Lífið

Ný stikla með Hafþór Júlíusi í Game of Thrones

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Hafþór Júlíus fer með hlutverk The Mountain. Í stiklunni sjást einnig leikkonurnar Rose Leslie, sem fer með hlutverk Ygritte og Maisie Williams, sem leikur Arya Stark, úr tökunum hér á landi.
Hafþór Júlíus fer með hlutverk The Mountain. Í stiklunni sjást einnig leikkonurnar Rose Leslie, sem fer með hlutverk Ygritte og Maisie Williams, sem leikur Arya Stark, úr tökunum hér á landi. Vísir/Getty
Hafþóri Júlíusi Björnssyni bregður stuttlega fyrir í nýrri stiklu úr fjórðu þáttaröð Game of Thrones sem kom út í gær í Bandaríkjunum. 

Hafþór sést sveifla sverði í stiklunni, sem sjá má hér að neðan. Þættirnir fara í sýningu í Bandaríkjunum og á Stöð 2 í apríl. 

Þrjú hundruð manna hópur tökuliðs og leikara Game of Thrones kom hingað til síðasta sumar.

Meðal tökustaða voru Þjórsárdalur, Hengilssvæðið og Stekkjagjá á Þingvöllum.Þingvallanefnd veitti sérstakt leyfi fyrir tökum í þjóðgarðinum.

Game of Thrones hópurinn hefur komið hingað til lands til að taka upp atriði fyrir aðra og þriðju seríu þáttana, í bæði skiptin að vetrarlagi. Það verður því spennandi að íslenskt landslag njóta sín í sumarskrúða í fjórðu seríu þáttana í apríl.


Tengdar fréttir

Sigur Rós kemur fram í Game of Thrones

Íslenska hljómsveitin Sigur Rós mun koma fram í fjórðu sjónvarpsþáttaröðinni af Game of Thrones. Eru staddir í Króatíu í tökum.

Game of Thrones-ferðir til Íslands

Ferðaskrifstofan Discover the World, í London, hefur auglýst sérstaklega ferðir til Íslands, þá gagngert til að fara á söguslóðir sjónvarpsseríunnar Game of Thrones.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×