Sport

NFL: Dýrlingarnir sigruðu á dramatískan hátt

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Drew Brees, leikstjórnandi New Orleans Saints og Nick Foles, leikstjórnandi Philadelphia Eagles eftir leikinn
Drew Brees, leikstjórnandi New Orleans Saints og Nick Foles, leikstjórnandi Philadelphia Eagles eftir leikinn Mynd/Gettyimages
Indianapolis Colts og New Orleans Saints sigruðu leiki sína í Wildcard umferðinni í úrslitakeppni NFL-deildarinnar. Sigur Saints var fyrsti sigur liðsins á útivelli í sögunni í úrslitakeppninni.

Indianapolis lenti í miklum vandræðum með Kansas City Chiefs á heimavelli en náðu að kreista fram eins stigs sigur á lokamínútum leiksins. Leikmenn Chiefs náðu mest 28 stiga forskoti í upphafi seinni hálfleiks en með Andrew Luck í fararbroddi náðu Colts að snúa taflinu við skömmu fyrir lok leiksins.

Mikið hafði verið rætt um New Orleans Saints og árangur þeirra á útivelli fyrir leik liðsins gegn Philadelphia Eagles. Dýrlingarnir hinsvegar þögguðu niður allar slíkar gangrýnisraddir snemma í leiknum og leiddu bróðurpart leiksins.  Heimamenn í Philadelphia náðu eins stiga forskoti þegar fimm mínútur voru til leiksloka en Shayne Graham svaraði með vallarmarki þegar leiktíminn rann út og tryggði New Orleans sigurinn.

Í kvöld mætast Cincinnati Bengals og San Diego Chargers í Cincinnati og þá tekur Green Bay Packers á móti San Fransisco 49ers í leik sem mun líklegast fara fram í metfrosti.

Úrslit:

Indianapolis Colts 45-44 Kansas City Chiefs

Philadelphia Eagles 24-26 New Orleans Saints



NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×