Ummæli Björns Braga rata í austurríska og þýska miðla Stefán Árni Pálsson skrifar 19. janúar 2014 18:43 Björn Bragi líkti íslenska landsliðinu við nasista í gær. visir/stefán Ummæli Björns Braga Arnarssonar í tengslum við leik Íslands og Austurríkis hafa ratað í þýska og austurríska miðla en hann líkti íslenska landsliðinu við nasista sem væru að slátra því austurríska. „Íslenska landsliðið er eins og þýskir nasistar árið 1939 - að slátra Austurríkismönnum,“ sagði Björn Bragi Arnarsson um íslenska karlaliðið í hálfleik í leik Íslands og Austurríkis en íslenska liðið vann leikinn örugglega 33-27. Björn Bragi er umsjónarmaður EM stofunnar á RÚV, en í þættinum er fjallað um Evrópumótið í handknattleik sem fram fer þessa dagana í Danmörku. Ummælin hafa vakið mikla reiði á Íslandi en sjónvarpsmaðurinn baðst strax afsökunar á orðum sínum eftir leikinn. Björn baðst einnig afsökunar í samtali við blaðamann Vísis. Fjallað er um málið á þýsku vefsíðunni Sport1.de í dag en þar er greint frá ummælum Björns Braga. Fram kemur í frétt þýska miðilsins að sjónvarpsmaðurinn hafi nú þegar beðist afsökunar en austurríska handknattleikssambandið er aftur á móti með málið í skoðun og áskilur sér rétt til þess að grípa til lagalegra úrræða. Einnig er fjallað um málið á austurrísku síðunni laola1.at en þar kemur fram að austurríska handknattleikssambandið líti málið alvarlegum augum. „Við erum ennþá að bíða eftir réttri þýðingu og staðfestingu á því að hann hafi látið þessi orð flakka en ef það reynist rétt munum við leita réttar okkar,“ segir Gerhard Hofbauer, forseti austurríska handknattleikssambandsins.Patrekur Jóhannesson, þjálfari austurríska landsliðsins, er einnig allt annað en sáttur með ummæli Björns. „Það er ótrúlegt að einhver láti svona út úr sér. Sem Íslendingur skammast ég mín í raun fyrir svona ummæli og er það vægt til orða tekið," sagði Patrekur í samtali við síðuna. Tengdar fréttir „Ég biðst að sjálfsögðu afsökunar á þessu" Björn Bragi Arnarson segir ummæli sín ekki hafa átt neinn rétt á sér og sér eftir þeim. 18. janúar 2014 19:04 RÚV harmar ummæli Björns Braga Kristín H. Hálfdánardóttir segir íþróttadeild RÚV harma ummæli Björns Braga um íslenska landsliðið. 18. janúar 2014 20:45 Líkti landsliðinu við nasista "Íslenska landsliðið er eins og þýskir nasistar árið 1939 - að slátra Austurríkismönnum," sagði Björn Bragi Arnarsson um íslenska karlaliðið í handbolta rétt í þessu. 18. janúar 2014 18:27 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Ummæli Björns Braga Arnarssonar í tengslum við leik Íslands og Austurríkis hafa ratað í þýska og austurríska miðla en hann líkti íslenska landsliðinu við nasista sem væru að slátra því austurríska. „Íslenska landsliðið er eins og þýskir nasistar árið 1939 - að slátra Austurríkismönnum,“ sagði Björn Bragi Arnarsson um íslenska karlaliðið í hálfleik í leik Íslands og Austurríkis en íslenska liðið vann leikinn örugglega 33-27. Björn Bragi er umsjónarmaður EM stofunnar á RÚV, en í þættinum er fjallað um Evrópumótið í handknattleik sem fram fer þessa dagana í Danmörku. Ummælin hafa vakið mikla reiði á Íslandi en sjónvarpsmaðurinn baðst strax afsökunar á orðum sínum eftir leikinn. Björn baðst einnig afsökunar í samtali við blaðamann Vísis. Fjallað er um málið á þýsku vefsíðunni Sport1.de í dag en þar er greint frá ummælum Björns Braga. Fram kemur í frétt þýska miðilsins að sjónvarpsmaðurinn hafi nú þegar beðist afsökunar en austurríska handknattleikssambandið er aftur á móti með málið í skoðun og áskilur sér rétt til þess að grípa til lagalegra úrræða. Einnig er fjallað um málið á austurrísku síðunni laola1.at en þar kemur fram að austurríska handknattleikssambandið líti málið alvarlegum augum. „Við erum ennþá að bíða eftir réttri þýðingu og staðfestingu á því að hann hafi látið þessi orð flakka en ef það reynist rétt munum við leita réttar okkar,“ segir Gerhard Hofbauer, forseti austurríska handknattleikssambandsins.Patrekur Jóhannesson, þjálfari austurríska landsliðsins, er einnig allt annað en sáttur með ummæli Björns. „Það er ótrúlegt að einhver láti svona út úr sér. Sem Íslendingur skammast ég mín í raun fyrir svona ummæli og er það vægt til orða tekið," sagði Patrekur í samtali við síðuna.
Tengdar fréttir „Ég biðst að sjálfsögðu afsökunar á þessu" Björn Bragi Arnarson segir ummæli sín ekki hafa átt neinn rétt á sér og sér eftir þeim. 18. janúar 2014 19:04 RÚV harmar ummæli Björns Braga Kristín H. Hálfdánardóttir segir íþróttadeild RÚV harma ummæli Björns Braga um íslenska landsliðið. 18. janúar 2014 20:45 Líkti landsliðinu við nasista "Íslenska landsliðið er eins og þýskir nasistar árið 1939 - að slátra Austurríkismönnum," sagði Björn Bragi Arnarsson um íslenska karlaliðið í handbolta rétt í þessu. 18. janúar 2014 18:27 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
„Ég biðst að sjálfsögðu afsökunar á þessu" Björn Bragi Arnarson segir ummæli sín ekki hafa átt neinn rétt á sér og sér eftir þeim. 18. janúar 2014 19:04
RÚV harmar ummæli Björns Braga Kristín H. Hálfdánardóttir segir íþróttadeild RÚV harma ummæli Björns Braga um íslenska landsliðið. 18. janúar 2014 20:45
Líkti landsliðinu við nasista "Íslenska landsliðið er eins og þýskir nasistar árið 1939 - að slátra Austurríkismönnum," sagði Björn Bragi Arnarsson um íslenska karlaliðið í handbolta rétt í þessu. 18. janúar 2014 18:27