Hjólaði í eigið brúðkaup í austanstormi Elimar Hauksson skrifar 12. janúar 2014 23:00 Rigning, hálka og austanstormur settu strik í reikninginn en Björn lét það ekki á sig fá. Björn Arnar Hauksson hjólaði á föstudaginn í sitt eigið brúðkaup, úr Garðabæ að Hótel Heklu í Árnessýslu. Fararskjótinn þykir fremur óhefðbundinn fyrir slíkar athafnir og þrátt fyrir að veður hafi leikið Björn grátt þá lét hann það ekki á sig fá og hjólaði að Heklurótum. Leiðin er um það bil 100 kílómetrar og rigndi mikið en Björn er mikill hjólreiðamaður og lét það ekki á sig fá. „Það lá nú eiginlega beint við að hjóla enda hjóla ég mjög mikið. Ég átti ekki von á þessum austanstormi sem ég fékk í fangið og þurfti reyndar að húkka mér far frá kaffistofunni og yfir heiðina, því það var bara ekki séns að hjóla yfir heiðina. Ég var að hjóla á fullum krafti á átta kílómetra hraða,“ segir Björn. Björn og eiginkona hans, Kristín, eru búsett í Singapúr en þar hjólar Björn mikið og hefur meðal annars keppt í hjólreiðum þar í landi. Hann æfði nokkuð stíft fyrir jólin áður en hann kom heim en segir allt annað að hjóla á Íslandi en í Singapúr. „Ég hjólaði um það bil 700 km á viku áður en ég kom til íslands og núna á milli jóla og nýárs hjólaði ég 500 km hér á Íslandi. Ég held að það sé svona tvöfalt erfiðara að hjóla hér á landi, bæði vegna hálku og líka vegna þess að manni verður svo kalt á höndum og fótum,“ segir Björn. Hjónin giftu sig að ásatrúarsið í þjóðveldisbænum Stöng í Þjórsárdal og segir Björn því við hæfi að hann hafi hjólað til athafnarinnar enda hafi menn áður fyrr mætt ríðandi í giftingar. Veður Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Björn Arnar Hauksson hjólaði á föstudaginn í sitt eigið brúðkaup, úr Garðabæ að Hótel Heklu í Árnessýslu. Fararskjótinn þykir fremur óhefðbundinn fyrir slíkar athafnir og þrátt fyrir að veður hafi leikið Björn grátt þá lét hann það ekki á sig fá og hjólaði að Heklurótum. Leiðin er um það bil 100 kílómetrar og rigndi mikið en Björn er mikill hjólreiðamaður og lét það ekki á sig fá. „Það lá nú eiginlega beint við að hjóla enda hjóla ég mjög mikið. Ég átti ekki von á þessum austanstormi sem ég fékk í fangið og þurfti reyndar að húkka mér far frá kaffistofunni og yfir heiðina, því það var bara ekki séns að hjóla yfir heiðina. Ég var að hjóla á fullum krafti á átta kílómetra hraða,“ segir Björn. Björn og eiginkona hans, Kristín, eru búsett í Singapúr en þar hjólar Björn mikið og hefur meðal annars keppt í hjólreiðum þar í landi. Hann æfði nokkuð stíft fyrir jólin áður en hann kom heim en segir allt annað að hjóla á Íslandi en í Singapúr. „Ég hjólaði um það bil 700 km á viku áður en ég kom til íslands og núna á milli jóla og nýárs hjólaði ég 500 km hér á Íslandi. Ég held að það sé svona tvöfalt erfiðara að hjóla hér á landi, bæði vegna hálku og líka vegna þess að manni verður svo kalt á höndum og fótum,“ segir Björn. Hjónin giftu sig að ásatrúarsið í þjóðveldisbænum Stöng í Þjórsárdal og segir Björn því við hæfi að hann hafi hjólað til athafnarinnar enda hafi menn áður fyrr mætt ríðandi í giftingar.
Veður Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira