinna – það er frekar næs en samt er eitthvað rangt við það.Allir út að hlaupa Einhver sagði að 2013 væri ár ósamlyndis. Það er bara í túla þess sem talar. Ég held þvert á móti að þrátt fyrir rifrildi um hvort hér eigi að vera Þjóðleikhús eða Vestmannaeyjar þá hafi samstaðan sjaldan verið meiri. Það eru til dæmis allir sammála því að það þurfi að bjarga Landspítalanum. Það eru víst engir læknar þar lengur – allir fluttir til Noregs. Ég er reyndar með þá kenningu að þeir séu ekki í Noregi heldur séu flestir úti að hlaupa. Það er nefnilega það vinsælasta í dag. Að hlaupa í burt frá spítalanum en til styrktar spítalanum. Það er „ófremdarástand“ á Landspítalanum. Þetta er orðið sem er notað í fréttum. Getur verið að Landspítalinn sé bara veikur? Ég sé hann fyrir mér, í heild sinni eins og hann blasir við mér þegar ég keyri Hringbrautina, með fýlukallasvip undir sæng með hitamæli í munninum og raka tusku á enninu. Landspítalinn á spítala. Skemmtileg pæling. Fyrst spítalinn fór á spítala þá er það sönnun þess að við munum öll þurfa að fara á spítala. Við verðum nefnilega öll veik. Við deyjum víst líka öll. Hvernig er hægt að vera pirraður út í Brynjar Níelsson þegar maður er í svoleiðis pælingum? Ég er með hugleiðingu til íslenskra listamanna. Ég er reyndar listamaður sjálfur og undanskil mig ekki gagnrýninni. Skilaboð mín eru þessi: hvað er að ykkur? Hvers vegna er Vigdís Hauksdóttir umdeildari en nokkurt ykkar? Ég hef skoðað texta við nýlegar rapp-plötur sem komu út á árinu og ekkert sem þar kemur fram stuggar við manni, en ef þessi kona opnar munninn þá fer umræðan af hjörunum. Ég held að rapparar þessa lands þurfi að skila inn derhúfum sínum því meira að segja Guðni Ágústsson er klúrari en þeir, nýbúinn að gefa út gamansögubók sem er löðrandi í klám- og kynlífsgríni. Ég meina þetta. Ég ætla ekki að falla í þá gryfju að endurtaka orðin „krúttin eru dauð“ því þá fæ ég bágt fyrir, en í fullri alvöru, þá held ég að nú sé rúm fyrir smávegis rækjureggí, súlfat-lyktandi stríðsyfirlýsingu gagnvart öllu sem er gamalt og endurtekið. En ekki ætla ég að dirfast að rugga bátnum. Það má líka ekki gleyma að það eru milljarðar í húfi. Airwaves er náttúrulega snilld, hundrað íslenskar hljómsveitir sem enginn hefur heyrt um blásandi í blokkflautur fyrir framan steinrunna japanska áhorfendur sem klæddir eru í 250 þúsund króna hátísku útivistarúlpur. Afsakið, ég gleymdi mér aðeins. Listafólk er viðkvæmt og ég er einn af því. Ég skal vera „team player“. Ég er bara einn af þeim sem láta oft hafa sig að fífli – styð markaðinn.Verður Nick Nolte næstur? Ég hugsa oft um hagfræðilega fyrirbærið „peak-oil“, þegar olíuverð nær hámarki sínu. Við erum víst ekki enn komin þangað. Ég velti fyrir mér hvort það væri hægt að búa til hugtakið „Peak-Iceland“. Er hámarkinu náð? Er eðlilegt að hér sé sífelldur straumur ferðamanna sem allir eru jafn trylltir í land og þjóð eða getur verið að að Ísland kallist bara skemmtilega á við „lumber-jack“ útivistartískuna sem tröllríður heimsbyggðinni? Hafið þið farið til Bandaríkjanna nýlega? Þar líta allir út eins og Mugison – jafnvel stelpurnar líka – með skegg, í vatteruðum köflóttum stökkum og með sjóarahatt á höfði. Ekki furða þó Of Monsters and Men hafi slegið í gegn – við hefðum allt eins getað sent vinnuflokk úr Skógrækt ríkisins í David Letterman. Það spillir reyndar ekki fyrir að í OMAM er frábært tónlistarfólk. Pláss í Letterman er eitt og sér ekki trygging fyrir góðri landkynningu. Ef það væri svo þá væri Íslandsstofa að fjöldaframleiða myndbönd þar sem vitstola fólk er teipað við stóla – það er kannski hugmynd. Mér finnst allt í lagi að taka fram að tískan í dag er hentug fyrir Ísland. Tískan 2013 snýst um að klæða sig gegn kulda. Þegar ég var unglingur þá snerist tískan um allt sem tengdist „west-coast“. Tupac og Snoop Dog. Menace II Society og Boyz in the Hood. Hvítir hlýrabolir, síðar Dickies-brækur og helst Zach de la Rocha-dreddar til að hrista ofan í. Bless bless „Peak-Iceland“ ef það kemst aftur í tísku. „Peak-Iceland“? Ef einhver er ekki að skilja jöfnuna þá er hér smá hint. 2011 = Ridley Scott. 2012 = Tom Cruise. 2013 = Ben Stiller. 2014 = Nick Nolte? 2015 = Brendan Fraiser? 2016 = Pauly Shore? Og så videre. Og tvennt í viðbót varðandi tísku. 1) Allt sem byggist á grafískum útfærslum af gamaldags landakortum má fuðra upp með áramótabombunum. 2) SMS eru dottin úr tísku. Þingflokksfundir Framsóknarflokksins eru í dag boðaðir með Snapchat.Ég bið að heilsa Kæru landsmenn. Nú stöndum við, rúmlega 300.000 manna þjóð, frammi fyrir tækifæri til að gera landið okkar að sannkölluðu fyrirmyndarlandi, framfarasinnuðu landi þar sem hugað er að velferð allra. Djók. Ég er ekki með lokaorð. Jú. Það er reyndar eitt sem súmmerar árið 2013 ágætlega upp. Það kom nýr peningaseðill á markað. Tíu þúsund kall! Ég fór með þennan nýja brakandi ferska seðil í Kringluna. Tattúveraður og ljósabrúnn metró-unglingur sagði mér að ég gæti keypt hálfan Nike-hlaupaskó fyrir peninginn. Svo saug hann kókaín upp með Jónasi. Hann féll víst á PISA-prófinu, er lesblindur og með ADHD en grét samt þegar ég las fyrir hann Móðurást. En hálfur Nike-skór??? Við hlaupum ekki langt frá Landspítalanum með slíkt undir iljum. Ég sting upp á 40 þúsund króna seðli. Höfum Óla Geir framan á. Ræsum prentvélarnar. P.s.: Ef áramótabomba springur í skógi og enginn heyrir það – sprakk hún þá? P.p.s.: En ef það kviknar í skóginum í kjölfarið?
Fréttir ársins 2013 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Sjá meira