Íslandsmeistarinn Birkir Gunnarsson hjá TFK sýndi klærnar gegn Rafni Kumar Bonifacius úr Víkingi í úrslitaleiknum á Meistaramóti TSÍ í dag.
Birkir, sem spilar fyrir Graceland University í Iowa, hafði sigur í tveimur settum 7-5 og 6-4. Í leiknum um þriðja sætið hafði Vladimir Ristic betur gegn Milan Milan Kosicky 7-6 (7-5) og 7-5.
Á morgun mætast Hjördís Rósa Guðmundsdóttir og Anna Soffía Grönholm í úrslitaleiknum í kvennaflokki. Leikurinn fer fram klukkan 15:30 í Tennishöllinni í Kópavogi. Verðlaunafhending í báðum flokknum fer fram að leik loknum klukkan 17:30.
Birkir marði sigur á Rafni Kumar
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn








Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar
Enski boltinn
