Samherji sakar Seðlabankann um að reikna vitlaust í þrígang Heimir Már Pétursson skrifar 6. janúar 2014 13:36 Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunarsviðs Samherja segir mönnum brugðið við að skoða útreikninga sem bankinn byggir kæru sína á hendur fyrirtækinu og forstjóra þess á. mynd/pjetur Sigurður Ólason framkvæmdastjóri viðskiptaþróunarsviðs Samherja segir Seðlabanka Íslands í þrígang hafa orðið uppvísan að því að reikna vitlaust þegar kemur að útflutningi fyrirtækisins, sem bæði fyrirtækið og forstjóri félagsins hafa verið kærð fyrir. Sigurður skrifar pistil á heimasíðu félagsins í dag um útreikninga Seðlabankans í tengslum við rannsókn á meintum brotum Samherja á gjaldeyrislögum við útflutning á sjávarafurðum. En í sem einföldustu máli felst ásökun bankans í þvi að Samherji gefi upp lægra verð til fyrirtækja sem tengjast eða eru í eigu Samherja í útlöndum en til ótengdra aðila. Í greininni segir Sigurður að Samherji hafi loks fengið í hendur hluta rannsóknargagna Seðlabankans í máli hans á hendur félaginu. Það sé ekki laust við að mönnum hafi brugðið við að skoða þá aðferðafræði og þá útreikninga sem þar séu viðhafðir.Mismunandi söluskilmálarTil að búa til hið svo kallaða undirverð leggi Seðlabanki Íslands að jöfnu sölureikninga með mismunandi söluskilmálum inn á ólík markaðssvæði. Þessir mismunandi skilmálar geri það að verkum að í öðru tilvikinu beri söluaðilinn allan kostnað upp að dyrum kaupanda, þar með talda tolla (DDP skilmálar), en í hinu tilvikinu sé það kaupandinn sem beri þann kostnað (CIF skilmálar). Sigurður segir Seðlabankann í þrígang uppvísan að því að reikna vitlaust.Sigurður Ólasonmynd/samherji„Í upphafi þegar Seðlabankinn fær húsleitarheinmildina, fara þeir fram með útreikning í karfa og þar er í rauninni skekkja upp á þúsundir prósenta sem við höfum í rauninni sýnt fram á á heimasíðunni okkar áður. Síðan aftur í maí, þá er það í annað skiptið. Þá leggja þeir fyrir gögn í Hæstarétti þar sem útreikningar eru einnig rangir og þeim gögnum leyndu þeir fyrir okkur,“ segir Sigurður. Og í nýjustu gögnunum komi fram að Seðlabankinn hafi í þriðja sinn reiknað vitlaust.Mönnum hjá Samherja brugðið„Og manni er raunverulega brugðið að sjá hvað þeir gera þar, því þeir setja fram skilgreiningu á þessum söluskilmálum CIF og DDP. Sem þýðir að þeir vita mismuninn á þessu. En samt sem áður, til að reikna þennan mismun sem þeir fá fram á þessu tímabili þá bera þeir þetta að jöfnu. Þá taka þeir ekki tillit til mismunandi kostnaðar sem er fólgin í þessum söluskilmálum,“ Sigurður.Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja er kærður af Seðlabanka Íslands sem stjórnarmaður í Ice Fresh Seafood vegna sölu á rúmum 5.000 kg af bleikju til dótturfélags Samherja í Þýskalandi og nemur fjárhæð hinna meintu brota rúmum 2 milljónum króna eða sem samsvarar 0,002% af veltu félagsins. Sigurður segir að þannig sé kært fyrir sölu sem gaf samkvæmt útreikningum Seðlabankans 21% lægra verð til tengds aðila en sem í raun skilaði 1% hærra verði til Ice Fresh Seafood þegar fyrirtækið var búið að greiða öll þau gjöld sem því var skylt samkvæmt söluskilmálum. Í öllum tilfellum hafi Seðlabankinn borið saman CIF verð til tengds aðila við DDP verð til ótengds aðila til að búa til svo kallað undirverð.Og þessir mismunandi skilmálar, það er alveg eðilegt að ykkar mat að þeir séu viðhafðir?„Þetta eru bara eðlilegir söluskilmálar. Þetta er í raun bara skilgreining á því hvor aðilinn ber tolla, aðflutningsgjöld og annað. DDP þýðir í raun að söluaðilinn ber kostnaðinn upp að dyrum kaupandans Þannig að þá er verðið á vörunni það sama,“ segir Sigurður. Mönnum sé brugðið við þessar reikningskúnstir Seðlabankans því bankinn skilji augljóslega mismuninn á þessum tveimur mismunandi verðum.Þannig að þetta mál mun falla um sjálft sig, farði það einhvern tíma fyrir dómstóla, að ykkar mati?„Ég get ekki séð annað. Því reikningarnir sem þetta byggir á, þessar kærur eru bara rangar,“ segir Sigurður Ólason. Samherji og Seðlabankinn Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Sjá meira
Sigurður Ólason framkvæmdastjóri viðskiptaþróunarsviðs Samherja segir Seðlabanka Íslands í þrígang hafa orðið uppvísan að því að reikna vitlaust þegar kemur að útflutningi fyrirtækisins, sem bæði fyrirtækið og forstjóri félagsins hafa verið kærð fyrir. Sigurður skrifar pistil á heimasíðu félagsins í dag um útreikninga Seðlabankans í tengslum við rannsókn á meintum brotum Samherja á gjaldeyrislögum við útflutning á sjávarafurðum. En í sem einföldustu máli felst ásökun bankans í þvi að Samherji gefi upp lægra verð til fyrirtækja sem tengjast eða eru í eigu Samherja í útlöndum en til ótengdra aðila. Í greininni segir Sigurður að Samherji hafi loks fengið í hendur hluta rannsóknargagna Seðlabankans í máli hans á hendur félaginu. Það sé ekki laust við að mönnum hafi brugðið við að skoða þá aðferðafræði og þá útreikninga sem þar séu viðhafðir.Mismunandi söluskilmálarTil að búa til hið svo kallaða undirverð leggi Seðlabanki Íslands að jöfnu sölureikninga með mismunandi söluskilmálum inn á ólík markaðssvæði. Þessir mismunandi skilmálar geri það að verkum að í öðru tilvikinu beri söluaðilinn allan kostnað upp að dyrum kaupanda, þar með talda tolla (DDP skilmálar), en í hinu tilvikinu sé það kaupandinn sem beri þann kostnað (CIF skilmálar). Sigurður segir Seðlabankann í þrígang uppvísan að því að reikna vitlaust.Sigurður Ólasonmynd/samherji„Í upphafi þegar Seðlabankinn fær húsleitarheinmildina, fara þeir fram með útreikning í karfa og þar er í rauninni skekkja upp á þúsundir prósenta sem við höfum í rauninni sýnt fram á á heimasíðunni okkar áður. Síðan aftur í maí, þá er það í annað skiptið. Þá leggja þeir fyrir gögn í Hæstarétti þar sem útreikningar eru einnig rangir og þeim gögnum leyndu þeir fyrir okkur,“ segir Sigurður. Og í nýjustu gögnunum komi fram að Seðlabankinn hafi í þriðja sinn reiknað vitlaust.Mönnum hjá Samherja brugðið„Og manni er raunverulega brugðið að sjá hvað þeir gera þar, því þeir setja fram skilgreiningu á þessum söluskilmálum CIF og DDP. Sem þýðir að þeir vita mismuninn á þessu. En samt sem áður, til að reikna þennan mismun sem þeir fá fram á þessu tímabili þá bera þeir þetta að jöfnu. Þá taka þeir ekki tillit til mismunandi kostnaðar sem er fólgin í þessum söluskilmálum,“ Sigurður.Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja er kærður af Seðlabanka Íslands sem stjórnarmaður í Ice Fresh Seafood vegna sölu á rúmum 5.000 kg af bleikju til dótturfélags Samherja í Þýskalandi og nemur fjárhæð hinna meintu brota rúmum 2 milljónum króna eða sem samsvarar 0,002% af veltu félagsins. Sigurður segir að þannig sé kært fyrir sölu sem gaf samkvæmt útreikningum Seðlabankans 21% lægra verð til tengds aðila en sem í raun skilaði 1% hærra verði til Ice Fresh Seafood þegar fyrirtækið var búið að greiða öll þau gjöld sem því var skylt samkvæmt söluskilmálum. Í öllum tilfellum hafi Seðlabankinn borið saman CIF verð til tengds aðila við DDP verð til ótengds aðila til að búa til svo kallað undirverð.Og þessir mismunandi skilmálar, það er alveg eðilegt að ykkar mat að þeir séu viðhafðir?„Þetta eru bara eðlilegir söluskilmálar. Þetta er í raun bara skilgreining á því hvor aðilinn ber tolla, aðflutningsgjöld og annað. DDP þýðir í raun að söluaðilinn ber kostnaðinn upp að dyrum kaupandans Þannig að þá er verðið á vörunni það sama,“ segir Sigurður. Mönnum sé brugðið við þessar reikningskúnstir Seðlabankans því bankinn skilji augljóslega mismuninn á þessum tveimur mismunandi verðum.Þannig að þetta mál mun falla um sjálft sig, farði það einhvern tíma fyrir dómstóla, að ykkar mati?„Ég get ekki séð annað. Því reikningarnir sem þetta byggir á, þessar kærur eru bara rangar,“ segir Sigurður Ólason.
Samherji og Seðlabankinn Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Sjá meira