105 þúsund mættu á íshokkíleik og settu heimsmet Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. janúar 2014 19:00 Áhorfendurnir létu ekki snjó og kulda eyðileggja stemmninguna. Mynd/NordicPhotos/Getty Það var mikil dramatík í sérstökum íshokkíleik á nýársdag þegar Toronto Maple Leafs unnu 3-2 sigur á Detroit Red Wings í NHL-deildinni í leik þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í vítakeppni. Þetta var sögulegur leikur og ekki bara fyrir að þarna voru tvö af stofnliðum NHL-deildarinnar að mætast á fyrsta degi ársins heldur var þarna sett nýtt áhorfendamet á íshokkíleik. Toronto Maple Leafs komst tvisvar yfir í venjulegum leiktíma en Detroit Red Wings jafnaði í bæði skiptin. Ekkert var skorað í framlengingunni en liðsmenn Detroit klikkuðu tvisvar í vítakeppninni og því var sigurinn Toronto Maple Leafs. Leikurinn bar nafnið "2014 NHL Winter Classic" og fór fram utanhúss eða á Michigan leikvanginum í Ann Arbor. Alls komu 105.491 áhorfendur á leikinn og létu kulda (mínus ellefu gráður) og snjókomu trufla sig. Gamla heimsmetið var frá desember 2010 þegar Michigan Wolverines unnu Michigan State Spartans Í háskólaíshokkíinu en um þúsund fleiri mættu á leikinn í gær. Gamla metið á NHL-leik var hinsvegar 71.217 manns á leik árið 2008. Snjókoman gerði reyndar leikmönnum erfitt fyrir á ísnum enda ekki að glíma við venjulegar aðstæður en er þó einn af sex leikjum tímabilsins sem fara fram utandyra. Leikirnir eru hluti af Stadium Series en það verður einnig spilað á Dodger Stadium (Los Angeles), Yankee Stadium (New York, 2 leikir), Soldier Field (Chicago) og BC Place (Vancouver). Hér fyrir neðan má sjá nokkrar skemmtilegar myndir frá þessum sögulega leik í Michigan.Mynd/NordicPhotos/GettyMynd/NordicPhotos/GettyMynd/NordicPhotos/GettyMynd/NordicPhotos/GettyMynd/NordicPhotos/GettyMynd/NordicPhotos/GettyMynd/NordicPhotos/GettyMynd/NordicPhotos/GettyMynd/NordicPhotos/Getty Íþróttir Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Sjá meira
Það var mikil dramatík í sérstökum íshokkíleik á nýársdag þegar Toronto Maple Leafs unnu 3-2 sigur á Detroit Red Wings í NHL-deildinni í leik þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í vítakeppni. Þetta var sögulegur leikur og ekki bara fyrir að þarna voru tvö af stofnliðum NHL-deildarinnar að mætast á fyrsta degi ársins heldur var þarna sett nýtt áhorfendamet á íshokkíleik. Toronto Maple Leafs komst tvisvar yfir í venjulegum leiktíma en Detroit Red Wings jafnaði í bæði skiptin. Ekkert var skorað í framlengingunni en liðsmenn Detroit klikkuðu tvisvar í vítakeppninni og því var sigurinn Toronto Maple Leafs. Leikurinn bar nafnið "2014 NHL Winter Classic" og fór fram utanhúss eða á Michigan leikvanginum í Ann Arbor. Alls komu 105.491 áhorfendur á leikinn og létu kulda (mínus ellefu gráður) og snjókomu trufla sig. Gamla heimsmetið var frá desember 2010 þegar Michigan Wolverines unnu Michigan State Spartans Í háskólaíshokkíinu en um þúsund fleiri mættu á leikinn í gær. Gamla metið á NHL-leik var hinsvegar 71.217 manns á leik árið 2008. Snjókoman gerði reyndar leikmönnum erfitt fyrir á ísnum enda ekki að glíma við venjulegar aðstæður en er þó einn af sex leikjum tímabilsins sem fara fram utandyra. Leikirnir eru hluti af Stadium Series en það verður einnig spilað á Dodger Stadium (Los Angeles), Yankee Stadium (New York, 2 leikir), Soldier Field (Chicago) og BC Place (Vancouver). Hér fyrir neðan má sjá nokkrar skemmtilegar myndir frá þessum sögulega leik í Michigan.Mynd/NordicPhotos/GettyMynd/NordicPhotos/GettyMynd/NordicPhotos/GettyMynd/NordicPhotos/GettyMynd/NordicPhotos/GettyMynd/NordicPhotos/GettyMynd/NordicPhotos/GettyMynd/NordicPhotos/GettyMynd/NordicPhotos/Getty
Íþróttir Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Sjá meira