Dökkar hliðar Super Bowl leiksins í New Jersey Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. janúar 2014 20:59 Myndin tengist fréttinni óbeint. Nordicphotos/Getty 25 ára gömul flutti hún til New York þar sem framundan var viðtal vegna starfs á hóteli. Þess í stað var byssu miðað að höfði hennar og hún neydd í vændi. Þannig hljóðar saga Shöndru Woworuntu frá Indónesíu sem hélt til Bandaríkjanna á vit ævintýranna árið 2001. Bankastarfskonan var færð á milli vændishúsa mánuðum saman. Loks tókst henni að flýja út um baðherbergisglugga á meðan vopnaður vörður svaf. Tólf árum síðar vinnur Shandra hörðum höndum að því að undirbúa um 3000 lögreglumenn og borgarstarfsmenn fyrir leikinn um Ofurskálina (Super Bowl) sem fram fer í New Jersey þann 2. febrúar. Markmiðið er að bera kennsl á fólk sem neytt hefur verið í mansal. Hundruð þúsund gesta er vænst á svæðið vegna leiksins þar sem slegið verður upp veislu í nokkra daga áður en flautað verður til leiks. Spurn eftir vændiskonum eykst til muna á svæðinu í aðdraganda leiksins. Hafa yfirvöld varað við því að glæpamenn muni nýta tækifærið og neyða fólk, sem flutt hefur verið ólöglega inn til landsins, til að selja líkama sinn. Hafnarstæðið og nánd við flugvelli gera New Jersey að kjörnum stað fyrir slíka starfsemi að því er Melania Corelick segir. Corelick er forsvarsmaður samtaka í New Jersey sem vinnur gegn mansali. „Markmiðið er að handtaka sem allra flesta í kringum leikinn um Ofurskálina og gera glæpamönnum sem stunda mansal eins erfitt fyrir og mögulegt er að flytja konur inn á svæðið,“ segir Corelick í viðtali við Reuters. Þótt vændi sé stórt vandamál eru fleiri hliðar á teningnum. Þannig er ólöglegir innflytjendur neyddir til að sinna öðrum störfum. Er fólk hvatt til að láta vita af grunsamlegum aðstæðum á mótelum, veitingastöðum eða hjá fólki í hreinsunarstörfum. NFL Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Fleiri fréttir Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannaslagur af bestu gerð Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Sjá meira
25 ára gömul flutti hún til New York þar sem framundan var viðtal vegna starfs á hóteli. Þess í stað var byssu miðað að höfði hennar og hún neydd í vændi. Þannig hljóðar saga Shöndru Woworuntu frá Indónesíu sem hélt til Bandaríkjanna á vit ævintýranna árið 2001. Bankastarfskonan var færð á milli vændishúsa mánuðum saman. Loks tókst henni að flýja út um baðherbergisglugga á meðan vopnaður vörður svaf. Tólf árum síðar vinnur Shandra hörðum höndum að því að undirbúa um 3000 lögreglumenn og borgarstarfsmenn fyrir leikinn um Ofurskálina (Super Bowl) sem fram fer í New Jersey þann 2. febrúar. Markmiðið er að bera kennsl á fólk sem neytt hefur verið í mansal. Hundruð þúsund gesta er vænst á svæðið vegna leiksins þar sem slegið verður upp veislu í nokkra daga áður en flautað verður til leiks. Spurn eftir vændiskonum eykst til muna á svæðinu í aðdraganda leiksins. Hafa yfirvöld varað við því að glæpamenn muni nýta tækifærið og neyða fólk, sem flutt hefur verið ólöglega inn til landsins, til að selja líkama sinn. Hafnarstæðið og nánd við flugvelli gera New Jersey að kjörnum stað fyrir slíka starfsemi að því er Melania Corelick segir. Corelick er forsvarsmaður samtaka í New Jersey sem vinnur gegn mansali. „Markmiðið er að handtaka sem allra flesta í kringum leikinn um Ofurskálina og gera glæpamönnum sem stunda mansal eins erfitt fyrir og mögulegt er að flytja konur inn á svæðið,“ segir Corelick í viðtali við Reuters. Þótt vændi sé stórt vandamál eru fleiri hliðar á teningnum. Þannig er ólöglegir innflytjendur neyddir til að sinna öðrum störfum. Er fólk hvatt til að láta vita af grunsamlegum aðstæðum á mótelum, veitingastöðum eða hjá fólki í hreinsunarstörfum.
NFL Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Fleiri fréttir Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannaslagur af bestu gerð Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Sjá meira