Snjóflóðahætta á Flateyrarvegi Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 4. janúar 2014 20:42 Mynd/Úr safni Veðurfræðingur Vegagerðarinnar varar við hálku mjög víða um land bæði á fjallvegum og á láglendi, þar sem veðrið fer nú kólnandi. Hætt hefur verið við mokstur í Ísafjarðardjúpi og á Steingrímsfjarðarheiði. Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að það verði skoðað í fyrramálið. Þá segir einnig í tilkynningunni að þjóðvegur 1 sé auður á Suðurlandi en hálka og hálkublettir nokkuð víða á öðrum vegum. Þannig er flughált í Grafningi og í Landeyjum. Eins á Suðurstrandarvegi, Krýsuvíkurvegi og á Kjósaskarði. Á Vesturlandi er hálka eða hálkublettir mjög víða. Ófært er á Fróðárheiði, þæfingur og óveður í Svínadal og óveður í Staðarsveit. Á Vestfjörðum er þungfært og stórhríð í Súgandafirði, þæfingsfærð og skafrenningur er á Gemlufallsheiði og þæfingsfærð og stórhríð á Flateyrarvegi. Þar er fólk beðið að gæta varúðar vegna snjóflóðarhættu. Þungfært er frá Súðavík í Ögurnes. Ófært og óveður er á Steingrímsfjarðarheiði og um Þröskulda. Hálka og skafrenningur er á Hálfdán en hálka á Mikladal og Kleifaheiði. Þæfingur er frá Brjánslæk í Skálmadal, ófært og stórhríð er á Klettshálsi. Þæfingur og óveður í Kollafirði og um Hjallháls og Ódrjúgsháls. Á Norðurlandi er hálka eða hálkublettir á flestum leiðum. Óveður er á Skagastrandavegi og í Langadal. Snjóþekja og skafrenningur er á Þverárfjalli og flughálka út Blönduhlíð. Snjóþekja og skafrenningur er á Öxnadalsheiði. Þá er þoka á Hólaheiði, Hófaskarði og Hálsum. Flughált er á Fljótsdalshéraði og eins á Vatnsskarði eystra en þar er einnig þoka. Snjóþekja og skafrenningur er á Biskupshálsi en hálka og éljaganur á Möðrudalsöræfum, þæfingur og snjókoma á Vopnafjarðarheiði. Hálka og þoka er á Fjarðarheiði og á Oddskarði en hálka á Fagradal og Jökuldal. Autt frá Fáskrúðsfirði með ströndinni suður um. Þá varar Vegagerðin og Náttúrustofa Austurlands vegfarendur við umferð hreindýra á Austur- og Suðausturlandi. Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Veðurfræðingur Vegagerðarinnar varar við hálku mjög víða um land bæði á fjallvegum og á láglendi, þar sem veðrið fer nú kólnandi. Hætt hefur verið við mokstur í Ísafjarðardjúpi og á Steingrímsfjarðarheiði. Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að það verði skoðað í fyrramálið. Þá segir einnig í tilkynningunni að þjóðvegur 1 sé auður á Suðurlandi en hálka og hálkublettir nokkuð víða á öðrum vegum. Þannig er flughált í Grafningi og í Landeyjum. Eins á Suðurstrandarvegi, Krýsuvíkurvegi og á Kjósaskarði. Á Vesturlandi er hálka eða hálkublettir mjög víða. Ófært er á Fróðárheiði, þæfingur og óveður í Svínadal og óveður í Staðarsveit. Á Vestfjörðum er þungfært og stórhríð í Súgandafirði, þæfingsfærð og skafrenningur er á Gemlufallsheiði og þæfingsfærð og stórhríð á Flateyrarvegi. Þar er fólk beðið að gæta varúðar vegna snjóflóðarhættu. Þungfært er frá Súðavík í Ögurnes. Ófært og óveður er á Steingrímsfjarðarheiði og um Þröskulda. Hálka og skafrenningur er á Hálfdán en hálka á Mikladal og Kleifaheiði. Þæfingur er frá Brjánslæk í Skálmadal, ófært og stórhríð er á Klettshálsi. Þæfingur og óveður í Kollafirði og um Hjallháls og Ódrjúgsháls. Á Norðurlandi er hálka eða hálkublettir á flestum leiðum. Óveður er á Skagastrandavegi og í Langadal. Snjóþekja og skafrenningur er á Þverárfjalli og flughálka út Blönduhlíð. Snjóþekja og skafrenningur er á Öxnadalsheiði. Þá er þoka á Hólaheiði, Hófaskarði og Hálsum. Flughált er á Fljótsdalshéraði og eins á Vatnsskarði eystra en þar er einnig þoka. Snjóþekja og skafrenningur er á Biskupshálsi en hálka og éljaganur á Möðrudalsöræfum, þæfingur og snjókoma á Vopnafjarðarheiði. Hálka og þoka er á Fjarðarheiði og á Oddskarði en hálka á Fagradal og Jökuldal. Autt frá Fáskrúðsfirði með ströndinni suður um. Þá varar Vegagerðin og Náttúrustofa Austurlands vegfarendur við umferð hreindýra á Austur- og Suðausturlandi.
Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira