Svona fór síðast gegn Ungverjum | Myndband Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. janúar 2014 14:51 Mynd/Skjáskot Íslenska karlalandsliðið í handbolta hyggur á hefndir gegn Ungverjum á EM í Danmörku í dag. Strákarnir muna vel eftir tapinu dramatíska sem gerði út um vonir um verðlaun á Ólympíuleikunum í London sumarið 2012. Íslenska liðið var í banastuði í London. Með Ólaf Stefánsson í broddi fylkingar fór liðið á kostum og þótti afar líklegt til afreka gegn sterku liði Ungverja í átta liða úrslitum. Ungverjar höfðu frumkvæðið í fyrri hálfleik. Þeir náðu fljótlega fjögurra marka forskoti og leiddu í hálfleik 16-12. Okkar menn sneru við blaðinu í síðari hálfleik og komust yfir í 27-26 með marki Guðjóns Vals Sigurðssonar þegar tvær mínútur lifðu leiks. Allt virðist vera að falla með Íslendingum þegar Ólafur Stefánsson sótti vítakast þegar ellefu sekúndur voru eftir af leiknum. Snorri Steinn Guðjónsson kom af bekknum til að taka vítið en markvörður Ungverja varði. Þeir brunuðu í hraðaupphlaup og jöfnuðu metin svo framlengja þurfti leikinn. Aftur var framlengt eftir fyrstu framlengingu þegar staðan var 30-30. Það voru hins vegar Ungverjar sem höfðu betur eftir síðari framlengingu 34-33 og tryggðu sér sæti í undanúrslitum. Þetta var ekki í fyrsta skiptið sem Ungverjar reyndust gleðispillir því þeir slógu íslenska liðið einnig út í átta liða úrslitum á HM í Japan árið 1997. Þá var Ísland enn í leit að sínum fyrsta verðlaunapening á stórmóti í handbolta ef frá er talin B-keppnin í Frakklandi árið 1989. Tíu leikmenn í núverandi landsliðshópi Íslands voru í liðinu í London árið 2012 eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í morgun. Þeir ætla ekki að láta Ungverja eyðileggja annan draum sinn.Leikurinn hefst klukkan 17 og verður í beinni útsendingu á Bylgjunni og textalýsingu hér á Vísi.Hér að neðan má sjá þriggja mínútna samantekt úr leiknum þar sem dramatíkinni er gerð góð skil.Smella þarf á „Watch on YouTube“ til þess að horfa á myndbandið. EM 2014 karla Handbolti Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í handbolta hyggur á hefndir gegn Ungverjum á EM í Danmörku í dag. Strákarnir muna vel eftir tapinu dramatíska sem gerði út um vonir um verðlaun á Ólympíuleikunum í London sumarið 2012. Íslenska liðið var í banastuði í London. Með Ólaf Stefánsson í broddi fylkingar fór liðið á kostum og þótti afar líklegt til afreka gegn sterku liði Ungverja í átta liða úrslitum. Ungverjar höfðu frumkvæðið í fyrri hálfleik. Þeir náðu fljótlega fjögurra marka forskoti og leiddu í hálfleik 16-12. Okkar menn sneru við blaðinu í síðari hálfleik og komust yfir í 27-26 með marki Guðjóns Vals Sigurðssonar þegar tvær mínútur lifðu leiks. Allt virðist vera að falla með Íslendingum þegar Ólafur Stefánsson sótti vítakast þegar ellefu sekúndur voru eftir af leiknum. Snorri Steinn Guðjónsson kom af bekknum til að taka vítið en markvörður Ungverja varði. Þeir brunuðu í hraðaupphlaup og jöfnuðu metin svo framlengja þurfti leikinn. Aftur var framlengt eftir fyrstu framlengingu þegar staðan var 30-30. Það voru hins vegar Ungverjar sem höfðu betur eftir síðari framlengingu 34-33 og tryggðu sér sæti í undanúrslitum. Þetta var ekki í fyrsta skiptið sem Ungverjar reyndust gleðispillir því þeir slógu íslenska liðið einnig út í átta liða úrslitum á HM í Japan árið 1997. Þá var Ísland enn í leit að sínum fyrsta verðlaunapening á stórmóti í handbolta ef frá er talin B-keppnin í Frakklandi árið 1989. Tíu leikmenn í núverandi landsliðshópi Íslands voru í liðinu í London árið 2012 eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í morgun. Þeir ætla ekki að láta Ungverja eyðileggja annan draum sinn.Leikurinn hefst klukkan 17 og verður í beinni útsendingu á Bylgjunni og textalýsingu hér á Vísi.Hér að neðan má sjá þriggja mínútna samantekt úr leiknum þar sem dramatíkinni er gerð góð skil.Smella þarf á „Watch on YouTube“ til þess að horfa á myndbandið.
EM 2014 karla Handbolti Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira